sunnudagur, maí 29, 2005

SMELLA??
Sonur minn er undrabarn, ég verð vissari og vissari um það með hverjum deginum, núna rétt áðan var hann að sjá auglýsinguna frá Dominos í sjónvarpinu, þessa þarna með tölvuteiknaða gaurnum sem dillar rassinum og syngur megavika megavika, byrjar ekki dúddinn að dilla sér á fullu, syngja og SMELLA FINGRUM!!!! með þessum líka fína smelli, ég held að ég hafir verið orðin 6 eða 7 ára þegar ég lærði að smella, og ég lærði það eftir miklar og strangar æfingar í garðinum heima eitt sumarið, en nei, herra Viktor Orri bara smellir og smellir, og ég stóð bara á gati og spurði hann um þetta, "kanntu að smella fingrum Viktor Orri?" "jámm eins og Patrik" efég hefði þennan metnað að bara gera eitt og annað sem ég sé einhvern annan gera og mér finnst kúl, þá væri heimurinn sko ekki eins og hann er!!
Svo varð ég lítil í gær, einu sinni var ég að deita gaur, ameríkana, sem ég hristi svo hrottalega af mér að ef ég væri hann þá hefði ég aldrei talað við mig aftur, og helst tekið sveig frammhjá kópavogi á leiðinni niðrí rvik, en ég fór út á smá djamm í gær, Max átti afmæli og vildi gera eitthvað smátterí, svo við fórum heim til Gabríels þar sem var smá partý (við nefnum engin nöfn en það voru þarna viss andlit sem voru ekkert voðalega hamingjusöm að sjá mig)
en allavegana svo fórum ég og Lena og Max og Borgar niður í bæ, og þar sem við erum ekkert voðalega lík öll þá gátum við ekki ákveðið hvert við ættum að fara, getiði hvað, endum á Opus
sem var reyndar alveg massa gaman, og þar pikkar þessi svaka tuddi í mig, og bara hæ Eva, ég sem var alveg búin að vera að meika það þarna á dansgólfinu, fraus og skrapp saman um einhverja tíu sentimetra, þakkaði bara guði fyrir að ég var á hælum, var ekki Jesse mættur, mig minnti ekki að hann væri svona sætur, ég bara roðnaði og svitnaði til skiptis því þvílíkt fífl sem maðurinn hlýtur að álíta mig miðað við hvernig ég var við hann á sínum tíma, stamaði upp einhverjum orðum og kvaddi svo... frekar hallærisleg :S

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehe vardstu litil ;p ;D ja va viktor orri.. eg sakna hans alveg slatta.. eg gaeti pottthett sett hann i bur herna, breytt handklaedi yfir thad og sidan latid folk borga 1000yenfyrir ad sja hann i 10sec.. og sidan 15000 fyrir ad fa ad snerta harid a honum.... eg laerdi ad smella fingrum thegar ad eg var.. .. 16 ara tha for ad koma svona thh thegar ad eg rendi theim saman er loksins farinn ad na thvi fyrst nuna eftir 6manada hardar aefingar ad gera svona smell hljod med vinstri hendi :D

11:13 f.h.  
Blogger eva dögg said...

nú skiluru af hverju ég fer út að djamma með max, ég get sungið og dansað eins og ég vil og vitað að ég er ekki verst í því, því max er allataf einhversstaðar nálægt, hehe, hann er samt alveg roooosalega góður í að drekka miiikið!

2:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það var laaaglegt viktor orri ;>
ég vissi það, en þetta er svosem ættgengt :D
það varð alveg deginum ljósara þegar hann skreið inní heiminn að hann yrði sko ekki frábrugðinn fjölskyldunni =)
en ég verð að segja að hann hefur þetta pottþétt frá mömmunni, hvort sem hún lærði að smella 6 eða 16 ára, þetta er bara svo fjölhæft og hæfileikaríkt fólk og geta bara það sem þau ætla sér ;:*

elska ykkur snúllurnar mínar

kv.heiða

5:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nei sko eg laerdi ekki ad smella fyrr en sextan ara af laeknisfraedilegum astaedum.. eftir ad hafa klifrad eins mikid i trjam og eg gerdi tha byrjudu fingurnir a mer ad throa ser frabugdid vaxtamunstur thannig ad thad var ekki fyrr en eftir ad eg braut visifingur a vinstri hendinni sem ad eg for ad geta smellt.. sem gerdist thegar ad eg var 13 ara og eg byrjadi ad smella thegar ad eg var 16 ara thannig ad eg og viktor eiginlega bara jafnir...

10:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

smella hvað - ég kann það varla, ætli það detti ekki í sama kassa og það að flauta, kann það ekki heldur - það heyrist bara eitthvað sorglega eymdarlegt pffft hljóð og fólk horfir skringilega á mig... hm, reyndar horfir fólk alltaf skringilega á mig... I wonder why...
bkv
Kiskis

4:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home