þriðjudagur, ágúst 02, 2005

verslunarmannahelgin búin... guði sé lof!!

úff, þetta er ein allra vitlausasta helgi sumarsins! en guði sé lof fyrir að hún er búin núna, segjum þetta bara gott í bili, ekki meira djamm fyrir evu dögg...

ég átti miða á bæði lau og sun á innipúkann, en af sökum mikillar ölvunar á föstudagskvöld og slæææmrar þynnku þar af leiðandi á laugardag, þá seldi ég bara miðann minn á laugardagskvöldið og hélt mig heima hjá litla glæpamanninum mínum.

föstudagskvöldið byrjaði heima hjá m og p, þar sem agla var heima hjá mér að passa strákinn fengum við grænt ljós á að gera okkur til og byrja að sötra útí nesi... þetta byrjaði allt voða rólega en endaði með því á hverfisbarnum að ég gaf einum ónefndum aðila "einn á´ann"..svona uppað því marki sem að ofurölvuð smástelpa getur... og náunginn veigraði sér ekki við að stökkva á stað og ætlaði að ráðast á mig, þar sem áfengi er þekkt fyrir að hafa frekar dómgreindarslævandi áhrif á mann, þá var ég í fullu fjöri á móti... guði sé lof fyrir að dabbi hafði vit fyrir mér, því ekki hafði ég það sjálf... ég vissi ekki hvort ég átti að hlægja eða grenja þegar ég vaknaði með hausverk ársins á lau og þurfti að fara að vinna.. að keyra út á land!!

sunnudagskvöldið fór ég og pikkaði upp vinkonu hópinn útum allan bæ, það var frekar gegnsær hópur af annars svo mjög fallegum kvenmönnum sem byrjaði kvöldið heima hjá mér, eins og hin evan orðaði það víst kvöldið áður, þá var víst ekkert annað að gera en að setja í fimmta gírinn... við gerðum það heldur betur og rétt vorum að lenda þegar blonde redhead kom á sviðið, mjööög góð.. svo stakk ég hópinn af og fór til jósó að drekka með henni, og kom bara aftur á nasa til að sjá trabant, alveg snillingar með eindæmum! á leiðinni þangað lenti ég einu mest niðurlægjandi atriði lífs míns, og svei mér þá ef það er ekki bara of gróft til að láta það á netið, nei nei, látum flakka... þetta er líka baaara fyndið. Elskuleg sandra og reyndar amanda líka þær voru að reka á eftir mér hálft kvöldið á meðan ég var heima hjá jósó, senda mér sms og hringja til skiptis, til að vera vissar um að ég missti ekki af trabant sem var í raun eina ástæðan fyrir að ég keypti mér miða á innipúkann, svo fór sandra að fá sér að borða og ég ákvað að hitta hana niðurfrá, svo þegar ég var loksins búin að koma mér út, sem að þeir sem þekkja mig vita að getur tekið soldinn tíma, hringir sandra einu sinni enn, og ég á harða hlaupum á frekar háum hælum niður brekku, og segji við söndru um leið og ég svara símanum "sandra, sandra, ég er að hlaupa, heyriru ekki í hælunum" um leið og ég mæti einhverjum gæja á leiðinni upp brekkuna sem horfir frekar undarlega á mig, ég bara dró þá ályktun að ég hlyti að vera svona svakaleg skutla þarna á ferð, og sandra sagði mér bara að vera fljót og við kvöddumst, um leið og ég ætla að troða símanum í vasann aftur og lít niður, er þá ekki bara önnur túttan komin út, og við erum ekkert að tala um bara rétt svo, heldur fuuuullt útsýni takk fyrir!! ég gat ekki annað en hlegið, miiikið hlýtur gaurinn að vera að segja þessa sömu sögu rétt í þessu einhversstaðar annarsstaðar!!
takk fyrir mig!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir frábæra helgi vinkona og ójá Trabant voru klikkaðir. Alveg brilliant helgi í alla staði, hehe fyndið með brjósta söguna:)
Amanda

5:19 e.h.  
Blogger eva dögg said...

híhí, já.. ég á það víst til að skandalisera stundum :s

vissiru að gellurnar á hinni síðunni misstu sig yfir að ég skildi kalla vinkonuhópinn okkar fallegan?
það er alveg ekki nokkru lagi líkt hvað þær eru viðkvæmar fyrir okkur!!
alveg snilld...
luvs

5:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já sona er þetta rauðhærða fólk..

5:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha fyndið með túttuna, en bara fyndið :-) Lenda ekki allri í einhverju niðurlægjandi af og til... hehe En takk fyrir kvöldið sæta, það var rosa gaman hjá okkur..vúhú

8:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home