þriðjudagur, september 06, 2005

magadans...eða súludans?

ég sit oft á kvöldin og hef ekkert að gera og get ekki sofnað, kemst ekki út því að gormurinn er sofnaður, og dagskráin búin í sjónvarpinu, í gær fór ég að labba um íbúðina, kíkti aðeins á netið, og var eitthvað að dúlla mér, svona um og uppúr miðnætti er ekki beint mikið um að vera í kringum húsið mitt, og líklega það síðasta sem fólkið í bílunum sem keyra framhjá er að gera er að fara að horfa innum gluggana...
fólk situr ekki úti í garði á miðnætti...
í gær hundleiddist mér, labbaði inní stofu og fór eitthvað að snúa mér í hringi, ég hef ekki farið í magadansinn í rúman mánuð, svo ég ákvað að rifja aðeins upp "múvin" og byrja að dilla mér þarna eitthvað, á nærbuxunum, eftir smá stund er ég komin í full swing þarna á stofugólfinu, búin að skella disk í tækið og er sko aldeilis að fá útrás fyrir uppsafnaðann pirring síðustu daga, alveg að meika það, og þið vitið, maður er svona alveg í það ýktasta þegar maður er einn heima hjá sér og veit að enginn er að horfa...
veit...
eða heldur...
eftir smá stund er ég orðin þyrst, og fer að ná mér í vatnsglas, og læt vatnið renna í smá stund svo það verði kalt, þarna stend ég við eldhúsvaskinn á naríunum, með puttann undir vatsbununni og lít upp, og sé sjálfa mig speglast í glugganum.. svaka skvísa á ferð sko... nema.. það er einhver hreyfing bakvið spegilmyndina mína, svo ég beygi mig og gretti og reyni að sjá hvað það er, það endar með því að ég slekk ljósið í eldhúsinu til að sjá betur út
getiði hvað, fólkið í húsinu fyrir ofan mig er nýbúið að byggja sér sólpall, yfir hálfa lóðina, er ekki bara búið að koma fyrir borði og stólum og hitasveppi og alles, og þarna sitja einhverjar 4 manneskjur og horfa á mig, og ég í geðshræringu minni hálf skríð inní herbergi til að fara í einhverjar flíkur, ekkert að fatta að fyrst að ég var búin að slökkva ljósið sást ekkert inn lengur, á innsoginu í hláturskasti, heyri ég samt fólkið bakvið skella uppúr, og hvíslast svo eitthvað á, ég sat inní herbergi í smá stund og vonaði að þau hefðu ekkert tekið eftir mér...
ég er hálf farin að dotta stuttu seinna, viss um að þau hafi ekkert séð, þá heyri ég umgang og einhver segir: "jæja, komum okkur inn fyrst strippsýningin er búin"
darn!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahhaha

va..

Thad sem ad eg einfaldlega get ekki attad mig a er thad afhverju i oskopunum folk, thu thar a medal kallar mig gedveikan!? ;D

Folkid er afsakad en thust lest thu ekki hlutina sem ad thu skrifar herna a bloggid ? :D
Haha a sidustu vikum tha hefur thu afsalad ther ollum retti til thess ad kalla mig klikk ;D

Alltaf jafn gaman ad lesa hvad drifur a dagana hja evu syss ;D viltustu hlutirnir herna sem ad eg geri eru thust ad lesa bok uti i solinni og solbrenna.. ;P ;D

kv bd mosh

7:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha þetta er hrikalega fyndið... ég fór hjá mér að lesa þetta :)

7:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha, Eva þú ert svo mikil snilld:) þetta hlýtur að hafa verið brjálæðislega fyndið!!!!

8:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ættir kannski að leggja þetta fyrir þig sem feril, flassandi hér og þar útum allt.. strippandi fyrir nágrannana.. hvað kemur næst ?!

1:57 e.h.  
Blogger eva dögg said...

veistu ég veit það ekki...
það er verið að segja að ég sé með einhverja dulda flassþörf...
ég get eins farið að láta borga fyrir þetta...

7:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert laus íbúð nálægt þér með útsýni :)

7:25 e.h.  
Blogger eva dögg said...

múúha!
þetta eru upplýsingar sem kosta!!

10:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahahaha*anda*hahahahaha*anda*hahahahaha.....

þetta er það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi! mjehe..

5:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég setti comment í gær en það hefur greinilega ekki haldist inni. Hvenær ætlarðu að blogga næst, svo gaman að lesa hjá þér :-)

11:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home