mánudagur, október 31, 2005

here´s a day brightener

spurning dagsins:
hvernig tekst Evu að enda laugardagskvöld sitt afturí bíl hjá pari, sem hún þekkir svo gott sem ekki neitt, og er að taka eina af sínum lokarifrildissyrpum?
kommon, það tækist þetta engum nema mér!!

ég hef fengið formlegt leyfi hjá jenný til að posta þessari sögu, þetta er afskaplega áhugavert ævintýri, en fær mann til að velta vöngum hvort að ég leiti uppi þessa gæja eða hvort að þessir gæjar elti mig uppi...
ok, ok, þið hafið trúlega ykkar álit á þessu en leyfið mér að lifa í mínum heimi og velta þessu fyrir mér framm í rauðan dauðann...

þegar terry fór í september ætlaði ég að vera geðveikt lónlí gella og taka mér frí frá körlum í bili, en fór út að djamma með kareni frænku og þessi ákvörðun var gleymd fyrir miðnætti, það var einhver gaur þarna sem ég talaði aðeins við og nennti svo ekki að standa og láta öskra í eyrað á mér svo ég gaf honum símann minn og kvaddi. Eftir einum of brjálað kvöld endaði ég fárveik uppí rúmi allan sunnudaginn, með hræðilega gubbupest, það eru komnar sex vikur og ég er ekki enn búin að voga mér aftur á mamas tacos, og við erum að tala um manneskju sem át þar einu sinni í viku!
ég smsaðist við þennan gæja allann sunnudaginn, hann sagðist ekki eiga kæröstu og væri ólmur í að fá að hitta mig, hann kom í heimsókn daginn eftir og svo framvegis, kúl gæji, skemmtilegur og hress, og allt gekk eins og þetta deit period gengur, svo fór ég að heyra spúkí sögur, og kemur ekki bara í ljós að maðurinn hafði bara alveg steingleymt að nefna það við mig að hann ætti jú kæröstu og 3, trúlega 4 börn! jæja, ég sem þarf yfirleitt að gera hlutina á óhefðbundna háttinn hafði uppá stelpunni og sagði henni hvað maðurinn væri að aðhafast þegar hún var ekki nálægt, hún var ekki lengi að sparka honum, skiljanlega, og við tvær skemmtum okkur vel og lengi við að rugla í honum til skiptis, og gaurinn sem virðist ekki hafa eitt einasta bein í líkamanum sem sér um eftirsjá (já já, líffræði smíffræði) bauð okkur í heimsókn til skiptis og skildi svo ekkert í því afhverju við létum eins og bjánar.

allavegana, eftir alveg endalausa sápuóperu og botnlaust drama þá enduðum ég og jenný úti á djamminu á laugardaginn, honum cliff ekki til neitt voðalega mikillar ánægju, ég mundi allavegana ekkert vera neitt rosalega ánægð ef að ég mundi rekast á einhverja tvo gæja sem væru hvor öðrum reiðari útí mig saman á djamminu, ég væri farin að heyra í huganum hvernig þeir bölvuðu mér í bak og fyrir og skiptust á humiliating sögum um mig, en ég er náttla frekar sækó, en það var nákvæmlega það sem við gerðum allt kvöldið! hann var svo pirraður að í eitt skiptið sem að við löbbuðum framhjá honum gerði hann sér lítið fyrir og reif í hárið á jenný, gellan var ekki lengi að snúa sér við og bitchslappaði hann fyrir framan alla! pínulítil ljóshærð skvísa stelur kúlinu big time af svona gæja sem getur ekkert gert til baka, á þess að eyðileggja orðspor sitt endanlega!

í góðmennsku minni fengum við jenný hana öldu litlu til að leika smá leik með okkur, manneskjan á skilið orðu fyrir frammistöðu sína í þessu, hún fór til cliffs og fór að daðra við hann, það tók hana ekki 3 mínútur að fá hann til að biðja um símann hennar, og stuttu seinna voru þau komin í hörku dans útá gólfi, og við erum að tala um hörku dans, og það er ekkert lítið þegar þú ert útá dansgólfi á ópus! eftir smá stund þegar að við vorum farnar að sjá það á öllum svipbrigðum hans cliffs að hann var nokkuð viss um að hann þyrfti ekki að redda sér einhverri gellu klukkan korter í þrjú, þá labbaði ég til hans, hann var ekkert búinn að vera sá ákafasti í að tala við mig um kvöldið, þannig að hann tók aðeins í öldu með svona "fuck off, i´m busy" attitúd, heví kúl á því, með herkjum náði ég samt athygli hans... let me introduce u to my little cousin! ég hélt að andlitið ætlaði af honum, og það eina sem hann kom upp var það sem að ég held ég hafi heyrt hann segja uþb fimm hundruð sinnum á síðustu viku, "i´m cool" riiight, u look lika an asshole right now! við grenjuðum úr hlátri, massa ánægðar með árangur okkar í þessu máli, cliff fullyrti að honum væri meira en sama um þetta allt, samt greinilega ekki meira en svo að hann lenti í slagsmálum stuttu seinna og var hent út.
þannig atvikaðist það að ég og jenný fórum á eftir honum stuttu seinna því hún þurfti að ná í eitthvað drasl í bílnum hans, fuss, þarna sat ég eins og illa gerður hlutur í 40 mínútur, ekki svo að segja að ég hafi ekki notið þess í botn að geta fengið hann til að fronta allt sem hann var búinn að segja og gera, hann var búinn að ljúga jenný fulla og þurfti að standa fyrir öllu sem hann sagði, ég var orðin massa pirruð, reif af honum húfuna, og ég held að ég hafi slegið öll met sem til eru í að fara í taugarnar á fólki, ég er bara stolt af því, hann átti alveg skilið að eiga smá miserable kvöld, því við skvísurnar skemmtum okkur vel.

quote dagsins:
don´t mess with eva, þú gætir tapað húfunni þinni, og kærustunni!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Loksins ég er búin að bíða spennt eftir þessari sögu hehe. Þú ert nú alveg æði sko ég er ennþá að hlægja af þessu með húfuna nema að ég myndi senda honum hana til baka í pósti lol :-) Kveðja Jenny

5:28 e.h.  
Blogger eva dögg said...

daaarn, ég nenni ekki að tína alla bútana uppúr ruslinu! með eyrnapinnum og pizzuafgöngum...
hmm... þetta er að byrja að hljóma eins og það sé worth it!
múhahah

5:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Correction, kærustunum....
hehe góð saga og hann á alveg skilið að geta ekki hözzlað meira á íslandi... megi allar íslenskar gellur vita hversu ómerkilegur hann er...

6:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er byrjuð að halda að þú leitir uppi svona drama Eva Dögg. Þú ert ein af þeim skarpari sem ég þekki og það segir mér það enginn að þú sjáir ekki í gegnum fólk fyrr.... þú allavega sérð í gegnum allt á endanum! Púff ekki hægt að fylgjast með þessu öllu saman segi ég bara.
En annars þá sakna ég þín og Orra, þú ert búin að vera of upptekin í svona dramadóti.

11:48 e.h.  
Blogger eva dögg said...

pff, sko, jósó, galdurinn við að verða skotinn er að sjá ekki í gegnum fólk! því maður mundi missa áhugann á nóinu ef maður sæi hvernig það er í raun og veru...
og ég fullyrði að ég líti bara út fyrir að vera auðvelt fórnarlamb
over and out!
eva

10:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert snilld knúsan mín:-) kveðja Amanda

10:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha þeir sem líta á þig sem auðvelt fórnalamb eru ansi mikið blindir ;-)

3:54 e.h.  
Blogger eva dögg said...

hehe, lít bara út fyrir að vera það...
but daaaamn did i fight back!!

5:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann er ekki bjartasta ljósið á seríunni.

kv. Aron Ólafs.

1:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home