þriðjudagur, ágúst 16, 2005

flass 2

jæja, smá pása, en nú kemur sagan sem að þið eruð búin að vera að rukka mig um eins og brjálæðingar síðan á sunnudag, sem er skýringin á því af hverju ég heiti tirutona flassari núna.

á laugardaginn síðasta ákváðum við að kíkja út að djamma, vorum fyrst heima hjá mér að gera okkur til en þetta var frekar leim og rólegt svo við ákváðum að fara heim til agnesar þar sem var einhver smá samkoma, ég kata og terry fórum þangað og helltum aðeins í okkur fyrir bæjarferðina, svo förum við nokkur saman í leigubíl niður í bæ og á vegamót, þar kveðjum við terry stelpurnar í smá stund því að við ætluðum að fara uppá 11 að ná í E, og þar sem að agnes er svona frekar eins og húsgagn en gestur á vegamótum þá höfðum við engar áhyggjur af því að komast inn þar eftir smá stund, einhverra hluta vegna tók ég stefnuna uppeftir, guð almáttugur ekki spurja afhverju, ég hef ekki grænan, en þegar við erum búin að labba svona 100 metra koma einhverjar tvær stelpur, og rífa í mig, þær ná varla andanum af hlátri, en tekst samt að stynja uppúr sér að pilsið mitt sé rifið, takk fyrir! þvert yfir rassinn, og ekkert smá gat, mín bara dillandi bossanum útí loftið á laugarveginum eins og ekkert sé, og nota bene, ég var ekki í sokkabuxum né neitt, í einum pínulitlum g streng sem huldi ekki mikið... umorðum þetta, hann huldi ekki neitt!!
við gerðum dauðaleit af einhverjum sem ætti nál og tvinna niðrí miðbæ á laugardagskvöldi, og enduðum á hótel 1919, þar sem að massa næs starfsfólk gaf okkur nál og tvinna og leyfði okkur að sitja þar inni í örugglega hálftíma að sauma pilsið mitt saman, það er annað en ég get sagt um drullu leiðinlega kallinn á hótel borg sem að frussaði útúr sér að það væru fleiri hótel í bænum, halló, mundi maður ekki reyna að hjálpa hálfnakinni manneskjunni?!?!?!
ég get ekki sagt að þetta sé mitt fagmannlegasta verk þessi saumaskapur á pilsinu mínu þegar ég vaknaði á sunnudag og fór að skoða það, en við hverju er að búast af ölvuðum miðbæjarflassara?
eins gott að ég verði ekki kærð
fyrst túttann svo rassinn
næst sleppi ég því bara að klæða mig
skál fyrir því

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það mætti halda að eftir að hafa lánað ykkur föt, að þið hefðuð getað bjargað ykkur, en neeei hún eva dögg kemur sér í allt klandur.
þér tækist eitthvað þó þú værir plöstuð við ljósastaur :O
en svona er þetta víst :)

kv.fatalánarinn;) HAH

a.k.a heiða frænka

8:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hversu fyndið hefur þetta verið, omg, verst að hafa misst af þessu !! Þetta er svo hrikalega fyndið ! Hvað þá að vera á staðnum, ég held að það hafi verið hlátur ársins að sjá þig ;-)

12:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhhh.vildi að ég hefði verið aðeins fyrr á ferðinni.....:), en ég er viss um að þú hefur samt verið laaaang flottust...

kv. gamla fæanka ;)

10:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Well okey kannski er thetta bara thad ad eg skuli vera strakur og hafi aldrei gengid i pilsi...

En eg kemst ekki hja thvi ad velta thvi fyrir mer hvernig tokst ther ad rifa pilsid thitt svona svakalega.. er eitthver dulin merking i ordunum "kikja til agnesar" ?

Med von um svar sem fyrst
Thinn astkaeri brodir
kv Bjarni Snaer
World king

2:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oohhh.. þú ert svoo mikill baananii evaa :D týpískt fyrir þig að lenda í einhverju svonaa... ég bara spyr.. hvað næst? hahaha ;)

lof júú ;):**

11:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha:) Eva þú ert engum lík:)

Lafja

Kata

6:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að lesa bloggið þitt, skrifar allavega meira en Lena á sína síðu. Mamma þín sagði mér frá áráttu þinni að bera þig niðrí bæ, og þar sem ég er svolítill perri í mér þá ákvað ég í fyrsta skypti að kíkja á þína síðu. Þar eru líka smá fréttir að systkinum þínum.
Sandra María er í sárum núna hún var á leiðinni til Köben á tónleika með Eminem og svo frestaði hann öllum tónleikunum sínum um Evrópu.
Kveðja frá Sólveigu skáfrænku.

8:02 e.h.  
Blogger eva dögg said...

hehe, já þetta var frekar fyndið, allt er þá þrennt er, fólk bíður spennt eftir að fá að vita hvað ég bera næst í bænum, ætli það verði ekki eitthvað öflugt á menningarnótt? hafiði augun opin, allavegana vitiði hver það er ef þið heyrið af einhverri strípigellu hlaupandi niður laugaveginn...

bd, ekki spurja, ég bara botna þetta ekki!

ásta... ég var hoooot!

heiða, ég hefði átt að fara í þínum fötum!!

jósó, u´ll be there nex time ;)

elskikkur öll

flassarinn

10:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home