mánudagur, október 22, 2007

RASISM OR REALISM??

þegar ég blogga ekki í langan tíma þýðir það beisikklí að ég djammi ekki, sem ég geri líka sárasjaldan...
en nú fór ég út, ég veit það er mánudagur, en ég er rétt að ná áttum í dag, gærdagurinn fór í þynnku.

ég er þeim leiða galla búin að vera alltaf korteri á undan sjálfri mér, það segir ásta frænka allavegana, flýttu þér hægt, slakaðu á, bíddu aðeins og fleira í þeim dúr er eitthvað sem ég hef oooft fengi að heyra um ævina.

andskotinn hafi það hvað maður getur drukkið mikið á korteri!!

á laugardaginn var ég að bömmerast yfir því að ég ætti ekkert til að fara í, búin að bæta á mig nokkrum kílóum sem ég hef reynt að afneita með því að segja að ég sé bara að fá sterkari rass og læri á því að labba alltaf uppá fjórðu hæð... hóst hóst... og blanka ég var næstum búin að fara í kringluna að kaupa mér eitthvað fínt, en á síðustu stundu rankaði ég við mér og fór frekar í bónus að versla í matinn. þegar ég kom heim hringdi ég í kötu til að tuða (uh, geri það amk tvisvar á dag) en datt í hug að troða mér í foxy foxy gallabuxurnar mínar úr ecko, þegar ér rann í þær fann ég sjálfstraustið mitt í vasanum, glennti mig aðeins fyrir framan spegilinn og skellti á kötu, víhú, ofurgellan er lifnuð við!

nýja hárið, ódýra ljósakortið mitt og flottu rauðu hælarnir unnu alla vinnuna, þegar ég labbaði til kötu seinna um kvöldið dillaði ég rassinum af hreinni og beinni trú um gelluskapinn...

þá var það breezerinn, ég stend alltaf í þeirri trú um að ég sé í kappdrykkju, eftir breezer tvö finnst mér ég vera ógeðslega kúl ef ég get drukkið þann þriðja hratt, eftir þriðja og fjórða finnst mér áhrifin ekki vera nóg, eftir sjötta og sjöunda kemur ó-mæ-gad-ég-er-svo-mikil-skvísa-fílingurinn upp og þá er ekki aftur snúið, malibu hjá kötu, rauðvín hjá sören og söndru, fleiri breezerar á barnum og síminn límdur við þumalputtann (sem nota bene kostaði mig panikk attack þegar ég fékk skrifkrampa í hendina í gær, rauk á ragga og spurði hvort ég væri að deyja eða verða spastísk)

af sökum alvarlegs skorts á karlmönnum í lífi mínu undanfarin tvö ár (já já ég veit ég var gift en það er það sama) fór höstlarinn í gang, og íslenska stelpu syndrómið, sem ég stæri mig nú ekki mikið af er auðvitað að eltast við eina gæjann sem vill ekkert af manni vita, sms, daðra meira, fleiri sms, ekkert virkar... fleiri breezerar til að hressa uppá sjálfsálitið, bara bannað að kíkja í spegil eftir þann áttunda því þú getur hvorteðer ekkert bjargað meiköppinu sem er að mestu komið niðrá kinnar. á vegamótum gafst ég upp henti mér á barinn með þeim afleiðingum að ég varla stóð í lappirnar um 3 leytið, settist út á stétt og fann einhverja norsara og fullyrti að ég talaði sænsku (minnir óneitanlega á nýársdjammið hennar kötu) eina sem ég sagði á þeim klukkutíma sem þeir reyndu að eiga eðlilegar samræður við mig var jag prattar svenska! með fullkomnum hreim! þegar ég brölti á fætur og fór inn aftur var ég búin að ná þessu korteri aftur, komin í ham og útá dansgólf, einhversstaðar á 17 breezer kom sjálfstraustið aftur, sérstaklega þar sem elskulegir ameríkanarnir færðu mér það á silfurfati, ég stóð og var að spá í hvað svörtu gæjarnir þarna höfðu það gott, ætli það hafi ekki verið um fimm gellur að eltast við hvern þeirra, strjúka á þeim bringuna, lyfta upp bolnum, skaka sér utaní þá á öllum köntum, jesúss kristur hvað íslensk kvenþjóð þarf að taka sig á! sumir þeirra skemmtu sér vel en hinir voru bara alveg afskaplega vandræðalegir, snerust í hringi og reyndu að komast undan, þeir lögðu á flótta uppí stigann til mín, og höfðu allir sömu söguna að segja, ég skelli hló (bitur af minni reynslu) og spurði af hverju þeir hefðu áhuga á að tala við mig þegar þeir væru með flestar ljóskurnar á staðnum í vasanum, og þeir svöruðu allir því sama "cause your not after me" ég sagðist vera búin með svarta pakkan, væri ekki ein af þessum sem lægi flöt fyrir þeim, gæinn reyndi meira og vildi símann minn, ég hló og neitaði pent og fór út, og gaurarnir á eftir mér "please girl, u seem to be cool, all those girls in there are easy" ég svaraði auðvitað, þú ert svartur og á íslandi, þið eruð allir eins! eigið konur heima og komið til íslands að höstla ...

það varð þögn, ég velti fyrir mér hvað ég hafði sagt, ég sagði ekki negri, ég sagði svartur, ég sagði ekki...

"THATS JUST RASISM GIRL! YOU GONNA STEREOTYPE ME?"

"HELL YEAH, THAT´S NOT RASISM, THAT´S REALISM!"

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var bara snilldarkvöld í alla staði og ekki skemmdi fyrir afslátturinn á barnum sem þú með þínum sannfæringakrafti nærð oft að redda og þú kannt heldur betur að svara fyrir þig kona,hehehe:)

Kata

12:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, eva þetta eru sterkari læri og kálfar, síðan er monsa líka búinn að þyngjast SEM OG tunglið er búið á vera óvenju nálægt jörðinni og ruglar þannig þyngdarafli hennar, ss jörðin og tunglið er að toga í okkur og þessvegna virðumst við vera þyngri en við erum sem og að föt eiga það til að minnka yfir veturnar vegna þess hversu kalt það verður alveg eins og fullt af öðrum hlutum.. nema vatn.. vatn minnkar ekki það stækkar eða þúst þennst út ...


kv bd

12:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahaha vá ég nátturlega elska að lesa bloggin þín !!! Meira svona ;)

En fyndið þetta í lokin maður á að hugsa áður en maður gúlpar útúr sér en það er auðvitað bara smekkatriði...

Love í bala Heiða

1:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe. Þú ert soldið nett mátt eiga það.

10:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Yeah girl. Láttu þessa gaura bara heyra það. Bara taka karatehögg´a þá

10:31 e.h.  
Blogger Unknown said...

hehe.. Þú þarft greinilega að djamma oftar..

10:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HAha þú ert snillingur.. já og gaurarnir voru frá Noregi haha og þú blaðraðir eintóma þvælu á sænsku við þá sem þú skildir örugglega ekki sjálf :)

12:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahh gleymdi að segja
Kveðja Jenný hehe :)

12:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svo er bara að muna að taka litla bróður sinn með á djammið sem er samt orðinn nógu stór til að mega drekka áfengi! Virðist alltaf eitthvað skemmtilegt (ehm, eða leiðinlegt), allavega spennandi koma fyrir þig á hverju einasta djammi.. mín eru farin að hljóma ansi tómleg í samanburði

2:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HEHEHEHEEHEHEHEOHOHOHOHOHHOO!!!!
Ok, thegar eg var komin yfir sjokkid ad sja eitthvad annad en kafaramyndina thina thegar eg kikti a bloggid thitt og LAS faersluna tha sat eg fyrir framan skjainn og skellihlo! Thu ert bara brill penni stelpa. Og eg er hjartanlega sammala banditanum, em er natturulega bara snillingur og hlytur thar af leidandi ad hafa rett fyrir ser og eg er alltaf ad reka mig i tunglid svo thad hlaut eitthvad ad vera naer en vanalega og eg tala ekkert ut i eitt!....
Eg aetladi sko ad rifa mig og kvarta yfir bloggleysi, en eg tek hattinn (eda sko, myndi gera thad ef eg aetti hatt og vaeri med hann herna hja mer) ofan fyrir ther, + i kladdann og allhop
Jag pratar oksa svenska!!! (eg kann hinsvegar EKKI ad skrifa a saensku!).
kyss og kram hon
luv
lenasyss

2:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

EVA!!!!!
bloody well time maður!! á ekkert að fara að blogga??
piiiih!+
lena

5:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home