fimmtudagur, september 29, 2005

strumpur sem heitir tómatur

sonur minn hefur officially sagt sinn fyrsta brandara, ekki svo að segja að hann sé ekki búinn að vera gangandi djók frá því að hann fór að labba, heldur kom fyrsti lærði brandarinn frá honum í gær, ég hló svo mikið að ég snarbeygði og fór heim til mömmu og stillti honum upp fyrir framan hana og lét hann segja hann aftur, og aftur, þetta var í gær um fimm leytið, síðan þá er ég búin að stilla honum upp svona tíu sinnum og biðja hann að segja hann, ég er búin að grenja úr hlátri allan tímann...

einu sinni var strumpur sem hét tómatur, og þá kom vél, og datt óvart á hann, og þá syngti hann: "nú liggur vél á mér, nú liggur vééél á mér"
klukkuð, hljómar ískyggilega líkt klikkuð...

1. ég er með sjúklega þráhyggju á að það má ekki hrista pepsíð mitt, þetta er ein af þeim ástæðum sem fá mig til að blána og roðna og rjúka útum eyrun á mér! mín ráðlegging; ekki láta á það reyna, aldrei!

2. ég á mér enga martröð verri en þá að vakna einn daginn, og vera eins og allir hinir, skera mig ekki úr, þetta hefur verið kallað athyglissýki frá því að ég komst á gelgjuna, en svo fattaði ég að besta aðferðin við að halda þessu við er að hætta ekkert á gelgjunni, það hefur gengið ágætlega hingað til, ég ætti kannski að sækja um í þessa nýju útgáfu af guinnesbókinni, sem eina manneskjan sem hefur enst í 14 ár á gelgjunni...?

3. ég skipti um rithönd eftir því hvaða eva ég er.

4. ég er með fáránlega dellu fyrir að skoða fólk á netinu, ég googla alla sem ég kynnist, (sérstaklega gaman að googla ameríkanana) ég get eytt fleiri klukkutímum í að skoða svona vinasíður eins og hi5 eða deitsíður, ég er skráð með einhverjum fáránlegum nöfnum inná fjöldann allann af svona síðum, bara til að skoða fólkið þar og myndirnar af þeim.
nb. ég hef fundið helminginn af ykkur sem lesa þetta inná þessum síðum líka ;)


5. í meira en helmingi þeirra tilvika sem ég svara ekki símanum, þá er það vegna þess að ég nenni ekki að tala við viðkomandi, eða bara fólk almennt, ég elska að ég geti slökkt á hringingunni á meðan síminn hringir, þá veistu allavegana ekki að ég skellti á þig...

ég klukka Kötu og Amöndu (ein síða en fimm staðreyndir hvor),Inga Björn, Ástu frænku og Greiðu litlu!!

mánudagur, september 19, 2005

ég-er-þvílík-skvísa-...

það er ekkert spennandi að gerast hjá mér þessa dagana, ég er trúlega að fara að fljúga solo á morgun, ég er búin að neita nokkrum sinnum, ég er ekki alveg að þora því sko, held það væri best að rýma borgina á meðan, bara svona til öryggis, ef ég skyldi crasha einhversstaðar... ég lofa að reyna að miða á laugardalsvöllinn...

ég fór út að djamma á laugardaginn, við allar stelpurnar, geggjað gaman, ég skemmti mér konunglega, kom heim um sjö leytið, gerði mér ekki alveg grein fyrir því hvað ég var drukkin fyrr en ég fór að labba á hluti hérna heima...

við fórum á vegamót, fyrst bara ég og kata og svo komu stelpurnar aðeins seinna, við sátum fyrst við eitthvað borð með einhverjum strákum sem voru frekar daprir eitthvað, við tvær í þrusustuði dansandi við borðið á okkar einstaka íslenska máta, og þeir eitthvað voða þöglir... kannski erum við bara ekki eins spennandi og við héldum... einn gaurinn þarna bauð mér nú samt að kaupa vetlingana mína af mér! ég nefninlega sökk í sjálfsvorkun um daginn því ég gerði mér skyndilega grein fyrir því að amma mín hefur ákveðið eins og fleiri í þessari ætt, nefnum engin nöfn, að sniðganga mig, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og tilboð um hitt og þetta þá vill hún ekki prjóna vetlinga handa mér! þetta er versta höfnun sem nokkuð barn getur orðið fyrir! ég fór í geðshræringu minni niður í kolaport, og valdi mér vinalega fullorðna konu með fullt af prjónuðu dóti fyrir framan sig og sannfærðist um að þarna væri kona sem skildi mig, ég er viss um að barnabörnin hennar hafa hafnað henni með því að neita að taka við prjónuðu vettlingunum og ullarsokkunum hennar, og greyið konan sem getur ekki hætt að prjóna hefur farið niður í kolaport í örvæntingarfullri leit af fólki eins og mér, ég keypti æðislega vettlinga fyrir 800 kall.
gæinn bauð mér 5000 kall fyrir þá, en ég setti á mig vettlingana, og þar sem ég sat inná vegamótum í minipilsi hlýrabol og með fallega þykka ullarvettlinga, hugsaði ég til "ömmu" minnar úr kolaportinu og vinnunnar sem hún lagði í þessa vetlinga handa aumingja mér, svo að mér verði ekki kalt í vetur, og afþakkaði, maður selur ekki hluti sem hafa tilfinningalegt gildi...
stuttu seinna komu stelpurnar og við fundum okkur borð útí horni þar sem að eldhúsið var einu sinni og komum okkur fyrir þar, það var einhver gæi á næsta borði, svo ég með eitthvað nýfundið sjálföryggi greip mér sígó og setti upp attitúdið, þið vitið, þetta þarna ég-er-svo-ógeðslega-kúl-attitúd, og gjóaði augunum að honum við og við, mér var svo illt í löppinni að ég gat ekki staðið upp og mér var skapi næst að gretta mig og detta á öxlina á amöndu og gráta, en ég ákvað að fara útí smá tilraunastarfsemi, þið vitið, ca á fjórða bjór er maður orðinn alveg ógeðslega mikil skvísa, og svo þarna á fimmta eða sjötta verða allir aðrir ofboðslega fallegir, en í mínu tilviki þá fæ ég einhverjar æðislegar hugmyndir, ég gjörsamlega brillera í "rökhugsuninni" þetta var eitt af þeim mómentum...
eftir örugglega klukkutíma, nokkra drykki, og alla svipi sem ég á sem flokkast undir höstl-look, þá standa þeir upp og eru að fara! bömmer, greinilega bara ég sem er á fjórða bjór! nema hvað, vinur sæta gæjans kemur aftur nokkrum mínútum seinna með penna, og segir að vinur sinn vilji símann hjá mér, sko, ég var búin með alla höstl svipina mína, og þá var líka bara þess auðveldara að smella yfir á ég-er-ógeðslega-góð-með-mig-lookið, tók af honum pennann og krotaði númerið mitt í lófann á honum, sneri mér svo undan og tuggði tyggjóið mitt af geðveikum ákafa... gæinn fór bara inná klósett og hékk þar heillengi, ég var sko ekkert að fylgjast með þeim, ég var massa upptekin við að flækja tyggjóinu mínu utanum vísifingurinn, og klára alla ég-er-ógeðslega-upptekin-og-ekki-ein svipina mína, kemur þá ekki gaurinn útaf klóinu, þessi sæti sko, labbar bara beint uppað mér, kemur heví nálægt mér og segir: "takk fyrir að gefa mér númerið þitt" og smellir einum riiiiisakossi beint á munninn á mér!!!
ég reyndi eins og ég gat, en eini svipurinn sem ég fann var ég-er-algjört-nörd-og-er-að-fara-massívt-hjá-mér-og-get-ekkert-sagt-því-öll-virka-heilasellan-mín-er-að-leita-af-svip!!!
svo labbaði hann bara í burtu og ég sat þarna ein með þennann svip pikkfastann á mér... talandi um að stela af manni kúlinu!!

þriðjudagur, september 06, 2005

magadans...eða súludans?

ég sit oft á kvöldin og hef ekkert að gera og get ekki sofnað, kemst ekki út því að gormurinn er sofnaður, og dagskráin búin í sjónvarpinu, í gær fór ég að labba um íbúðina, kíkti aðeins á netið, og var eitthvað að dúlla mér, svona um og uppúr miðnætti er ekki beint mikið um að vera í kringum húsið mitt, og líklega það síðasta sem fólkið í bílunum sem keyra framhjá er að gera er að fara að horfa innum gluggana...
fólk situr ekki úti í garði á miðnætti...
í gær hundleiddist mér, labbaði inní stofu og fór eitthvað að snúa mér í hringi, ég hef ekki farið í magadansinn í rúman mánuð, svo ég ákvað að rifja aðeins upp "múvin" og byrja að dilla mér þarna eitthvað, á nærbuxunum, eftir smá stund er ég komin í full swing þarna á stofugólfinu, búin að skella disk í tækið og er sko aldeilis að fá útrás fyrir uppsafnaðann pirring síðustu daga, alveg að meika það, og þið vitið, maður er svona alveg í það ýktasta þegar maður er einn heima hjá sér og veit að enginn er að horfa...
veit...
eða heldur...
eftir smá stund er ég orðin þyrst, og fer að ná mér í vatnsglas, og læt vatnið renna í smá stund svo það verði kalt, þarna stend ég við eldhúsvaskinn á naríunum, með puttann undir vatsbununni og lít upp, og sé sjálfa mig speglast í glugganum.. svaka skvísa á ferð sko... nema.. það er einhver hreyfing bakvið spegilmyndina mína, svo ég beygi mig og gretti og reyni að sjá hvað það er, það endar með því að ég slekk ljósið í eldhúsinu til að sjá betur út
getiði hvað, fólkið í húsinu fyrir ofan mig er nýbúið að byggja sér sólpall, yfir hálfa lóðina, er ekki bara búið að koma fyrir borði og stólum og hitasveppi og alles, og þarna sitja einhverjar 4 manneskjur og horfa á mig, og ég í geðshræringu minni hálf skríð inní herbergi til að fara í einhverjar flíkur, ekkert að fatta að fyrst að ég var búin að slökkva ljósið sást ekkert inn lengur, á innsoginu í hláturskasti, heyri ég samt fólkið bakvið skella uppúr, og hvíslast svo eitthvað á, ég sat inní herbergi í smá stund og vonaði að þau hefðu ekkert tekið eftir mér...
ég er hálf farin að dotta stuttu seinna, viss um að þau hafi ekkert séð, þá heyri ég umgang og einhver segir: "jæja, komum okkur inn fyrst strippsýningin er búin"
darn!

föstudagur, september 02, 2005

Eruði með?

skrýtið hvað sumt fólk getur farið í taugarnar á manni...
Ég var að koma úr skólanum, dagur 2 af 12 vikum, þrír og hálfur klukkutími af eðlisfræði, get ekki sagt að ég hafi skilið mikið, þið vitið hvernig það er þegar maður missir þráðinn og þá fer hugurinn að reika og maður heyrir ekki orð í kennaranum fyrr en hann hækkar róminn og endar einhverja svakalega fræðilega rommsu á "Eruði með?" ekki misskilja, kennarinn er fínn, ég hef semsagt hitt tvo af 9 kennurunum mínum, og báðir eru frekar hönkí gaurar, líst vel á þetta sem komið er, nema það í gær eyddi ég alltof löngum tíma í að spá í það hvort að hringurinn sem hann var með væri giftingarhringur eða ekki, gat sjálfri mér um kennt að hafa ekki sest framar, kennarinn í dag var ekki með hring.

allavegana, ég á mér leyndarmál, þegar ég verð reið eða pirruð þá þarf ég alltaf að fara útí sjoppu og kaupa mér nammi, svo sest ég einhversstaðar ein og hakka í mig þangað til að ég er ekki pirruð lengur, akkúrat núna sit ég heima í einu af þessum sykurköstum og næ varla að skrifa hálfa setningu á milli þess sem ég ríf í mig súkkulaði og lakkrís.

það er þessi stelpa í bekknum, greyið byrjaði á að fara í taugarnar á mér fyrir að vera asnalega klædd, mamma átti svona gallabuxur um '87, svona sem ná uppfyrir nafla og ganga langleiðina uppí skoruna á þér, bleikum póló bol og gallajakka í stíl!! svo kom ég auga á skóna hennar, ég hefði ekki einu sinni hætt mér í garðvinnu bakvið hús í svona skóm, ég hefði látið þar við sitja, nema hvað, hún opnaði munninn, heimur minn var hruninn, "ætli það sé of seint að skipta um hóp?" var það eina sem komst að í hausnum á mér, en ég komst að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera önnur svona týpa í hinum bekknum líka, og þar sem giftingar/eða ekki hringur kennarans og frekar skemmtilega útskýrt námsefni náðu að halda athygli minni svona nokkurn veginn gangandi um kvöldið þá tókst mér að spá ekki meira í þessu.

en í kvöld var það eðlisfræði, það heldur ekki athyglinni gangandi í 3 tíma, það fjarlægðist allt og það eina sem ég sá var stelpuskjátan, fyrst dró hún upp handáburð, úr MYLLU BRAUÐPOKA!! kommon! svo bar hún hann á sig svona með handarbökin saman, eins og einhver yfirstéttardama frá 1920! ég heyrði ennþá ekkert í kennaranum, þá fór hún að laga á sér hárið, sko, annaðhvort ertu með hárband eða ekki, þú getur ekki verið með feikað skýluklútshárband, og sett í þig einhverja svaka greiðslu, það kraumaði í mér og ég fylgdist með henni skipta hárinu á sér framm og til baka, kennarinn er ennþá einhverja kílómetra í burtu... "eruði með?" ég leit á töfluna, mynd af flugvél.... ég slakaði á í nokkrar sekúntur og svo opnaði hún munninn, grrr... hún er ein af þessum týpum sem heldur að það að spurja "góðra" spurninga sé að geta rekið kennarann útí horn, svo glottir hún eins og hún hafi unnið svakalegan sigur þegar kennarinn segist bara því miður ekki vera viss... grrr... svo kemur það versta, í hverjum frímínútum stendur hún upp og strýkur á sér rassinn!! hvað meinaru??? ég sit líka á hörðum stól! ekki geng ég um og nudda mig! Kræst!!!

ég er pakksödd, ég er búin að éta burtu pirringinn, afslöppuð eftir allt súkkulaðið, og staðráðin í því að láta stelpuna ekki fara meira í taugarnar á mér. sé það ekki alveg gerast samt, en ég ætla að reyna mitt besta, betur geri ég víst ekki