fimmtudagur, júlí 28, 2005

Brill

Það er búið að vera fjör á bænum í dag, verslunarmannahelgin að koma og svona, síðan mín búin að fá massa auglýsingu... hehe
aldrei datt mér til hugar að það væri einhver að lesa bloggið mitt, hingað til hafa mosh og lena verið svo gott sem þau einu sem fara reglulega inná þetta, og svo vinkonur mínar ef ég læt þær vita að ég sé búin að skrifa eitthvað sem að mér finnst á mínum furðulega húmor vera fyndið. það er nákvæmlega það sem gerðist í dag, ég skrifaði í gærkvöldi skemmtilega sögu um hvað gerðist hjá mér síðustu daga.. eða nánar tiltekið um síðustu helgi, ég var sallaróleg að borða með max og luke og viktori orra á kínverskum stað í hafnarfirðinum þegar síminn byrjar að hringja, heyrðu, þá var eitthvað fólk útí bæ búið að ramba inná síðuna mína, sem þekkti mann sem þekkti mann, og alltíeinu eru allir fokvondir! hýjenurnar úr sögunni hérna fyrir neðan að missa sig og búnar að gera risa link á síðuna sína yfir á mig, fröken tirutonu! merkilegt hehe,
þetta var nú allt í góðu gamni, aðallega ætlað til að skemmta mér og fjarstöddum systkinum mínum, en þegar ég kommentaði eitthvað um það á síðuna þeirra þá var það þurrkað út jafnóðum, það má sko ekki sjást að það standi ekki allir með hýjenunum! sömuleiðis hvarf allt út sem sagði eitthvað of náið þeim, eða beisikklí allt sem þær kölluðu skítkast á sig, með öðrum orðum hljómaði ekki eins og þær væru saklausar prinsessur og við hinar eins og gellur með overload af sjálfstrausti og allt sem lét mig ekki hljóma eins og vænissjúka kónguló, hehe, svo þegar þær eru búnar að laga til í kommentunum sínum, þá lítur þetta voða skemmtilega út..
Gaman að þessu
hefði samt verið skemmtilegra að sjá þessi komment þróast eðlilega...

Allavegana, litli skæruliðinn minn er að syngja nasty boy með trabant og taka hýðið utan af mandarínu fyrir framan ruslatunnuna, svo hendir hann hverjum einasta bút af hýðinu beint í ruslið og talar við það og kveður um leið... sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, ég skildi aldrei hvað pabbi var að tala um þegar hann kallaði okkur hálfklikkaða familíu og hló, við erum miklu meira en hálfklikkuð, nú missti hann mandarínuna í ruslið og er að bjarga henni uppúr með tilheyrandi slysa hljóðum, gangandi brandari barnið
hehe
jæja, ég er farin að sofa, þarf að mæta eldsnemma í vinnuna á morgun og er úrvinda eftir skemmtun dagsins ;)
sjáumst á innipúkanum um helgina pæjur

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Haha sultur ;p

Eg sakna orra, ef ad eg bara gaeti haft hann med mer hvert sem ad eg faeri... tha myndi folk haett ad kalla mig gedveikan :)

3:00 f.h.  
Blogger eva dögg said...

hvað gerir þú svona rétt til að fólk kalli þig geðveikan? ég reyni og reyni en fólki dettur allt annað í hug en geðveik!
kannski það sé vegna þess að ég hef viktor orra með mér hvert sem ég fer :)

11:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Well ef ad eg vissi afhverju ad folk segjir svona hluti vid mig tha thyrfti eg ekkert viktor orra ;D

12:26 e.h.  
Blogger eva dögg said...

hehe, lena, þú veist að ef það væru gefnar út doktorsgráður í að búa til læti, þá væri ég með hana, og heiðursorður og allt!

9:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home