sunnudagur, október 23, 2005

Bitter gella...

eins og svo oft áður þarf ég að losa eftir helgina, eins og karlmennirnir sem hlaupa um allt og reyna að finna sér lauslátan kvenmann til að losa UM helgina, þá sest ég hamingjusöm við litlu tölvuna mína og losa eftir helgina, það er mjög umdeilt hvort að það sem fram fer fyrir framan tölvuskjá sé framhjáhald eða ekki, í mínu tilviki er það framhjáhald, ég get setið með þessari litlu vinkonu minni tímunum saman og hún segir mér allt sem ég vil vita, vegna þess að vinkona hennar, hún google.com veit allt, allt, allt! það er alveg botnlaust hvað ég fæ uppúr þeim stöllum, og þið vitið að ég eeeeelska slúður, hvort sem það er um mig eða þig eða jón jónson þá lifna ég öll við þegar einhver hringir eða kemur og segir með hneykslunartón: "Eva, veistu hvað ég var að heyra?" ég verð eins og lítill krakki, byrja að iða, ræð ekki við brosið, og ef þú hljómar extra spennandi byrja ég að hoppa um og toga í ermina eins og til að flýta fyrir ferlinu, þetta eru algerlega ósjálfráð viðbrögð, eins og blómin þurfa á sólinni að halda, og teygja sig á móti henni þegar hún sýnir sig, ég er blóm, vökvið mig með slúðri...!

ég og amanda erum víst mest desperate gellurnar í hópnum, við gátum ekki beðið eftir að það kæmi laugardagur til að djamma, á föstudadseftirmiðdegi réðum við ekki við okkur lengur og skelltum okkur á tjúttið, við vorum heima hjá mér að gera okkur til og sötra, frekar lónlí gellur en við skemmtum okkur vel, einhverntíman um kvöldið hringdu bjarni og sverrir og skelltu sér í heimsókn, þótt það hljómi ótrúlega þá náðum við 4 alveg endalaust vel saman, öll komin á trúnó ársins og varla að nenna að fara niðrí bæ, okkur fannst við svo skemmtileg, eitt af hitamálum kvöldsins var túristagædinn ég, kannski var ég gæd í fyrralífi, ég hef bara alveg endalaust gaman af útlendingum, og ég fæ svona "mömmu-fíling" fyrir þeim, langar alveg rosalega mikið til að sýna þeim hálft ísland og vera viss um að þeir lendi nú ekki á einhverjum stað eins og langabar eða eitthvað og haldi að ísland sökki, svo skemmir ekki að geta sýnt þeim hvað ég á sætar vinkonur og þeir sannfærast um að íslenskt kvenfólk sé það fallegasta í heimi, gamall orðrómur sem við reynum mikið til að halda gangandi...
við komum inná vegamót og það eru ekki liðnar 3 mínútur þegar ég er komin í hörkusamræður við EINU útlendingana inni á staðnum, það var bara til að toppa kvöldið fyrir strákunum sem skemmtu sér meira en lítið yfir þessari snörpu frammistöðu minni, auðvitað varð ég að sýna þeim ópus... við skulum samt ekkert vera að nefna það að ég dreg hvern þann sem ég næ taki á á ópus, það hefur meira að segja gengið sú saga að ég helli vinkonur mínar fullar í þeim eina tilgangi að lokka þær inná ópus þegar þær eru orðnar of fullar til að mótmæla, meira að segja sagt að ég safni liði til að sannfæra þær allt kvöldið um ágæti þessa staðar og tónlistarinnar sem er spiluð þar...
hands up fyrir andra sem er með mér í skólanum og er dj á ópus... ;)

jæja, bitter gellan mætt á ópus, í rauða rauða kjólnum sínum með bínurnar til sýnis marsera ég þar inn, var ekkert rosalega lengi að losa mig við gæjana sem nenntu að koma með mér þangað og borga mig inn, í hörkuafneitun yfir því að egóið mitt hafi verið sært af ómerkilegum karlmanni í vikunni, rak ég nefið uppí loftið og reyndi mitt besta til að trúa því að ég væri alveg ómissandi beib á svona stað! svo samhliða áfenginu sem rann af mér rann egóið af mér, og ég hlammaði mér á stól og sendi honum sms, þegar ég var búin að sannfæra sjálfa mig um að ég væri sko bara að því til að hann vissi að ég væri ennþá úti klukkan 4, "ég er sko úti að djamma ekki velta mér uppúr fávitaskapnum í þér!" my ass! ég held að það væri spennandi issue fyrir félagsfræðinga að ganga um með videokameru á djamminu, því þegar ég var sest lenti ég í einum furðulegasta klukkutíma lífs míns, það var einhver gæji þarna sem var búinn að gera nokkrar tilraunir til að nálgast mig en ég var ekki alveg í stuði fyrir eitthvað svoleiðis, en þegar ég er sest, með símann í hendinni (spennandi gella..?) notar hann tækifærið og kemur til mín og fer að spjalla, svona uppað því marki sem hægt er að spjalla inná svona stað, það tók trúlega svona 4 endurtekningar að ná nafninu hans og enn fleiri að fá þessar beisikk upplýsingar, aldur og "what the fuck r u doing in iceland" nema hvað, á þessum stutta tíma sem ég sat og talaði við hann, komu svona fimmtíu litlar stelpur að tala við hann, knúsa hann, kyssa hann á kynnina eða skaka sér uppvið hann á einhvern annan hátt, og ég í mínu bitter stuði lá frammá borðið og grét úr hlátri, gerði endalaust grín af þessu, honum fannst þetta fyndið í svona korter, svo næstu tuttugu mínúturnar var hann farinn að pæla hvort ég væri bara í massa vondu skapi, eftir um fjörtíu mínútur var kominn svona.. er-manneskjan-geðveik-svipur á hann, en hann þraukaði samt að sitja þarna alveg lengi eftir að við vorum orðin uppiskroppa með umræðuefni, en hann stökk upp um leið og jesse kom að tala við mig, trúlega frelsinu feginn, hefði maður haldið, en alda litla var þarna inni, sá hann labba í burtu, og vitandi af öllu kjaftæðinu sem er búið að ganga á, vorkennir hún mér og rýkur á eftir honum útí dyr og otar að honum símanúmerinu mínu... alveg gegn mínum vilja (hóst hóst) en ég var víst ekki leiðinlegri en svo að gæjinn var búinn að hringja í hádeginu daginn eftir, er það ekki kommon regla hjá amríkönum að bíða í svona átta daga? kannski er þetta eitthvað thing að safna saman stelpum til að fjölmenna á leikina hjá þeim, en dísúss, mér finnst körfubolti leiðinlegur, ég er léleg í að horfa á svona, og enn lélegri í að láta eins og mér finnist þetta spennandi, og guð forði mér frá því að þurfa að fara að hoppa og klappa bara af því að það er einn hot gæji á vellinum, kannski ég ætti að reyna að ímynda mér líkamsþyngd þess gæja af slúðri, og þá gæti ég kannski verið pínu sannfærandi í klappinu...

þegar ég kom heim daginn eftir, ég gisti ss útí nesi, þá angaði allt af reykingarlykt, jukk, það var reykt inni allt kvöldið og íbúðin mín er ennþá gegnsýrð af fýlu!

svona í framhaldi af útlendingum og útleskum reglum og tónlist og rassadillum á ópus, ákváðum ég og kata að það væri 30 stiga hiti í rvik! við fórum í sund á litlu sætu bikíníunum okkar og veltum okkur um í svona tvo klukkutíma, og svo eins og maður gerir á heitum dögum á íslandi (í þessu tilviki rétt undir frostmarki) þá fórum við og fengum okkur ís í álfheimunum, þarna stóðum við, sjúskaðar frá hell, hökkuðum í okkur ísinn og skulfum af kulda, í orðsins fyllstu merkingu, ég stóð varla í fæturnar þegar við löbbuðum út, settumst uppí bílinn, setti á mig ullarvetlinga og miðstöðina í botn, ég er snillingur í að vera hallærisleg... næst sleppi ég ísnum, my vote for heitt kakó í næstu þynnku, og rjóma með... mmmm

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha.. já.. þú ert spes eva mín.. passaðu að fara ekki of illa með karlpeninginn þarna ;] .. Mundi feeda þig með slúðri en eina sem ég geri allan daginn er að slefa, horfa á sjónvarpið, eða hanga í tölvunni, Belgium rules! bið að heilsa orra binladen!

12:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha ísland er heitasta land í heimi! Maður þarf bara að hafa rétta hugarfarið, var í fjallgöngu um helgina var kominn upp í 3000m hæð og bara hey veðrið hérna er alveg eins og heima á íslandi, þeir voru meira að segja með krækjiberjalyng og vesen :D

1:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

shíshjúss

3:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já við vorum ansi bjartsýnar á góða veðrið Eva mín:) hehe. En ég styð tillöguna þína um heitt kakó og rjóma.

Lovs

Katrín

10:23 f.h.  
Blogger eva dögg said...

orri binladen er í felum í fjallahellinum sínum, ég get ekki skilað kveðjunni vegna óskilgreindar hættu á að koma upp um felustað hans, krækiberjaling í 3000 metra hæð, varstu ekki bara farinn að sjá ofsjónir?

5:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mmmm.. Krækiber! Gaman að þessu - Segðu svo að maður kommenti ekki hjá þér.. :) Sjáumst annað drengjakveld..

11:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæfileiki sem að ég neyddist til að þróa með mér, er kallaða af fræðimönnum "fjórða augað".. sálfræðingurinn minn vill meina að þetta tengist eitthvað því hversu oft ég datt á hausinn þegar að ég var lítill..

11:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta með slúðrið ég held að þriðjungur þjóðarinnar séu eins og þú bara þora ekki að viðurkenna það.
Ojbara ís og kuldi er ekki að fatta það (við verðum í hita með ís í næstu viku á Flórída).
Kv.Solla Hauks.

11:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú er helgin liðin. Heldurðu ekki að það sé kominn tími fyrir þig til að blogga væna mín, ég veit þú hefur frá einhverju að segja. Ég veit þú kíktir á lífið.... Spill it ;)

9:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home