föstudagur, desember 09, 2005

Viktor Rose

sko, þegar ég vil fá vilja mínum framgengt, þá eru mér engin takmörk sett, ég er forvitin frammí fingurgóma og there is no saying no þegar ég á hlut, þannig hef ég alltaf verið, frá því að ég man eftir mér... einu sinni kynntist ég meirisegja tveim nýjum stelpum hérna í hverfinu, þær bjuggu bara hérna stutt, systur, (nei það hafði ekkert með mig að gera að þau fluttu burt) fröken eva dögg ákvað að okkur langaði í heitapottinn heima hjá mér, kunnandi taktíkina á mömmu og pabba hafði ég engar áhyggjur af því hvort við mættum það eða ekki, sendi ég stelpurnar framm til að spurja um leyfi frá foreldrum sínum, þær komu beint aftur og sögðu að þær mættu ekki fara, ég hneyksluð niðrí tær sagði hátt og snjallt í viðeigandi tón "SPURJIÐI AFTUR!!!" þannig var það hjá mér, spurðu bara aftur og aftur og aftur þangað til að fólk er orðið nógu pirrað að það öskrar óóókeiiii þáááá!!! þær voguðu sér ekki að spurja aftur, sögðu að mamma mundi sko alls ekki segja já þá, þannig að það var plan B, sannfæringarkrafturinn, mér tókst að fá þær til að fara í sundfötin innanundir fötin og segjast bara ætla að skreppa út, svo var það mamma, ég suðaði og suðaði heillengi, með systurnar tvær fyrir aftan mig því að það var mjög sniðugt, meiri líkur á að mamma gæfi eftir, svo loksins þegar við fengum "ókeiiii þáááá-ið!" rukum við útí garðhús, við komumst aldrei í pottinn, mamma þeirra sá í gegnum okkur og kom og sótti þær áður en hann var fullur...
ég hef alltaf fullyrt að þetta sé uppeldið, að mamma og pabbi hafi ekki notað réttu aðferðirnar og so on, allt til að firra mig ábyrgðinni, en málið er að ég játa mig sigraða, því að ég er failurið sama hvort það er uppeldinu eða karakternum að kenna, því sonur minn er alveg eins, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum hentar! og hananú (sagði hænan)
í morgun nennti ég ekki að vakna, ég sendi greyið frammí eldhús að ná sér í jógúrt, sem hann auðvitað opnaði fyrst og hristi svo, urr, ekki gaman í morgunsárið, svo vildi hann klæða sig, en ég nennti enn ekki frammúr svo hann skreið uppí rúm til mín að kúra, svo alltíeinu heyri ég eitthvað útundan mér.. við hvern er barnið að tala?... hann rausar og rausar og ég ákveð mitt á milli svefns og vöku að hann sé bara búin að tapa því endanlega, svo alltíeinu segir hann, "mamma, það vill einhver tala við þig" whaat? hver, er þá ekki krakkinn búinn að taka símann minn og hringja í gaur sem er ekki einu sinni í símaskránni minni! vin minn úr flugskólanum, sem hlýtur reyndar að hafa að verið í call registerinu því hitt er alltof random, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar! þarna lá hann bara og spjallaði "það kom ljót hendi og togaði í fótinn minn í mínu rúmi í nótt, hún var með klær, og bólur og svört"
ég ætla að fara að sjá þarna emily rose myndina og gá hvort að ég get sært þessa furðulegu anda úr barninu mínu :s

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

oj en krípí :/
vona að hann hafi bara verið að dreyma þetta.
annars soldið fyndið þetta með jógúrtið. ekki alveg það sem maður nennir að gera þreyttur í morgunsárið. þrífa jógúrt. vonandi sé ég þig bráðum kella.. hef ekki séð þig í háa herrans tíð. gengur ekki.

2:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi krútt, hann er svo einlægur og vill alltaf svo vel. Sé hann alveg fyrir mér hrista jógúrtið.... :) en hann kann að redda sér eins og mamma sín, hringir bara eitthvað ef að honum leiðist...híhí

8:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi krútt, hann er svo einlægur og vill alltaf svo vel. Sé hann alveg fyrir mér hrista jógúrtið.... :) en hann kann að redda sér eins og mamma sín, hringir bara eitthvað ef að honum leiðist...híhí

8:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, by the way... hvaða systur voru þetta, gefðu mér allavega vísbendingu svo ég fatti hverjar ;)

8:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahhahahahahaha þetta er einsog þegar hann var að gista hjá mér og um miðja nótt sparkaði hann poppskál í gólfið( sem hann hafði skilið eftir þarna kvöldið áður ) og ALLT ÚT UM ALLT! haha snilld.. luv..

1:33 e.h.  
Blogger eva dögg said...

æ þetta voru stelpurnar sem fluttu í eitt sumar eða sum í ameríska húsið útí haukanesi, þarna á móti fjóluhúsinu, við hliðina á ljónahúsinu...
ok, best að hætta núna

12:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha viktor orri er eins góður og önnur manneskja getur orðið án þess að vera ég..

Annars þá rámar mig lauslega í þett atvik með heitapottinn getur það verið ?

7:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég átti langt og gott samtal við strákinn þinn Eva og ekki vanmeta guttann, ég held að þetta verði fínasti sálfræðingur! Ég er allavega ekki einn um það að vera hræddur við svartar skrímslaloppur og það er gott að vita af þjáningarbróður, þ.e syni þínum! Schnilli..

10:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ elsku bestasta eva sleva við vildum óska ykkur mæðgum og gorm litla gleðilegra jóla og hafið það sem allar best í hitanum !
meðan við frjósum í hel á rauðu jólunum ! jólakveðjur : norðurvangur,kaldakinna,álfaskeiði og þar sem svenni á heima :) bæbæ :*

3:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home