mánudagur, nóvember 20, 2006

Bölvuð Beljan!!

Litli strumpurinn minn á að minnsta kosti helmings heiður á móti mér af öllum þeim skemmtisögum sem hafa komið hérna inn; ég sé um að koma mér í vandræðalegar aðstæður og hann reytir af sér gullkornin, ég er ennþá að jafna mig eftir það nýjasta.

eftir hrakfallaför mína til bandaríkjana holaði ég mér bara niður í forstofuherberginu hjá mömmu útí nesi, og honum finnst það ekkert leiðinlegt, bara fleiri til að láta snúast í kringum sig, í fyrrakvöld var ég að reka hann í rúmið,og fór svo inná bað, og mamma sagði honum að fara inn í rúm nokkrum mínútum seinna, samtalið sem fór þeirra á milli í kjölfarið er eitt það fyndnasta síðan "day brightenerinn":

mam: farðu inní rúm viktor orri
vo: en þú verður að koma með mér og lesa fyrir mig
mam: lestu bara sjálfur elskan
vo: en amma ég kann ekki að lesa
mam: þú verður að fara að læra það þá
vo: þá verður þú að kenna mér stafina
mam: já kanntu ekki stafrófið
vo: jú...
hann byrjar að syngja nokkrum nótum of hátt : ABCD...
og amma tekur undir EFG eftir kemur HIÍJK, LMNO einnig P, ætli Q þar standi hjá
vo: ooooh amma, ég þoli þetta ekki!!!
mam: nú hvað?
vo: þú syngur þetta vitlaust!!!
og þau byrja uppá nýtt, og alltaf endur tekur þetta sig, amma fullyrðir að hún syngi þetta alveg rétt, en á alltaf sama stað stappar viktor orri niður fætinum og skammast, á endanum segir hann í uppgjafartón "OOOOH, amma! það er engin KÚ í stafalaginu!!!
mam: hvað meinaru, auðvitað er q í stafrófinu....?
vo: AMMA NEI!!! ÞAÐ ER ENGIN BELJA Í STAFALAGINU!!!! KÚ ER BELJA!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað getur maður sagt??? Drengurinn er snillingur, ekki hægt að leiðrétta svona fullkomlega rökrétta athugasemd..

11:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og mér finnst ég stundum lenda í basli á ferðalögum! Þið eruð snillingar mæðginin! Ég sit bara með hökuna í gólfinu...

12:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hhahah...hann er svo fyndinn:)...en hver er sagan sem kom á undan...langar svo að heyra:)
Hún var líka alveg kostuleg sagan um unglingabóluna;)...gáfaða barn:)

Kveðja Lóa

9:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha hann er einstakur:) leidinlegt ad heyra med ameríkuferdina, mjög undarlegt.. er samt mjög glöd yfir ad fá ad hitta bædi tig og amöndu um jólin;) knús frá dk, hineva

1:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home