þriðjudagur, febrúar 13, 2007

framhaldsþættir og íþróttaálfar

sko, ég er sjónvarpssjúklingur, þar sem ég hef orðið að sætta mig við þann bitra veruleika síðastliðin ár að vera ekki smástelpa sem ræð mér sjálf og má hlaupa út að leika hvenar sem ég vil, þá hef ég bundist sjónvarpinu órjúfanlegum böndum, ég á í opinberum ástarsamböndum við skjá einn, skjá einn plús, stöð tvö og stöð tvö plús! ég skipti kvöldunum mínum bróðurlega á milli þeirra allra; sko, ef ég horfi á oc á skjá einum, þá hef ég tíma til að hlaupa upp þegar það er búið og skipta yfir á stöð tvö plús, þá næ ég grey´s anatomy sem er akkúrat búið þegar csi byrjar á skjá einum...
svona get ég þulið upp alla vikuna
svo er það tölvan, ég er búin að horfa á alla seríuna af dexter, allt sem er komið út af heroes, prison break og phsych, og það sem ég er að undra mig á akkúrat núna, er þessi furðulega ánægja sem maður fær útúr sjónvarpsglápi, á svona spennandi framhaldsþætti, sem að skilja mann eftir öskureiðan eftir hvern einasta þátt, því að það var "akkúrat" að fara að gerast eitthvað massa spennandi!!!! ég meina, hvernig dettur þeim í hug að enda þættina á svona spennandi stöðum, sjónvarp flokkast undir "entertainment" ekki satt, af hverju er ég þá alltaf "annoyed" yfir að fá ekki að sjá bara ca. 15 sek í viðbót????
grr
svo er það íþróttaálfurinn
á öld útlitsdýrkunar og heilsufaraldurs sem herjar á vestræna kvenmenn kom íþróttaálfurinn.
strumpurinn minn er fjögra ára, eða fjögra og hálfs fullyrðir hann reyndar, hann á mömmu sem tilbiður skyndibitamat og predikar gegn öllu sem heitir megrun eða "ég-get-ekki-farið-út-svona-ég-gæti-hitt-einhvern-syndrome", sem skilur ekki af hverju það er alltaf lítil skeið í rjómaskálinni þegar maður fær sér pönnukökur, og finnst ekkert betra en rjóminn og sykurinn þegar maður er búinn með jarðaberin... mmmm
þá sat hann við matarborðið í gær og dró upp bolinn sinn og spurði mig afhverju hann væri svona feitur, ég strauk á honum bumbuna og sagði við hann að hann væri með æðislega barnabumbu, og að börn ættu að vera með smá bumbu svo að allir viti að þau fái nóg að borða (drengurinn er nota bene ekki með örðu af fitu á sér). svo í dag var ég að segja honum að enskuskólinn byrji í næstu viku, og einhverra hluta vegna mundi hann eftir að ég og mamma vorum að tala um að það væri íþróttanámskeið á sama tíma, og hann spurði mig hvort að hann mætti fara á það líka, en ég sagði honum að þar sem það væri á sama tíma þá yrði maður að velja annað hvort, það kom örstutt þögn og hann lyfti upp bolnum sínum og horfði á magann á sér og sagði "mamma, ég held ég velji íþróttanámskeiðið frekar svo að ég geti lært að gera svona æfingar til að fá maga með svona línum eins og íþróttaálfurinn"!!!