sunnudagur, júní 05, 2005

Týpískt ég!
ég hélt uppá afmælið hans viktors orra (og mömmu) á laugardaginn, loksins, og tók ekki við mér fyrr en á föstudagsmorgunn að fara að undirbúa, bara svona eins og ég er, það þarf alltaf allt að vera á deadlineinu til að maður komi einhverju í verk, svo að ég blikkaði ingu rún, sem var sú eina sem var einhver séns á að fá til að hjálpa mér að baka og hún var massa dugleg, hún var með mér meira og minna í 15 klukkutíma í eldhúsinu!!! tusund tak luv
allavegana, þá ákvað ég, til að vera viss um að þetta væri ekki of einfalt að gera sörur, sem btw eru þvílíkt erfiðar og óóógeðslega tímafrekar, og... ég var alveg á milljón og sautján að gera krem á þær, búin að þeyta hvorki meira né minna en 12 eggjarauður, sjóða saman sykur og vatn og búa til sýróp, rétt búin að hella því útí rauðurnar og þá kom að smjörinu, það er brotinn teinn á hrærivélinni, smjörið lenti akkúrat á honum, losaði teininn og þeyttist hring eftir hring í skálinni, og mokaði um leið eggja og sýrópsblöndunni uppúr skálinni, og þar sem mín ósjálfráðu viðbrögð voru ekki beinlínis að stökkva inn í bununa komst tég ekki að skálinni til að slökkva á henni fyrr en að það var allt komið útum allt! bókstaflega! roarr! tólf eggjarauður farnar til spillis, svo ég þurfti að taka aðrar tólf til að gera kremið, þeas þegar ég var búin að vera að þrífa í hálftíma til að actually komast inn í eldhúsið aftur, þannig að ég sat uppi með 24 eggjahvítur!!
hvað gerir maður við 24 eggjahvítur? bakar meira...? ekki í bili!
ætli það sé ekki eitthvað svona sem hefur gerst fyrir þann sem fattaði uppá orðatiltækinu að baka vandræði?
(það er mynd af þessu í albúminu afmæli viktors orra á www.fotki.com/tirutona )

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eva Dogg! audvitad bakaru meira, getur ekki latir 24 eggja hvitur fara til spillis, thu bakar kokurnar og eg skal sja um ad senda hjolla til thin til ad eta thaer fyrir mina hond thar sem ad.. eins freistandi og thad er tha nenni eg ekki ad ferdast i heilan solarhring fyrir eina koku.. freistadu min.. ;P

10:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hm....
ætli ég sé þá ekki bara heppin að vera svona blessunarlega laus við allann bökunartalent... þetta er svo mikil vinna ma´r! frábærlega vel heppnað samt, VO má vera vel kátur!
og vei þeim sem misstu af þessu - you KNOW what you missed!
leiter
lena

8:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Get ekki sagt annad en ad eg se sammal ther lena, reyndar tha hef eg aldrei reynt haefileika mina i eldhusinu... vegna thess ad eg er ekki algjor faviti og veit hvad gerist thegar ad thu blandar mer saman vid slatta af hraefni oddhvossum hlutum og hita... visindamenn telja ad thad hafi somu afleidingar og ad tosa pinnann ur handsprengju og sleppa henni.. en eg veit betur..

kv mosh

7:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

VERTU DUGLEG AÐ SKRIFA Í SUMAR! Ég er alveg einangruð hérna og vinn bara og vinn, reyndar alls ekki leiðinlegt en tölvan mín er að klikka og önnur afþreying í lágmarki :(

10:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home