sunnudagur, desember 12, 2004

Þreytt :( kannski eftir að berjast svona mikið

hvað er málið með það að því meira sem maður sefur því þreyttari verður maður? ég ætlaði að vera ofboðslega samviskusöm núna um helgina og fór ekkert út, bara heima að hvíla mig og sinna orminum mínum og safna orku fyrir næstu viku, nú er kominn sunnudagur og ég held að það hafi sjaldan verið eins erfitt að draga rassinn á mér frammúr rúminu! mig langaði ekkert eins mikið og að sofa lengur, samt var ég sofnuð fyrir miðnætti í gær og í fyrradag, og ég vaknaði ekki fyrr en um tíu í morgun, valeria var ekki komin heim eftir djammið, verð að segja það að ég var voða glöð, fínt að fá að vera í friði smá... kannski ljótt að segja það, en ég er líka bara soldið ljót...
Herra Viktor Orri er ennþá að takast á við nýju aukavinnuna hennar mömmu sinnar, ég er margbúin að reyna að segja honum að ég sé að bera út póstinn, en allur leikskólinn tekur á móti mér sem hetju á hverjum degi því Viktor Orri fullyrðir að mamma hans berjist við póstinn allan daginn, svo bakar hún kökur! verður það nokkuð betra? mamma sem er bardagahetja og bakar muffins!!



fimmtudagur, desember 02, 2004

LJÓÓÓSKA!!!

Aah, ég vann ljóskutitilinn í ár, ég held virkilega að það sé fátt sem slær út svona asnaskap! ég er búin að vera að vinna uppá stöð síðustu daga, bara taka vaktir sem hafa fallið til, fínt að fá smá pening, nema hvað, í gær kemur strákur inn, frekar myndarlegur, grannur, og ég labba að honum til að afgreiða hann, nema mér finnst ég eitthvað kannast við hann, og er svona mitt á milli þess að brosa og ekki brosa nokkrum sinnum, þangað til hann segir "ætlaru að afgreiða mig eða að hlægja að mér?" ég bara "eeehhh, á ég ekki að kannast eitthvað við þig?" hann segir frekar hissa að það hafi hann ekki hugmynd um, svo ég spyr hann hvað hann heiti, Jói, ég leit á hendina á honum, og sá risa tattú, það fór ekki á milli mála, þetta var Jói U2, reyndar búinn að láta fela u2 tattúið sitt með einhverju tribali, en þetta var samt hann, ég brosti útað eyrum enda ekki búin að sjá hann í mörg ár, "þekkiru mig ekki???" sagði ég með mínum ég-er-aftur-orðin-fimmtán-ára-tón, hann hafði ekki grænan, "ég er Eva" og af einhverri undarlegri ástæðu veifaði ég framan í hann hendinni eins og hann mundi líka þekkja mig aftur á tattúinu mínu sem ég er með á sama stað og hann var með u2 merkið, sem ég valdi þennan stað því mér fannst Jói svo kúl, ekki eins og hann hafi nokkurntíman vitað það! hann virtist samt eitthvað vera að kveikja á perunni, alveg óháð tattúinu, og heilsaði mér og brosti, ég rétt spjallaði við hann og komst að því að hann væri orðinn edrú, en síðast þegar ég vissi af honum var hann á kafi í dópi, svo segir hann að það sé verið að ná í hann og labbar að dyrunum, og ég fer að afgreiða, Herdís sem vinnur þarna líka er í lúgunni og spyr mig hvað gaurinn inni heiti, og við förum að tala um hann, því hún þekkti hann víst líka, og var að tala um að hann væri hættur í dópinu en væri svo rosalega skemmdur greyið, ég segi henni að þetta hafi verið besti vinur minn einu sinni, hann næstum bjó heima hjá okkur útí nesi um tíma, borðaði alltaf hjá okkur, ásamt hella vini okkar, þeir voru oftast mættir áður en ég kom heim úr skólanum og voru að spila borðtennis eða tala við pabba þegar ég kom, ég krúnurakaði þá báða í hverjum mánuði, og ég veit ekki hvað og hvað. Svo fór ég til Ecuador, og þeir í dóp. Þetta ræddum við fram og til baka í lúgunni ég og Herdís, og þá staðreind að hann þekkti mig ekki aftur, nema hvað, eftir smá stund þurfti ég að fara í bensínkassan, er að slá eitthvað inn, og þá heyrist "þetta var nú líka besta klipping sem ég hef fengið" var hann ekki þarna ennþá, búinn að heyra allt, ég bara eeehhh... ég hélt þú værir fariiin.... hann var þarna í hálftíma í viðbót að bíða eftir að vera sóttur, ég hef sjaldan á ævinni verið eins vandræðaleg, í langan tíma í einu, ég gerði allt vitlaust, ég gjörsamlega fór á taugum, ekki skemmtilegir endurfundir, en sem betur fer tókst mér að gera nokkuð lítið úr þessu og fór bara að spjalla við hann um annað, hann virtist ekkert vera neitt alvarlega móðgaður, sem betur fer.
Skilaboð dagsins: lítið í kringum ykkur
Lexían mín: hættu að tala