þriðjudagur, nóvember 14, 2006

WELCOME TO THE U.S.

ég játa mig sigraða, annaðhvort er draugagangur í kringum mig, eða þá að það er eitthvað óeðlilega mikið af furðulegum tilviljunum að hrella mig...

ég ætlaði til amríku, en ég er ennþá heima, ég fór í stystu ferð sögunnar, eða stoppaði í usa í ca 2 tíma, fékk ekki einu sinni tíma til að fá mér starbucks, urr, mér sem hlakkaði svo til (já MÉR)

þetta byrjaði allt saman á fimmtudeginum, þegar bíllyklarnir mínir hurfu, gjörsamlega gufuðu upp, ég hljóp um allt eins og sækópaþ og leitaði en allt kom fyrir ekki, átti að mæta í flug á föstudeginum sem var síðan seinkað um marga klukkutíma vegna veðurs, svo ég sá framm á að missa af tengifluginu mínu svo ég breytti fluginu mínu yfir á laugardag, nema hvað, að veskið mitt með öllum kortunum mínum var læst inní bílnum mínum og lyklarnir fundust hvergi, og ég þurfti að staðfesta kortanúmerið mitt í síma við northwest airlines til að geta breytt fluginu, fluginu sem ég nota bene borgaði 240 dollara fyrir og þurfti að borga 350 dollara í viðbót til að breyta!!! eftir stapp og frekju við bankakonurnar í íslandsbanka klukkan fimm mínútur í sex tókst mér að draga uppúr þeim númerið á kortinu mínu og hringja og breyta öllum flugunum, hjúkket, svaka glöð...
þannig að á laugardeginum klukkan þrjú dröslast ég útá flugvöll, með eldsnöggu stoppi uppí kirkjugarði hjá pabba, ég bað hann í fljótu bragði að passa uppá okkur á ferðalaginu, ég get svarið að ég held að hann hafi tekið mig aðeins of alvarlega, því að þegar ég kem uppá flugvöll og tékka mig inn, sem tekur sinn tíma, og daman réttir mér boarding passana, þá úbbs, nei, þetta er ekki rétt... ALLT VITLAUST BÓKAÐ!! hún þurfti að byrja uppá nýtt því allur farangurinn var vitlaust bókaður, þó svo að vélinni hafi verið seinkað um hálftíma enda ég á hlaupum útí vél, með monsu á öðrum handleggnum og strumpa á harðahlaupum tókst okkur að dröslast aftast og hlamma okkur niður, það er svo æðislegt þegar maður finnur vélina lyfta nefinu, þá kemur alltaf svo góð tilfinning "ég er að fara til útlanda" nema hvað PLONK nefinu skellt niður aftur og snarbremsað og skransað útá brautarenda "góðir farþegar, það er flugstjórinn sem talar..." bölvuð maskínan var biluð!! sem betur fer var laus ein vél og 0kkur er "umpakkað" yfir í hana, viktor orri var ennþá hress og kátur og á meðan við biðum eftir að komast inn tókst honum að starta hópsöng á guttavísunum með fullt af grunnskólakennurum frá smábæjum um allt land, svaka stuð, ef þú ert ekki búin að þurfa að hlusta á guttavísur mörgum sinnum á dag í mánuð.
o jæja, við komumst allavegana í loftið, lendum í minneapolis, og sitjum föst "góðir farþegar, það er flugstjórinn sem talar..." raninn er bilaður, það þurftu að koma trukkar og draga vélina með öllum farþegum og farangri á annað gate, alltílagi svosem, nema það að nú er seinkunin orðin rúmir þrír tímar, og ég orðin soldið stressuð að missa af áframfluginu, ferðalagið nú þegar orðið um tíu tímar, svo að þegar við komum að passport controlinu, labba ég uppað öryggisverði og brosi (hefur alltaf virkað voða vel) og spyr hvort það sé einhver séns að flýta eitthvað fyrir mér því ég sé ein með börnin og hafi innan við klukkutíma til að ná fluginu, gaurinn bregst ekkert smá illa við svo ég segi bara ok ok og labba í burtu, en eins og sönnum íslendingum sæmir ákvað kennarahópurinn í einni röðinni bara að hleypa mér frammfyrir, en þá fýkur eitthvað í öryggisverðina, og það kemur kelling á túr, með reytt aflitað hár og rauðar neglur og spyr mig hvort ég hafi fengið leyfi "face to face" hjá öllum úr röðinni til að fara framfyrir, og ég neita, svo hún segir mér að fara aftast í röðina, ég spurði sjokkeruð hvort hún væri nú ekki að djóka, "MAAM, i´m a federal officer and i´m telling you to step back and go back in the line, NOW" ég þorði ekki öðru, hugsaði bara skítt með flugið, svo kemur hún aftur og segir að ég eigi að koma að tala við sig í græna herberginu þegar ég er komin í gegnum passport controlið, þar enda ég inni, sitjandi á gólfinu að reyna að troða snuðinu uppí monsu, og að reyna að draga viktor orra undan einhverjum bekk, með fimm vopnaða verði í kringum mig, spurjandi mig spjörunum úr, þeir spurðu mig fáránlegra spurninga eins og hver gaf mér hringinn sem ég var með, hvað eru margar rendur á búningnum hans jasons, og so on so on, BULL. þarna sat ég í yfirheyrslum í þessa tvo tíma sem ég stoppaði í bandaríkjunum, ég stamaði og hökti, og gat ekki svarað helmingnum af því sem þeir spurðu mig, því ég var orðin massa þreytt, og þeir þjálfaðir í að taka mann á taugum, þeir endurtóku aftur og aftur að ég væri að ljúga um allt, og það sem gerði útslagið var að það náðist hvorki í jason né lenu, lenu símanúmer var að skiptast á milli kerfa akkúrat þennan dag, og jasons sími var að skiptast á milli svæðisnúmera akkúrat þessa tvo klukkutíma, svo það var enginn til að bakka upp söguna mína, fyrir þeim var ég bara einhver kelling sem var að reyna að komast ólöglega inní landið (uuuh, í ólöglegt jólafrí hlýtur að vera þar sem ég átti skráð flug heim í janúar)
það endaði með því þegar þeir voru búnir að vera að grilla mig þarna í einn og hálfan tíma að ég sagði bara já við öllu, að ég væri að ljúga öllu sem þeir sögðu að ég væri að ljúga og ég kinkaði bara kolli, vildi bara komast útúr aðstæðunum.
nú er ég skráður glæpamaður í bandaríkjunum, er ekki velkomin þar næstu þrjá mánuðina, ég endaði í lögreglufylgd útí flugvél, í sömu vél og sömu sæti...
mér finnst ekkert voða skrýtið að þeim gangi illa að stoppa terroristana fyrst þeir eyða öllum þessum mannafla í stelpu með tvö lítil börn, því það voru átta manns með mér í herberginu allan tímann, hinir þrír voru við borð þarna hjá...

aumingja jason sat á flugvellinum og beið eftir mér í fjóra tíma, ég náði ekki í hann fyrr en ég kom aftur til íslands, búin að leigja bílaleigubíl og alles til að koma okkur heim...

slap me or something, því ég get samt ekki beðið eftir að komast aftur út, nema næst fer ég í gegnum JFK þar sem þeir eru actually að reyna að bösta fólk sem er að gera eitthvað af sér
LOL

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

JAYSUS CHRIST ON A BIKE!

3:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jesús pétur og ólafur ragnar g... Ef ég vissi ekki betur myndi ég segja að þér væri ekki ætla að búa í U.S.A sleva, þeas ef ég vissi ekki hvaða óbeit þú hefðir á þessu skítkalda landi (ég væri til í að fara til lenu til flórída eða eitthvað núna) og ef ég vissi ekki hvers konar ferðalangur þú ert... Og ef ekki væri fyrir Jason. Vona bara að það gangi betur næst að fara heh

lots of kisses.. Skotta

6:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er bara slæmt karma.

Þér var nær að vera með frekju við bankastarfsmanninn.

6:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hihi...þetta var sterkur leikur hjá góðum aðila ;-) og vissi sá hinn sami að það þýddu engin vettlingatök á þér Eva mín...ég er SÁTT :-)...kannski er það bara frekja í mér að vilja hafa ykkur NÆRRI ( ég vil líka fá Lenu HEIM)

Stórt knús...

kveðja

ásta frekjufrænka

9:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki eðlilegt hvað það vantar mikið í hausinn á þessu liði. Hvernig væri að hafa smá common sense eða heilbrigða skynsemi eins og það kallast. Eins mikið og ég elska að fara til USA þá.... say no more, ég vil ekki fara á bannlista eins og þú....haha :) Og síðan skil ég ekki hvernig það getur staðist að þú fáir ekki upplýsingar um hvort þú sért bönnuð fyrir lífstíð eins og konan á túr hótaði eða hvort þú sért á banni í 3 mánuði. Til hvers eru sendiráð.

En ég er allavega bara ánægð að fá ykkur heim en ég veit að þú vilt alls ekki vera á klakanum þannig að ég vona að þetta reddist allt þín vegna. Og að þið farið aftur til USA :)

7:30 e.h.  
Blogger eva dögg said...

haha!!
ég hlýt að vera að vinna mér upp nokkuð mörg fyrri líf af slæmu karma þá, því að ég er ALLTAF að lenda í einhverju asnalegu!!!

3:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá, hræðilegt að lenda í þessu helv. ógnarveldi kanans þar sem saklaust fólk er tekið og grillað af engri sjáanlegri ástæðu... nema náttúrlega að þú sért einhver terroristi hmmm??

2:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er alveg ótrúlegt, ég var í þessu sama flugi og sömu röð. Það sást um leið og við komum inn í flugstöðina að þessi kona var frekar grumpy og fékk hún nafnið grimmhildur grámann í okkar hóp. Við höfðum nú á orði að okkur hefði alveg þótt það sjálfsagt að einhver úr okkar flugfélagi hefði getað aðstoðað þig við að komast í gegn sérstaklega út af allri þessari seinkun og að þú varst að ferðast ein með tvö börn. Mér finnst það alveg magnað hvernig sonur þinn tók þessu öllu saman, söng bara guttavísur fyrir okkur og ekkert að kippa sér upp við þetta vesen og ekkert heyrðist í þeirri litlu. Það kom nokkrum sinnum til tals hjá okkur í ferðinni hvort að þú hefðir nú ekki örugglega komist á leiðarenda fyrir rest, en þegar við komum heim viku seinna heyrðum við af óförum þínum og ég mátti til með að commenta hjá þér. Ég spyr bara hafa þeir virkilega rétt til þess að koma svona fram við þig eins og þeir gerðu og að bjóða börnunum þínum upp á það að sitja við yfirheyrslur í 2 tíma. Gangi þér vel í næstu ferð.
Kveðja Ásdís

3:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æ fallegt af þér að kommenta :) takk takk

málið er að kerlingin hafði enga ástæðu til að senda mig eitt né neitt, fyrr en ég "viðurkenndi" að hafa logið öllu, að jason væri ekki til og ég hafi ætlað að hverfa bara um leið og ég lenti. málið var að það kom einhver karl og ég heyrði hann segja að vélin væri að fara eftir fimm mínútur, ég var orðin úrvinda af þessu öllu og vildi ekki til þess hugsa hvað þeir myndu gera við mig ef ég hefði ekki fengið "far" heim fyrr en sólarhring seinna, þannig að ég bara játaði mig seka. hún var segjast geta hent mér í fangelsi fyrir "federal crime" svo mér leist ekkert á blikuna... þeir tóku af mér passana og handfarangurinn og snöppuðu þegar ég snerti símann minn, og greyið viktor hékk í handleggnum á mér og spurði í sífellu afhverju þeir væru með byssur, ég gat ekki hugsað mér að eyða meiri tíma þarna ef ég kæmist hjá því...
ég fór niður í sendiráð og málið er víst þannig að ég er bara skráð hjá þeim sem "deported" og engar frekari skýringar, hennar ákvörðun er næg og hún þarf ekki að rökfæra hana á neinn hátt, hún var einhver supervisor þarna, svo hef ég eftir að ég kom til baka heyrt allskyns furðusögur af þeim þarna í minneapolis, skilst að þeir hafi ekkert betra að gera en að pikka út fólk eftir því hvernig skapi þau eru í..
hehe
kv
Eva Dögg

11:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eva, þú segir sólahring. Nei á veturna er flogið sjaldnar og í þessu tilviki hefðir þú þurft að dúsa í 2 nætur! Nema að fara með öðru flugfélagi en Icelandair.

3:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ
Greyið mitt .... Held hreinlega að þú hafir slegið út mitt ferðakarma .....
Vonandi þá kemstu út bráðlega ....
ég skal bara fá mér stórt Starbucks fyrir þig ....
Frænka mín var ein af þessum grunnskólakennurum ...
Kveðja frá USA-Boston
Hildur og Anika
www.systurnar.barnaland.is

6:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home