fimmtudagur, október 20, 2005

sjísúss

næstum mánuður síðan ég bloggaði, búin að móttaka margar kvartanir og læti, það bara hættu að gerast fyndnir hlutir fyrir mig, svo allt það fyndna sem er búið að gerast í kringum mig undanfarið, er ég vinsamlegast beðin um að segja ekki frá... hvað er fjörið við það?

eina sem er fréttnæmt er að viktori orra tókst að fá 3 höfuðhögg á innan við viku, fyrst sparkaði einhver í hausinn á honum á leikskólanum, og hann fékk lítið gat á hausinn, svo tveim dögum seinna, á laugardegi datt hann á hornið á tölvuborðinu og fékk ágætis gat á hnakkann og ég og mamma brunuðum með hann uppá slysó og það þurfti að sauma það, svo á mánudeginum kom ég að sækja hann í leikskólann og þá var hann nýbúinn að detta, þá var hann að hlaupa til að klaga í fóstruna að einn krökkunum var að strjúka yfir girðinguna, en þegar hann hljóp fyrir hornið rennur hann eitthvað til og lendir með kinnbeinið beint á horninu á sandkassanum, þetta leit ekki svo illa út þá, en daginn eftir var augað á honum horfið í bólgu, ég hef held ég aldrei á ævinni séð eins ljótt glóðarauga á litlu barni...
en sem betur fer er þetta búið að hjaðna fljótt...

jú annars, ég get sagt ykkur eina fyndna sögu, ég held ég hafi kynnst leiðinlegasta manni sem ég hef á ævinni kynnst, ég átti að fara að fljúga en kennarinn minn var kallaður út í vinnu, ég veit ekki við hvað annað hann er að vinna, en það er alltaf verið að kalla hann eitthvað út. o jæja, þannig að ég fer með einhverjum öðrum gæja, svona frekar sætur fyrst, og þið sem þekkið mig vitið hvernig ég get einfaldlega dottið útúr heimi hinna lifandi þegar ég kemst í of mikið návígi við fallega karlmenn... o jæja, þetta byrjaði ekkert svo illa, en með hverri mínútunni sem leið varð ég pirraðari og pirraðari, hann var svona þessi týpa sem var kannski voða sætur í tíunda bekk, og á fyrstu árunum í framhaldsskóla, og er að lifa á því ennþá, með þetta leiðinlega fyrirlitningar attitúd og stæla, við td setjumst inní flugvélina og það eru svona belti sem þú getur spennt bara þvert yfir þig og svo geturu tekið þriðja bandið sem kemur svona yfir öxlina og krækt því í hitt beltið, nema það að við notum það eiginlega aldrei, en gaurinn í sínu leiðinlega skapi sagði þegar ég var að fara að starta vélinni "þú ert ekki tilbúin!!" "öööö..jú" "NEI, þú ert ekki tilbúin!" "öööh, hvað?" "þú ert ekki komin í öll beltin!! þú ferð ekkert í loftið án þess að vera með öll beltin spennt, tilhvers helduru annars að það sé verið að setja belti í vélinni ef maður notar þau ekki? helduru að þetta sé bara þarna afþví bara eða?" ...
þetta er bara áður en ég startaði vélinni, klukkutíminn sem ég var í lofti var helvíti.. ekki helvíti á jörð..helvíti uppí lofti, föst á einum og hálfum fermetra með hræðilega leiðinlegum gæja!! ég þarf að láta hann kvitta í loggbókina mína en ég nenni því ekki... liggur við að ég beili á þessum eina tíma bara til að þurfa ekki að hitta hann aftur..jukk

það er formlega búð að banna mér að segja frá síðustu tveimur djömmum, og nýjasta dramað í ástarlífinu mínu sem er alltaf soldið skrautlegt, get ég ekki bloggað um af virðingu við þriðja aðila...eiginlega fyrsta aðila, þar sem ég er þriðji aðili, flókið mál...

ég lofa að reyna að lenda í einhverju skemmtilegu á næstunni sem inniheldur bara mig og fólk sem mér sama um svo ég geti sagt ykkur frá því...

skál fyrir því,
sérstakt skál i botn í tequila fyrir söndru mína
pís át

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flugkennarinn hefur bara verið eitthvað skotin í þér ;-)

9:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann Viktor Orri er algjör strumpur:) Já lífið getur stundum verið smá drama en það er bara til að krydda þessa lítilfjörlegu tilveru sem við búum í :D hehehee

Katrín

9:29 f.h.  
Blogger eva dögg said...

miðað við hvað hann hljóp hratt inní hús þegar tíminn var búinn þá hefur honum líklega þótt ég jafnleiðinleg og mér fannst hann... ;)

1:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home