miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Helvítis einokunarfyrirtæki!!
Inga Þyrí var eitthvað að nöldra un að ég bloggaði ekki nóg... maður þarf nú að hafa eitthvað að tala um, það er ekkert að gerast núna sem er í frásögur færandi, nema það að ég er að fara út í janúar, alveg ákveðið, búin að kaupa miðann og alles, sem þýðir það að ég þurfti að kljást við flugleiðir og allt sem þeim fylgir...
Ég ætla að drita á vildarklúbbinn!
Ég skráði mig í hann árið 2001, þá var ég á leiðinni til florida með Val, og við skráðum okkur bæði, samkvæmt reglunum þá á maður að fá kortið sent eftir að maður kemur heim úr fyrstu ferðinni sem er skráð á kortið, við komum heim en fengum engin kort, ég pældi svosem ekkert mikið í því þá, því maður er yfirleitt það blankur í langan tíma eftir góðar utanlandsferðir að maður er ekkert á leiðinni út meira á næstunni, sérstaklega ef maður hefur tekið gott verslunartripp í ameríkunni... síðan þá er ég búin að fara 3 sinnum til ameríku, og er að fara núna aftur, svo ég fór að spurjast fyrir um kortið mitt því nú var verið að selja ferðir á eingöngu punktum, en þá var ég aldrei skráð í klúbbinn fyrr en í janúar á þessu ári, fyrir utan það að ég hef ekki nokkra hugmynd um það hver skráði mig!!! því ég skráði mig vorið 2001, engir punktar inná kortinu að sjálfsögðu og sorrý stína, eina sem var möguleiki á að laga var ferðin sem ég fór síðast, ef ég á ljósrit af farseðlinum mínum, "já, ekkert mál frú stúpid vildarklúbbskona, ég nefninlega tek alltaf farseðlana mína og ljósrita þá áður en ég fer til útlanda og geymi svo afritið í nokkur ár!!" hvaðan koma svona reglur?? mér er sko spurn, ég var massa pirruð, en skemmtilegu konurnar hjá mastercard sem gáfu mér 9000 kall björguðu samt deginum mínum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sko... Fyrst neitarðu að blogga í lengri lengri tíma og svo loks þegar þú bloggar geristu svo djörf að vitna í mig...veit ekki hvar þú fannst þennan kjark en ekki nóg með það...Þú settir stafsetningarvillu í nafnið mitt, ég er við það að fá tilfelli og þarf að setjast niður til að ná andanum...Gjörsamlega ekki boðlegt...ÉG HEITI INGA ÞYRI EKKI INGA ÞYRÍ... og mundu það... og hananú...

11:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home