mánudagur, september 19, 2005

ég-er-þvílík-skvísa-...

það er ekkert spennandi að gerast hjá mér þessa dagana, ég er trúlega að fara að fljúga solo á morgun, ég er búin að neita nokkrum sinnum, ég er ekki alveg að þora því sko, held það væri best að rýma borgina á meðan, bara svona til öryggis, ef ég skyldi crasha einhversstaðar... ég lofa að reyna að miða á laugardalsvöllinn...

ég fór út að djamma á laugardaginn, við allar stelpurnar, geggjað gaman, ég skemmti mér konunglega, kom heim um sjö leytið, gerði mér ekki alveg grein fyrir því hvað ég var drukkin fyrr en ég fór að labba á hluti hérna heima...

við fórum á vegamót, fyrst bara ég og kata og svo komu stelpurnar aðeins seinna, við sátum fyrst við eitthvað borð með einhverjum strákum sem voru frekar daprir eitthvað, við tvær í þrusustuði dansandi við borðið á okkar einstaka íslenska máta, og þeir eitthvað voða þöglir... kannski erum við bara ekki eins spennandi og við héldum... einn gaurinn þarna bauð mér nú samt að kaupa vetlingana mína af mér! ég nefninlega sökk í sjálfsvorkun um daginn því ég gerði mér skyndilega grein fyrir því að amma mín hefur ákveðið eins og fleiri í þessari ætt, nefnum engin nöfn, að sniðganga mig, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og tilboð um hitt og þetta þá vill hún ekki prjóna vetlinga handa mér! þetta er versta höfnun sem nokkuð barn getur orðið fyrir! ég fór í geðshræringu minni niður í kolaport, og valdi mér vinalega fullorðna konu með fullt af prjónuðu dóti fyrir framan sig og sannfærðist um að þarna væri kona sem skildi mig, ég er viss um að barnabörnin hennar hafa hafnað henni með því að neita að taka við prjónuðu vettlingunum og ullarsokkunum hennar, og greyið konan sem getur ekki hætt að prjóna hefur farið niður í kolaport í örvæntingarfullri leit af fólki eins og mér, ég keypti æðislega vettlinga fyrir 800 kall.
gæinn bauð mér 5000 kall fyrir þá, en ég setti á mig vettlingana, og þar sem ég sat inná vegamótum í minipilsi hlýrabol og með fallega þykka ullarvettlinga, hugsaði ég til "ömmu" minnar úr kolaportinu og vinnunnar sem hún lagði í þessa vetlinga handa aumingja mér, svo að mér verði ekki kalt í vetur, og afþakkaði, maður selur ekki hluti sem hafa tilfinningalegt gildi...
stuttu seinna komu stelpurnar og við fundum okkur borð útí horni þar sem að eldhúsið var einu sinni og komum okkur fyrir þar, það var einhver gæi á næsta borði, svo ég með eitthvað nýfundið sjálföryggi greip mér sígó og setti upp attitúdið, þið vitið, þetta þarna ég-er-svo-ógeðslega-kúl-attitúd, og gjóaði augunum að honum við og við, mér var svo illt í löppinni að ég gat ekki staðið upp og mér var skapi næst að gretta mig og detta á öxlina á amöndu og gráta, en ég ákvað að fara útí smá tilraunastarfsemi, þið vitið, ca á fjórða bjór er maður orðinn alveg ógeðslega mikil skvísa, og svo þarna á fimmta eða sjötta verða allir aðrir ofboðslega fallegir, en í mínu tilviki þá fæ ég einhverjar æðislegar hugmyndir, ég gjörsamlega brillera í "rökhugsuninni" þetta var eitt af þeim mómentum...
eftir örugglega klukkutíma, nokkra drykki, og alla svipi sem ég á sem flokkast undir höstl-look, þá standa þeir upp og eru að fara! bömmer, greinilega bara ég sem er á fjórða bjór! nema hvað, vinur sæta gæjans kemur aftur nokkrum mínútum seinna með penna, og segir að vinur sinn vilji símann hjá mér, sko, ég var búin með alla höstl svipina mína, og þá var líka bara þess auðveldara að smella yfir á ég-er-ógeðslega-góð-með-mig-lookið, tók af honum pennann og krotaði númerið mitt í lófann á honum, sneri mér svo undan og tuggði tyggjóið mitt af geðveikum ákafa... gæinn fór bara inná klósett og hékk þar heillengi, ég var sko ekkert að fylgjast með þeim, ég var massa upptekin við að flækja tyggjóinu mínu utanum vísifingurinn, og klára alla ég-er-ógeðslega-upptekin-og-ekki-ein svipina mína, kemur þá ekki gaurinn útaf klóinu, þessi sæti sko, labbar bara beint uppað mér, kemur heví nálægt mér og segir: "takk fyrir að gefa mér númerið þitt" og smellir einum riiiiisakossi beint á munninn á mér!!!
ég reyndi eins og ég gat, en eini svipurinn sem ég fann var ég-er-algjört-nörd-og-er-að-fara-massívt-hjá-mér-og-get-ekkert-sagt-því-öll-virka-heilasellan-mín-er-að-leita-af-svip!!!
svo labbaði hann bara í burtu og ég sat þarna ein með þennann svip pikkfastann á mér... talandi um að stela af manni kúlinu!!

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha ég elska allar lýsingar hjá þér, algjör snilld. Þetta er hrikalega fyndið, var líka að ímynda mér þetta allt saman í dag þegar þú sagðir mér frá þessu í bílferðinni okkar. Krúttilínan mín ;-)

11:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað meinaru crasha, klukkan hvað?
Ætti maður kannski að fara að pakka niður og leita af neðanjarðarbyrgjum ég bara spyr?
Hvað getur verið meira scary en þú í háloftunum, ekkert "I am so cool" búið að ræna því á einhverjum pöbb. Taktu vettlingana með svo þú hafir einhverjar hlýjar minningar þarna alein uppi.Er ekki hægt að fá svona lauslegan uppdrátt á þínu áætlunarsoloi svo maður verði ekki fyrir.
Gangi þér vel.Er farin að pakka!!!!! Solla Hauks.

11:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú kannski lætur mann vita þegar þú ferð að fljúga sólo..... svo mar geti flúið land :)

7:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha va... Hvad er etta thu faerd ther bara nokkra bjora adur en ad thu ferd i profid til ad hjalpa ther ad slaka ;D

Annars getur etta med kulid verid leidinda vesen.. thessvegna er eg alltaf med skammbyssuna a mina a mer, ef ad eitthverjum tekst ad stela kulinu minu tha kemst hann allavega ekki langt i burtu med thad...

8:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mig langar að syngja fyrir þig afmælissönginn en læt duga að segja ...TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN MÚSIN MÍN...úff litla frænka orðin 25 ára. Ég heimta afmælispartý með fullt af góðum kökum sem verða að vera bakaðar af þér ;o)

kv.
ásta frænka

9:49 f.h.  
Blogger eva dögg said...

takk, en mér finnst að einhver annar eigi að baka fyrir mig núna... ég baka fyrir alla, svo það er komið að því að ég fái smá þjónustu... ;)

11:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtilegt bloggið þitt...Verð að vera duglegri að skoða það! ;)
Er mín orðin svaka kúl á því og byrjuð að fljúga? *ÖFUND*

Verðum að fara að taka eitt "nett" djamm saman fljótlega og já meðan ég man...til hamingju með afmælið bráðum! :)

12:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með daginn eva mín.. skemmtileg saga..

12:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heppí börþdei beibí. Spurning hvort maður gefi þér ekki bara svipabók (looktionary) í afmælisgjöf svo þú getir lesið hana og auki svipaforðann (lookcabulary) þinn svo þú verðir ekki sviplaus (lookless). Ætlarðu að bjóða nýfundnu ömmu þinni í afmælið?? Ég á nefnilega ömmu sem á svo mikið kúl að hún hefur engan tíma til að prjóna vettlinga handa mér...

1:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með 25 ára afmælið.
þú færð koss þegar ég hitti þig næst, við það gæti skapast nýr svipur í safnið :)
Bestu afmælisóskir
Solla Hauksd.

3:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju med afmælid sæta:) hringdi gaurinn? tetter ýkt fyndin saga:) knús, evahin sem er ad reynad fylgjast med;)

12:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja þá.....Þú átt inni hjá mér KÖKU þegar ég kem heim frá ÚTTTLÖNDUM ;o)

10:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég trúi þessu ekki að hafa fundið heimasíðuna þína, veit ekki afhverju ég fór allt í einu að leita af þér á netinu. Allavega bið ég voða vel að heilsa þér og yndilegt að þú skulir eiga svona fallegan strák.

Kær Kveðja Aðalbjörg (gömul vinkona)

12:41 e.h.  
Blogger eva dögg said...

íííks!!
ég er búin að googla sjálfa mig mörgum sinnum og finn aldrei neitt!!
djö**ll ert þú klár!!

1:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Allavega þá fann ég þig hérna með því að skrifa nafnið þitt http://www.blogger.com/start.

7:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home