miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Þú ert ljót!
Viktor orri er náttúrulega gangandi brandari, þó ég sé stundum í miklum vafa hvernig ég á að taka því sem hann segir, auðvitað verð ég voða glöð og ákveð að hann hafi fullan skilning á því sem ég er að segja þegar að hann segist elska mig og allt svona, finnst hann voða klár að vera orðinn svona mikill sjarmur þó hann sé ekki eldri, en svo koma hlutir inná milli sem að ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við, eins og um daginn vorum ég og max og viktor orri að borða pizzu hérna heima, viktor orri var ekkert alveg á því að sitja og éta þegar það var svona skemmtilegur gestur í heimsókn eins og max, og var á einhverju vappi, ég sat í sófanum og gæddi mér á pepperoni pizzu, og tókst rétt svo að útiloka tilhugsunina um æfingarnar sem ég þyrfti að gera daginn eftir, jæja, alltíeinu þagnar viktor orri alveg, labbar beint til mín alveg heví alvarlegur á svipinn, horfir beint á mig allan tíman, og segir svo með vandlætingartón: "þú ert ljót"!!!!
ég og max gjörsamlega frusum, svo byrjaði max að berjast við að halda pizzunni uppí sér, ég hélt í nokkrar sekúndur að hún kæmi útum nefið, hann var sprunginn úr hlátri á meðan ég var bara ennþá að ákveða hvort ég ætti að hlægja eða gráta, þetta var víst soldið fyndið, allavegana öskruðum við úr hlátri eftirá, en ég hugga mig við það að hann sé bara tveggja og viti ekkert um hvað hann er að tala ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home