sunnudagur, desember 12, 2004

Þreytt :( kannski eftir að berjast svona mikið

hvað er málið með það að því meira sem maður sefur því þreyttari verður maður? ég ætlaði að vera ofboðslega samviskusöm núna um helgina og fór ekkert út, bara heima að hvíla mig og sinna orminum mínum og safna orku fyrir næstu viku, nú er kominn sunnudagur og ég held að það hafi sjaldan verið eins erfitt að draga rassinn á mér frammúr rúminu! mig langaði ekkert eins mikið og að sofa lengur, samt var ég sofnuð fyrir miðnætti í gær og í fyrradag, og ég vaknaði ekki fyrr en um tíu í morgun, valeria var ekki komin heim eftir djammið, verð að segja það að ég var voða glöð, fínt að fá að vera í friði smá... kannski ljótt að segja það, en ég er líka bara soldið ljót...
Herra Viktor Orri er ennþá að takast á við nýju aukavinnuna hennar mömmu sinnar, ég er margbúin að reyna að segja honum að ég sé að bera út póstinn, en allur leikskólinn tekur á móti mér sem hetju á hverjum degi því Viktor Orri fullyrðir að mamma hans berjist við póstinn allan daginn, svo bakar hún kökur! verður það nokkuð betra? mamma sem er bardagahetja og bakar muffins!!



2 Comments:

Blogger arna said...

hæ.. ég kannast við þetta að sofa of mikið.. hef einmitt gert mikið af því undanfarið í prófunum því það leið svo langt á milli þeirra..
er svo ekki djamm á laugardag? :)

1:11 f.h.  
Blogger eva dögg said...

jújújú, eða... föstudag skilst mér að það sé núna!! loksins we will be reunited!!!

9:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home