þriðjudagur, desember 13, 2005

mr. klein (svona eins og í calvin klein ekki sehr klein)

við erum öll með svona "innsláttarvillu " einhversstaðar í okkur, svona nettar meinlokur eða eitthvað sem við gerum aftur og aftur þó að við vitum fullkomlega að það sé alveg massa heimskulegt, svona eins og sumir karlmenn geta ekki lært hægri og vinstri, kalla það vinstri og hitt vinstri, ég get ekki lært hvort er hvað hveiti og sandur á spænsku, það er alveg sama hvað ég reyni, hvað ég baka mikið, ég get ekki munað hvort er hvað (harina vs. harena), meinlokan hans viktors orra er að fara í krummafót, sko, svona tölfræðilega séð ættu að vera fifty fifty líkur á að hann fari rétt í skóna, en það er í uþb 99,9% tilvika sem hann fer í krumma...

svo er það fólk eins og amanda...

amanda á við vandamál að stríða...

ef að amanda kemst í innan við fimm metra radíus við stiga, tröppur, þrep, eða hvað annað sem má flokka í þessa fjölskuldu, þá dettur hún, flýgur á hausinn með þvílíkum glæsibrag að meiraaðsegja fúll á móti fengi illt í magann af hlátri!
í kvöld sátum ég og amanda og sandra heima hjá mér og drukkum blush og borðuðum alveg maaaaassa gott salat, með fetaosti, graskersfræjum, steiktum sveppum kúrbít og nýrnabaunum og hunangsgljáðum kjúklingalundum (mmm.. kannski ég skreppi fram og borði afganga þegar ég er búin að þessu), okkur amöndu fannst blush-koolaid blandan með klakakrapinu ógeðslega góð, en sandra fékk bara "illt í munnin"...
allavegana, eftir matinn sátum við í stofunni og höfðum það heví næs og spjölluðum, en á svona fjórða glasi fór amöndu að vanta sígarettur, það er nota bene sjoppa í innan við mínútu fjarlægð frá húsinu mínu en amanda nennti ekki ein, svo að ég sem er alltaf góðmennskan uppmáluð fylgdi ég auðvitað litlu prinsessunni uppeftir, við erum varla komnar útum dyrnar, þegar amanda, uppádressuð í kjól og kúrekastígvélum, tekur eina af sínum margfrægu dífum, svífur með þvílíkum tilþrifum á hausinn, massa harkalega, ég hélt hún væri stórslösuð því hún stóð ekki upp strax, neii, hún réð sér ekki af hlátri, við gjörsamlega öskruðum, reyndum að hafa ekki mjög hátt samt því að ég veit að fólkinu sem á garðinn sem við vorum að stelast í gegnum er ekkert rosalega vel við að vera notuð sem göngustígur, þau hafa örugglega komið þessum steinhnullungum fyrir til að hindra för mína þar í gegn, ef við værum í amríku gætum við kært þau fyrir morðtilraun eða meinta líkamsáras... af annarri gráðu að minnsta kosti...

einhverra furðulegra hluta vegna kom brúðkaupið hennar amöndu upp í hugann á okkur báðum (sem er ekki á dagskránni í bili nema einhver óraunverulega frambærilegur karlmaður með calvin klein fyrirsætu look og háskólapróf og eigin rekstur, detti bókstaflega í fangið á einhverri af okkur vinkonunum og segi í bænartón "take me to amanda")
við gerðum formlegan díl þarna, að ef að í þessu meinta framtíðarbrúðkaupi hennar, að ef að hún meikar það alla leið að altarinu, og upp þessi tvö eða þrjú þrep sem eru í átt að blessun guðs, þá stöndum við upp klöppum fyrir henni, vonum að það sé ekki slæmur fyriboði að brjóta venjur... (má segja það? þið vitið... break a habit... taka sturtu og svona...)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk kærlega fyrir matinn í gær Eva mín ótrúlega gott hjá þér:) Hahaha ég er enn að hlæja að þessu sem gerðist í gær, þarf eitthvað að fara að athuga með jafnvægið hjá mér:)
kyss og knús

12:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hið fullkomna ráð væri að reima reimarnar á skónum þínum saman þannig að skórnir þínir eru bundnir saman með svona umþaðbil 30cm á milli sín, þú ert of upptekinn að því að einbeita þér að því að labba að þú hefur ekki tíma til þess að detta!

7:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home