föstudagur, september 02, 2005

Eruði með?

skrýtið hvað sumt fólk getur farið í taugarnar á manni...
Ég var að koma úr skólanum, dagur 2 af 12 vikum, þrír og hálfur klukkutími af eðlisfræði, get ekki sagt að ég hafi skilið mikið, þið vitið hvernig það er þegar maður missir þráðinn og þá fer hugurinn að reika og maður heyrir ekki orð í kennaranum fyrr en hann hækkar róminn og endar einhverja svakalega fræðilega rommsu á "Eruði með?" ekki misskilja, kennarinn er fínn, ég hef semsagt hitt tvo af 9 kennurunum mínum, og báðir eru frekar hönkí gaurar, líst vel á þetta sem komið er, nema það í gær eyddi ég alltof löngum tíma í að spá í það hvort að hringurinn sem hann var með væri giftingarhringur eða ekki, gat sjálfri mér um kennt að hafa ekki sest framar, kennarinn í dag var ekki með hring.

allavegana, ég á mér leyndarmál, þegar ég verð reið eða pirruð þá þarf ég alltaf að fara útí sjoppu og kaupa mér nammi, svo sest ég einhversstaðar ein og hakka í mig þangað til að ég er ekki pirruð lengur, akkúrat núna sit ég heima í einu af þessum sykurköstum og næ varla að skrifa hálfa setningu á milli þess sem ég ríf í mig súkkulaði og lakkrís.

það er þessi stelpa í bekknum, greyið byrjaði á að fara í taugarnar á mér fyrir að vera asnalega klædd, mamma átti svona gallabuxur um '87, svona sem ná uppfyrir nafla og ganga langleiðina uppí skoruna á þér, bleikum póló bol og gallajakka í stíl!! svo kom ég auga á skóna hennar, ég hefði ekki einu sinni hætt mér í garðvinnu bakvið hús í svona skóm, ég hefði látið þar við sitja, nema hvað, hún opnaði munninn, heimur minn var hruninn, "ætli það sé of seint að skipta um hóp?" var það eina sem komst að í hausnum á mér, en ég komst að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera önnur svona týpa í hinum bekknum líka, og þar sem giftingar/eða ekki hringur kennarans og frekar skemmtilega útskýrt námsefni náðu að halda athygli minni svona nokkurn veginn gangandi um kvöldið þá tókst mér að spá ekki meira í þessu.

en í kvöld var það eðlisfræði, það heldur ekki athyglinni gangandi í 3 tíma, það fjarlægðist allt og það eina sem ég sá var stelpuskjátan, fyrst dró hún upp handáburð, úr MYLLU BRAUÐPOKA!! kommon! svo bar hún hann á sig svona með handarbökin saman, eins og einhver yfirstéttardama frá 1920! ég heyrði ennþá ekkert í kennaranum, þá fór hún að laga á sér hárið, sko, annaðhvort ertu með hárband eða ekki, þú getur ekki verið með feikað skýluklútshárband, og sett í þig einhverja svaka greiðslu, það kraumaði í mér og ég fylgdist með henni skipta hárinu á sér framm og til baka, kennarinn er ennþá einhverja kílómetra í burtu... "eruði með?" ég leit á töfluna, mynd af flugvél.... ég slakaði á í nokkrar sekúntur og svo opnaði hún munninn, grrr... hún er ein af þessum týpum sem heldur að það að spurja "góðra" spurninga sé að geta rekið kennarann útí horn, svo glottir hún eins og hún hafi unnið svakalegan sigur þegar kennarinn segist bara því miður ekki vera viss... grrr... svo kemur það versta, í hverjum frímínútum stendur hún upp og strýkur á sér rassinn!! hvað meinaru??? ég sit líka á hörðum stól! ekki geng ég um og nudda mig! Kræst!!!

ég er pakksödd, ég er búin að éta burtu pirringinn, afslöppuð eftir allt súkkulaðið, og staðráðin í því að láta stelpuna ekki fara meira í taugarnar á mér. sé það ekki alveg gerast samt, en ég ætla að reyna mitt besta, betur geri ég víst ekki

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Okey thad eina sem skiptir mali i svona stodu er hversu mikli tjonu viltu valda og hverskonar tjoni?

Thust fullt af skemmtilegum hlutum sem ad thu getur gert.. getur byrjad a thvi ad bona bordid hennar a eitthvern hatt thannig ad thad se faranalega sleypt svo getur skekkt lappirnar undir thv litillega eda thu getur maett med blaevaeng i skolann og dundad ther vid thad ad blasa lausu drasli af bordinu hennar..

thad er bara of mikid af hlutum sem ad er haegt ad gera.. leydinlegt ad thad er ekki rett ad gera flesta theirra nema manneskjan virkilega verdskuldi thad :/ tharf ad fara ad laera aftur, er ad reyna ad gera upp vid mig hvort ad eg a ad skra mig i prof thar sem ad madur tharf ad kunna 100kanji eda 300..

7:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úff ég hefði vilja sjá þessa 1920 týpu:) hehehe!! En hvað segirðu bara sætir kennarar, djöfull ertu heppinn, það hef ég aldrei séð mín þrjú ár í Háskólanum og kem örugglega ekki til með að rekast á neinn, allt einhverjir 50-60 ára prófessorar, með gleraugu frá 1980;)hehehe!

11:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er málið með að setja út á póló boli, veistu ekki að þetta er aðaltískan..hehe :-) án djóks þá er hún í tískubol.
En það eru ekki allir jafn smart og aðrir ! ;-)

8:32 e.h.  
Blogger eva dögg said...

póló bolurinn vara fínn sko, það var restin af outfittinu, þú getur ekki klætt þig eins og trúður og sett svo á þig flottan hatt og haldið þar með að þú sért flottur í taujinu, það er heildarmyndin!
btw, ég var að kaupa mér ýkt sætan póló bol á netinu!!

9:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vertu dugleg að blogga, það er svo gaman að lesa pistlana þína !!!!

10:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Va hi die

Eg afneita ther sem systir minn thangad til ad thu brennir thennan polo bol sem ad thu varst ad kaupa ther!
thangad ad til ad eg fae brunaleyfarnar af honum sendar i posti hingad til japan tha mun eg ekki lesa bloggid thitt aftur eda svara emailunum sem ad thu sendir mer ekki.

kv bd

8:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða skóla!?!?!?!?
Eva Dögg, ef þetta er ekki merki um að það sé of langt síðan við töluðum saman þá veit ég ekki hvað...

5:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home