mánudagur, ágúst 29, 2005

hausinn í sandinn...

ég kom að ná í strumpa klukkan 2 í leikskólann í dag því að hann á að vera styttri daga þar núna þar sem pabbi hans er að fara að taka hann eitthvað (loksins) hann rauk uppað mér um leið og ég kom og dró mig útí sandkassa til að sjá holurnar sem hann og telma sif voru búin að grafa, þvílíkar holur sko, þau voru þvílíkt stolt að þessu erfiðisverki sínu, og stungu skóflunum hvað eftir annað á kaf í sandinn á botninum til að sýna mér hvað þær væru djúpar, þar sem sonur minn er með uppátækjasamari börnum sem finnast, varð hann að gera eitthvað öðruvísi, það er víst einn af genagöllunum í familíunni, þessi staðfasta trú um að þú verðir að gera eitthvað annað en hinir, eitthvað öðruvísi, til að eftir þér sé tekið...
hann hefur ekki sloppið...
tekur hann sig ekki til og stingur hausnum á kaf í sandinn, og segir svo " mamma sjáðu! ég kemst alla leið!!!"

ég nota þessa aðferð mikið... sérstaklega á mánudögum, þá afneita ég helginni og öllum hennar bömmerum, reyndar nota ég hana alla vikuna, í hvert einasta skipti sem að ég tek up veskið og kaupi mér eitthvað með einu litlu hvissi og kvitta fyrir... alltof auðvelt

það er gott að vera þriggja ára, þá getur maður bara bókstaflega stungið hausnum í sandinn, og síðan ekki söguna meir...

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Ofurhetjan

enn einu sinni, sonur minn er furðulegur, hann er búinn að láta eins og brjálæðingur í allan dag, hoppandi á milli sófa hrópandi "ég er ofurhetjaaaa" og í annað hvert skipti koma einhver bardagahljóð eða "búmm búmm" beint á eftir, hann röflar eitthvað samhengislaust um skikkjur og það að berjast við vindinn fyrir mig, ég hef ákveðið að kalla hann badda snæ núna, ég veit ekki hvort hann hefur ómeðvitað ákveðið að ganga í hlutverk snæsins eða hvort við erum að tala um einhvern ættgengan skynvillusjúkdóm... vona að hann sé að taka við af badda samt frekar...

þetta var góð helgi, fyrir utan það að vera fárveik var hún fín, fyrir utan það að hafa misst af öllu, þá meina ég öllu á menningarnæturdagskránni, þurft að labba langar leiðir í mestu ausandi rigningu sem um getur í sögu íslands, og það að hafa verið að keyra fólk heim í 3 tíma, þá var hún góð :)
mí happy!

kallinn minn heitir samt hér með prinsessan á bauninni...

við héldum brilljant quesadillu og seviche partý á laugardaginn, 12 manns í mat, og það sem er enn betra, allir saddir og sáttir... held ég... vona ég...

því miður beraði ég mig ekkert um helgina, terry/prinsessan á bauninni þvertók fyrir að ég færi í flasspilsinu mínu aftur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að segja honum að ég væri búin að sauma það saman, og að það teldist ekki með því að ég djammaði ekkert í því, varla neinn sá mig, en tískuprinsessan tók það ekki í mál, og já ég veit hvað þið viljið segja, hvað er orðið um evu þega hún er farin að láta einhvern kall stjórna því í hvað hún klæðir sig?
ég tek þetta til athugunar...

ég er þreytt, sjúskuð og lasin, en ef að mamma leyfir mér þá set ég inn soldið skemmtilega sögu hér á morgun, málið er bara það að það er ekki mín saga svo ég verð að fá leyfi til að birta hana...

lóa fer í fyrramálið, knús og koss og góða ferð beibí, lafja
tiff

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

flass 2

jæja, smá pása, en nú kemur sagan sem að þið eruð búin að vera að rukka mig um eins og brjálæðingar síðan á sunnudag, sem er skýringin á því af hverju ég heiti tirutona flassari núna.

á laugardaginn síðasta ákváðum við að kíkja út að djamma, vorum fyrst heima hjá mér að gera okkur til en þetta var frekar leim og rólegt svo við ákváðum að fara heim til agnesar þar sem var einhver smá samkoma, ég kata og terry fórum þangað og helltum aðeins í okkur fyrir bæjarferðina, svo förum við nokkur saman í leigubíl niður í bæ og á vegamót, þar kveðjum við terry stelpurnar í smá stund því að við ætluðum að fara uppá 11 að ná í E, og þar sem að agnes er svona frekar eins og húsgagn en gestur á vegamótum þá höfðum við engar áhyggjur af því að komast inn þar eftir smá stund, einhverra hluta vegna tók ég stefnuna uppeftir, guð almáttugur ekki spurja afhverju, ég hef ekki grænan, en þegar við erum búin að labba svona 100 metra koma einhverjar tvær stelpur, og rífa í mig, þær ná varla andanum af hlátri, en tekst samt að stynja uppúr sér að pilsið mitt sé rifið, takk fyrir! þvert yfir rassinn, og ekkert smá gat, mín bara dillandi bossanum útí loftið á laugarveginum eins og ekkert sé, og nota bene, ég var ekki í sokkabuxum né neitt, í einum pínulitlum g streng sem huldi ekki mikið... umorðum þetta, hann huldi ekki neitt!!
við gerðum dauðaleit af einhverjum sem ætti nál og tvinna niðrí miðbæ á laugardagskvöldi, og enduðum á hótel 1919, þar sem að massa næs starfsfólk gaf okkur nál og tvinna og leyfði okkur að sitja þar inni í örugglega hálftíma að sauma pilsið mitt saman, það er annað en ég get sagt um drullu leiðinlega kallinn á hótel borg sem að frussaði útúr sér að það væru fleiri hótel í bænum, halló, mundi maður ekki reyna að hjálpa hálfnakinni manneskjunni?!?!?!
ég get ekki sagt að þetta sé mitt fagmannlegasta verk þessi saumaskapur á pilsinu mínu þegar ég vaknaði á sunnudag og fór að skoða það, en við hverju er að búast af ölvuðum miðbæjarflassara?
eins gott að ég verði ekki kærð
fyrst túttann svo rassinn
næst sleppi ég því bara að klæða mig
skál fyrir því

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Djö!%&helv&/$#andsk!!!!!

það er fluga inni í íbúðinni minni, hún er að gera mig gjörsamlega brjálaða!! í fokking fjóra daga og nætur er helvítis kvikindið búið að vera að gera mig gráhærða!!
það virðist ekkert drepa hana, ég hleyp um allan daginn vopnuð morgunblaði og spænskum risahárspreybrúsa en ég næ ekki bölvaðri druslunni! hún virðist vita þegar ég er að leita af henni, og hlær af mér liggjandi uppí rúmi með moggann upprúllaðan, og svo þegar ég loksins gefst upp og slekk ljósið og ætla að fara að sofa... bzzzz bzzzz þá kemur hún úr leyni, og við erum ekkert að tala um bara rúnt flug um herbergið, heldur kemur vinkonana bara alveg að hausnum á mér, sest á nefið á mér, nei ég er ekki að djóka, eða annarsstaðar á andlitið á mér! ég var að tala við terry í símann og hann var að segja mér eitthvað heví merkilegt þegar ég gargaði eins og fáviti því druslan ætlaði hvorki meira né minna en INNÍ nefið á mér!!!

og bzzz bzzz er búið að halda fyrir mér vöku í þrjár nætur, hún vekur mig á nóttunni þegar hún byrjar að labba á augnlokunum á mér eða á öðrum eins asnalegum stöðum, svo á milli svefns og vöku reyni ég að pakka mér inní sængina þannig að ekkert nema munnurinn standi útfyrir, en auðvitað dreg ég sængina frá um leið og ég sofna aftur, og hvað þá? bzzz bzzz...!

ég held að pabbi sé að stríða mér, týpískt hann! sé hann alveg fyrir mér þar sem hann berst við að halda niðrí sér hlátrinum þar sem hann fylgist með mér engjast um útaf einum litlum fluguskratta!
svona eins og með tíkallinn sem er ennþá límdur með tonnataki á stéttina fyrir framan heima... og hver einasta manneskja sem tekur eftir honum byrjar að plokka og svo sparka og reyna að ná honum upp, ennþá! honum fannst þetta endalaust fyndið...

eða kvöldið sem ég og lena vorum litlar og fengum að gista í tjaldi bakvið hús, og hann skipulagði hrekkinn sinn allt kvöldið, byrjaði á að hræða okkur með krípí sögu um lítil börn sem voru grafin þar sem húsið okkar var byggt, og einu sinni á ári vöknuðu þau og kölluðu á hjálp... svo lagði hann tvær eða þrjár samanteipaðar garðslöngur varlega í gegnum blómabeðin, með trekt teipaða á endann, stakk trektinni undir himininn á tjaldinu og lá svo í svaladyrunum í felum og blés í slönguna af öllum krafti, og getiði hvað, það ýlfraði í trektinni eins og litlum börnum og ég og lena sys og hinar stelpurnar í tjaldinu öskruðum af hræðslu.. en pabbi sat 0g skellihló!!!
týpískt hann!

flugudruslan er í felum núna.... grrrr!!

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

verslunarmannahelgin búin... guði sé lof!!

úff, þetta er ein allra vitlausasta helgi sumarsins! en guði sé lof fyrir að hún er búin núna, segjum þetta bara gott í bili, ekki meira djamm fyrir evu dögg...

ég átti miða á bæði lau og sun á innipúkann, en af sökum mikillar ölvunar á föstudagskvöld og slæææmrar þynnku þar af leiðandi á laugardag, þá seldi ég bara miðann minn á laugardagskvöldið og hélt mig heima hjá litla glæpamanninum mínum.

föstudagskvöldið byrjaði heima hjá m og p, þar sem agla var heima hjá mér að passa strákinn fengum við grænt ljós á að gera okkur til og byrja að sötra útí nesi... þetta byrjaði allt voða rólega en endaði með því á hverfisbarnum að ég gaf einum ónefndum aðila "einn á´ann"..svona uppað því marki sem að ofurölvuð smástelpa getur... og náunginn veigraði sér ekki við að stökkva á stað og ætlaði að ráðast á mig, þar sem áfengi er þekkt fyrir að hafa frekar dómgreindarslævandi áhrif á mann, þá var ég í fullu fjöri á móti... guði sé lof fyrir að dabbi hafði vit fyrir mér, því ekki hafði ég það sjálf... ég vissi ekki hvort ég átti að hlægja eða grenja þegar ég vaknaði með hausverk ársins á lau og þurfti að fara að vinna.. að keyra út á land!!

sunnudagskvöldið fór ég og pikkaði upp vinkonu hópinn útum allan bæ, það var frekar gegnsær hópur af annars svo mjög fallegum kvenmönnum sem byrjaði kvöldið heima hjá mér, eins og hin evan orðaði það víst kvöldið áður, þá var víst ekkert annað að gera en að setja í fimmta gírinn... við gerðum það heldur betur og rétt vorum að lenda þegar blonde redhead kom á sviðið, mjööög góð.. svo stakk ég hópinn af og fór til jósó að drekka með henni, og kom bara aftur á nasa til að sjá trabant, alveg snillingar með eindæmum! á leiðinni þangað lenti ég einu mest niðurlægjandi atriði lífs míns, og svei mér þá ef það er ekki bara of gróft til að láta það á netið, nei nei, látum flakka... þetta er líka baaara fyndið. Elskuleg sandra og reyndar amanda líka þær voru að reka á eftir mér hálft kvöldið á meðan ég var heima hjá jósó, senda mér sms og hringja til skiptis, til að vera vissar um að ég missti ekki af trabant sem var í raun eina ástæðan fyrir að ég keypti mér miða á innipúkann, svo fór sandra að fá sér að borða og ég ákvað að hitta hana niðurfrá, svo þegar ég var loksins búin að koma mér út, sem að þeir sem þekkja mig vita að getur tekið soldinn tíma, hringir sandra einu sinni enn, og ég á harða hlaupum á frekar háum hælum niður brekku, og segji við söndru um leið og ég svara símanum "sandra, sandra, ég er að hlaupa, heyriru ekki í hælunum" um leið og ég mæti einhverjum gæja á leiðinni upp brekkuna sem horfir frekar undarlega á mig, ég bara dró þá ályktun að ég hlyti að vera svona svakaleg skutla þarna á ferð, og sandra sagði mér bara að vera fljót og við kvöddumst, um leið og ég ætla að troða símanum í vasann aftur og lít niður, er þá ekki bara önnur túttan komin út, og við erum ekkert að tala um bara rétt svo, heldur fuuuullt útsýni takk fyrir!! ég gat ekki annað en hlegið, miiikið hlýtur gaurinn að vera að segja þessa sömu sögu rétt í þessu einhversstaðar annarsstaðar!!
takk fyrir mig!