mánudagur, nóvember 29, 2004

ehhluuuu...

Það gerist ekki nóg hérna á þessu blessaða íslandi, ég er búin að vera alveg endalaust róleg allt árið, og svo er ég að reyna að taka smá rispu núna, því það er ekki hægt að klára árið án þess að hafa gert neitt að viti.
Þannig er það nú, að rólega Eva er actually búin að fara út að djamma síðustu tvær helgar í röð, og það frekar duglega, að mér finnst, Valeriu finnst það ekkert rosalega merkilegt djammið hérna, hún skilur ekki hvers vegna við drekkum okkur ekki bara full og látum eins og bjánar heima hjá okkur, fyrir utan það að það þurfi annan hvern mann amk tvo þrjá bjóra áður en hann getur staðið upp og dansað, þarna úti er pointið með því að fara út að djamma að dansa og fá sér kannski í glas í leiðinni, en við, elsku köldu íslendingarnir gerum ekki of mikið af því, ég fékk hana samt til að lofa að taka eitt gott djamm með okkur, á íslenskan máta, áður en hún fær rétt til að afneita þessu... okkar dásamlega og heimsfræga næturlífi, Reykjavíkurborg uppá sitt besta...
ég er farin að bulla...


miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ok Ok, ég veit að ég er löt, það bara er svo tilbreytingarlaust lífið hérna....
annars, það er einn brandari búinn að gerast undanfarið, en ég þurfti tvo daga til að melta það að það væri actually hægt að hlægja af þessu, þannig var að á mánudaginn, þá stíflaðist helvítis ruslakvörnin hjá mömmu og pabba, þau voru búin að vera úti í bandaríkjunum í 2 vikur, og ég ætlaði að nota mánudag og þriðjudag til að taka til því þau voru due á miðvikudagsmorgni, nema hvað, ég er svona rétt að reyna að taka til í eldhúsinu þegar að það kemur bara heill geysir af ógeði uppúr eldhúsvaskinum, og við erum ekki að tala um hreint vatn, við erum að tala um ruslaógeðið úr kvörninni, hún réð ekki við það, var stífluð og spýtti því semsagt útúr sér uppúr vaskinum, og því sem ég komst að smá stund seinn að hún var að æla úr sér innú uppþvottavélina líka, þannig að eftir smá stund byrjaði uppþvottavélin að flæða, sem og vaskurinn, útum allt eldhúsgólf og alveg fram, svo kom stebbi frændi að laga þetta og ég og valeria fórum að reyna að moka vatninu í fötu, og Inga ætlaði að passa Viktor Orra á meðan, en eitthvað fór það fyrir lítið, og hann var með eitthvað illt í maganum, og getið hvað, hann náði ekki inná klósett, svo það voru tveir metrar af niðurgangi á stofuteppinu, ég elti hann inná bað til að hjálpa honum, en þá er hann hálfkominn úr brókinni og er að reyna að hrista hana af sér, með þeim afleiðingum að það var veggurinn, ofninn, klósettið, skápurinn sem urðu fórnarlömb þess sem að nærbuxurnar innihéldu... þetta tók um tvo tíma að þrífa, ég í massapirruðu skapi, settist svo niður til að borða pizzu því ég nennti sko ekki að elda eftir þetta ævintýri! Viktor Orri hafði svosem ekki mikla lyst sem betur fer, því að það eina sem mögulega gat gerst þennan dag ofan á allt annað gerðist, Viktor Orri skilaði pizzunni á eldhúsborðið, sem betur fór voru allir búinir að borða... :s

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Þú ert ljót!
Viktor orri er náttúrulega gangandi brandari, þó ég sé stundum í miklum vafa hvernig ég á að taka því sem hann segir, auðvitað verð ég voða glöð og ákveð að hann hafi fullan skilning á því sem ég er að segja þegar að hann segist elska mig og allt svona, finnst hann voða klár að vera orðinn svona mikill sjarmur þó hann sé ekki eldri, en svo koma hlutir inná milli sem að ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við, eins og um daginn vorum ég og max og viktor orri að borða pizzu hérna heima, viktor orri var ekkert alveg á því að sitja og éta þegar það var svona skemmtilegur gestur í heimsókn eins og max, og var á einhverju vappi, ég sat í sófanum og gæddi mér á pepperoni pizzu, og tókst rétt svo að útiloka tilhugsunina um æfingarnar sem ég þyrfti að gera daginn eftir, jæja, alltíeinu þagnar viktor orri alveg, labbar beint til mín alveg heví alvarlegur á svipinn, horfir beint á mig allan tíman, og segir svo með vandlætingartón: "þú ert ljót"!!!!
ég og max gjörsamlega frusum, svo byrjaði max að berjast við að halda pizzunni uppí sér, ég hélt í nokkrar sekúndur að hún kæmi útum nefið, hann var sprunginn úr hlátri á meðan ég var bara ennþá að ákveða hvort ég ætti að hlægja eða gráta, þetta var víst soldið fyndið, allavegana öskruðum við úr hlátri eftirá, en ég hugga mig við það að hann sé bara tveggja og viti ekkert um hvað hann er að tala ;)
Helvítis einokunarfyrirtæki!!
Inga Þyrí var eitthvað að nöldra un að ég bloggaði ekki nóg... maður þarf nú að hafa eitthvað að tala um, það er ekkert að gerast núna sem er í frásögur færandi, nema það að ég er að fara út í janúar, alveg ákveðið, búin að kaupa miðann og alles, sem þýðir það að ég þurfti að kljást við flugleiðir og allt sem þeim fylgir...
Ég ætla að drita á vildarklúbbinn!
Ég skráði mig í hann árið 2001, þá var ég á leiðinni til florida með Val, og við skráðum okkur bæði, samkvæmt reglunum þá á maður að fá kortið sent eftir að maður kemur heim úr fyrstu ferðinni sem er skráð á kortið, við komum heim en fengum engin kort, ég pældi svosem ekkert mikið í því þá, því maður er yfirleitt það blankur í langan tíma eftir góðar utanlandsferðir að maður er ekkert á leiðinni út meira á næstunni, sérstaklega ef maður hefur tekið gott verslunartripp í ameríkunni... síðan þá er ég búin að fara 3 sinnum til ameríku, og er að fara núna aftur, svo ég fór að spurjast fyrir um kortið mitt því nú var verið að selja ferðir á eingöngu punktum, en þá var ég aldrei skráð í klúbbinn fyrr en í janúar á þessu ári, fyrir utan það að ég hef ekki nokkra hugmynd um það hver skráði mig!!! því ég skráði mig vorið 2001, engir punktar inná kortinu að sjálfsögðu og sorrý stína, eina sem var möguleiki á að laga var ferðin sem ég fór síðast, ef ég á ljósrit af farseðlinum mínum, "já, ekkert mál frú stúpid vildarklúbbskona, ég nefninlega tek alltaf farseðlana mína og ljósrita þá áður en ég fer til útlanda og geymi svo afritið í nokkur ár!!" hvaðan koma svona reglur?? mér er sko spurn, ég var massa pirruð, en skemmtilegu konurnar hjá mastercard sem gáfu mér 9000 kall björguðu samt deginum mínum.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Það er ekkert grín hvað augabrýr geta verið mikið keis... ég hef alltaf verið frekar stolt af augabrúnunum mínum, því þær hafa verið dökkar og fínar, og á meðan allar vinkonur mínar hafa baksað við að lita þetta hef ég setið sátt við mitt. Nema hvað, ég komst að því einn daginn þegar ég var að koma úr ræktinni, að það er actually hægt að vera með andlit þegar maður kemur útúr sturtunni, svo ég tók mig til og fór og keypti mér augnabrúnalit. Geðveikt dugleg, ekkert mál, las ég leiðbeiningarnar í flýti og skellti þessu á mig, beið ekkert heldur tók þetta beint af og fékk taugaáfall, ég og mínar helvítis tilraunir....
Ég klippti á mig topp...