fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Djö!%&helv&/$#andsk!!!!!

það er fluga inni í íbúðinni minni, hún er að gera mig gjörsamlega brjálaða!! í fokking fjóra daga og nætur er helvítis kvikindið búið að vera að gera mig gráhærða!!
það virðist ekkert drepa hana, ég hleyp um allan daginn vopnuð morgunblaði og spænskum risahárspreybrúsa en ég næ ekki bölvaðri druslunni! hún virðist vita þegar ég er að leita af henni, og hlær af mér liggjandi uppí rúmi með moggann upprúllaðan, og svo þegar ég loksins gefst upp og slekk ljósið og ætla að fara að sofa... bzzzz bzzzz þá kemur hún úr leyni, og við erum ekkert að tala um bara rúnt flug um herbergið, heldur kemur vinkonana bara alveg að hausnum á mér, sest á nefið á mér, nei ég er ekki að djóka, eða annarsstaðar á andlitið á mér! ég var að tala við terry í símann og hann var að segja mér eitthvað heví merkilegt þegar ég gargaði eins og fáviti því druslan ætlaði hvorki meira né minna en INNÍ nefið á mér!!!

og bzzz bzzz er búið að halda fyrir mér vöku í þrjár nætur, hún vekur mig á nóttunni þegar hún byrjar að labba á augnlokunum á mér eða á öðrum eins asnalegum stöðum, svo á milli svefns og vöku reyni ég að pakka mér inní sængina þannig að ekkert nema munnurinn standi útfyrir, en auðvitað dreg ég sængina frá um leið og ég sofna aftur, og hvað þá? bzzz bzzz...!

ég held að pabbi sé að stríða mér, týpískt hann! sé hann alveg fyrir mér þar sem hann berst við að halda niðrí sér hlátrinum þar sem hann fylgist með mér engjast um útaf einum litlum fluguskratta!
svona eins og með tíkallinn sem er ennþá límdur með tonnataki á stéttina fyrir framan heima... og hver einasta manneskja sem tekur eftir honum byrjar að plokka og svo sparka og reyna að ná honum upp, ennþá! honum fannst þetta endalaust fyndið...

eða kvöldið sem ég og lena vorum litlar og fengum að gista í tjaldi bakvið hús, og hann skipulagði hrekkinn sinn allt kvöldið, byrjaði á að hræða okkur með krípí sögu um lítil börn sem voru grafin þar sem húsið okkar var byggt, og einu sinni á ári vöknuðu þau og kölluðu á hjálp... svo lagði hann tvær eða þrjár samanteipaðar garðslöngur varlega í gegnum blómabeðin, með trekt teipaða á endann, stakk trektinni undir himininn á tjaldinu og lá svo í svaladyrunum í felum og blés í slönguna af öllum krafti, og getiði hvað, það ýlfraði í trektinni eins og litlum börnum og ég og lena sys og hinar stelpurnar í tjaldinu öskruðum af hræðslu.. en pabbi sat 0g skellihló!!!
týpískt hann!

flugudruslan er í felum núna.... grrrr!!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Haha já hann var algjör grallari. Enda stofnuðum við Grallaragellurnar í dúkkuhúsinu fyrir mörgum árum vegna ýmissa hugmynda frá pabba þínum um prakkarastrik. Já og við héldum fundi og fórum í leiðangra...haha svaka stuð hjá okkur. Hann Bjarni hafði sko húmor :-)

8:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Well eg var eiginlega ad velta thessu fyrir mer hvadan ad eg hefdi thetta.. eyddi sidustu nott i thad ad vera einungis klaeddur i handklaedi sem hekk a mer med safety pins, ganga um og segja "Im Spartakus" eda tha "ego Spartakus sum"

12:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha.. fyrst þið talið um húmorinn í honum, ég gleymi aldrei þegar ég kom inn í húsið í fyrsta skipti með badda, og heilsaði Bjarna.. og hann vissi að við værum 3, en addi var útí bíl. Og svo segir Bjarni: "Hvar er þriðji strákurinn ? þorir hann ekki að koma inn ? er greyið sona helvíti ljótt eða ?" .. ég ætlaði ekki að hætta að hlæja =)

11:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home