mánudagur, ágúst 29, 2005

hausinn í sandinn...

ég kom að ná í strumpa klukkan 2 í leikskólann í dag því að hann á að vera styttri daga þar núna þar sem pabbi hans er að fara að taka hann eitthvað (loksins) hann rauk uppað mér um leið og ég kom og dró mig útí sandkassa til að sjá holurnar sem hann og telma sif voru búin að grafa, þvílíkar holur sko, þau voru þvílíkt stolt að þessu erfiðisverki sínu, og stungu skóflunum hvað eftir annað á kaf í sandinn á botninum til að sýna mér hvað þær væru djúpar, þar sem sonur minn er með uppátækjasamari börnum sem finnast, varð hann að gera eitthvað öðruvísi, það er víst einn af genagöllunum í familíunni, þessi staðfasta trú um að þú verðir að gera eitthvað annað en hinir, eitthvað öðruvísi, til að eftir þér sé tekið...
hann hefur ekki sloppið...
tekur hann sig ekki til og stingur hausnum á kaf í sandinn, og segir svo " mamma sjáðu! ég kemst alla leið!!!"

ég nota þessa aðferð mikið... sérstaklega á mánudögum, þá afneita ég helginni og öllum hennar bömmerum, reyndar nota ég hana alla vikuna, í hvert einasta skipti sem að ég tek up veskið og kaupi mér eitthvað með einu litlu hvissi og kvitta fyrir... alltof auðvelt

það er gott að vera þriggja ára, þá getur maður bara bókstaflega stungið hausnum í sandinn, og síðan ekki söguna meir...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Úff hvað það væri þægilegt ef að lífið væri svona auðvelt, bara stinga hausnum í sandinn- ekkert mál !

11:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

afhverju ekki ad stinga hausnum bara i sandinn ? Thad ad vera hamingjusamur eins og thriggja ara barn er ottalega einfalt :D thu haettir ad hugsa og lifir nakvaemlega nuna..
Eg laerdi thetta af Viktori Orra eda eins og japanarnir reyna ad bera fram nafnid hans "Viktory" thad hjalpar lika ad borda mikid af rusinum og mjolkurkexi, muna ad dufur og adri fuglar eru til thess ad oskra a, pollar til ad hoppa i og kettir til thess ad tosa i skottid a :)

1:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eva, ég veit ekki hvort þú sért að leita þér að vinnu svona part-time aukalega sem þú getur sinnt heiman frá þér og tekur örugglega ekkert langan tíma... Þú ættir að vera pistlahöfundur. Þessi óformlegu ritstörf þín eru alveg kostuleg... Ef ég væri þú myndi ég skunda niðrá næstu ritstjórn, skella sívíinu og blogginu þínu á borðið og heimta himinhá laun... Think about it... Og ef þú hefur áhuga þekki ég ritstjóra Orðlaus

2:32 e.h.  
Blogger eva dögg said...

hehe
takk inga þyrí
það væri kannski ekkert svo vitlaus aukavinna ;)
knús

7:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Ingu Þyrí, þú ert frábær penni. Hef reyndar vitað frá því í Skorradalnum forðum daga að þú ert mikill frásagnarlistamaður :)
Heyrðu, ég er komin suður, hringdu í mig bráðum og reynum að hittast.

3:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha ég hefði vilja sjá knúsuna gera þetta, já lífið er svo auðvelt á þessum aldri allt svo einfalt:)

1:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home