fimmtudagur, júlí 28, 2005

Brill

Það er búið að vera fjör á bænum í dag, verslunarmannahelgin að koma og svona, síðan mín búin að fá massa auglýsingu... hehe
aldrei datt mér til hugar að það væri einhver að lesa bloggið mitt, hingað til hafa mosh og lena verið svo gott sem þau einu sem fara reglulega inná þetta, og svo vinkonur mínar ef ég læt þær vita að ég sé búin að skrifa eitthvað sem að mér finnst á mínum furðulega húmor vera fyndið. það er nákvæmlega það sem gerðist í dag, ég skrifaði í gærkvöldi skemmtilega sögu um hvað gerðist hjá mér síðustu daga.. eða nánar tiltekið um síðustu helgi, ég var sallaróleg að borða með max og luke og viktori orra á kínverskum stað í hafnarfirðinum þegar síminn byrjar að hringja, heyrðu, þá var eitthvað fólk útí bæ búið að ramba inná síðuna mína, sem þekkti mann sem þekkti mann, og alltíeinu eru allir fokvondir! hýjenurnar úr sögunni hérna fyrir neðan að missa sig og búnar að gera risa link á síðuna sína yfir á mig, fröken tirutonu! merkilegt hehe,
þetta var nú allt í góðu gamni, aðallega ætlað til að skemmta mér og fjarstöddum systkinum mínum, en þegar ég kommentaði eitthvað um það á síðuna þeirra þá var það þurrkað út jafnóðum, það má sko ekki sjást að það standi ekki allir með hýjenunum! sömuleiðis hvarf allt út sem sagði eitthvað of náið þeim, eða beisikklí allt sem þær kölluðu skítkast á sig, með öðrum orðum hljómaði ekki eins og þær væru saklausar prinsessur og við hinar eins og gellur með overload af sjálfstrausti og allt sem lét mig ekki hljóma eins og vænissjúka kónguló, hehe, svo þegar þær eru búnar að laga til í kommentunum sínum, þá lítur þetta voða skemmtilega út..
Gaman að þessu
hefði samt verið skemmtilegra að sjá þessi komment þróast eðlilega...

Allavegana, litli skæruliðinn minn er að syngja nasty boy með trabant og taka hýðið utan af mandarínu fyrir framan ruslatunnuna, svo hendir hann hverjum einasta bút af hýðinu beint í ruslið og talar við það og kveður um leið... sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, ég skildi aldrei hvað pabbi var að tala um þegar hann kallaði okkur hálfklikkaða familíu og hló, við erum miklu meira en hálfklikkuð, nú missti hann mandarínuna í ruslið og er að bjarga henni uppúr með tilheyrandi slysa hljóðum, gangandi brandari barnið
hehe
jæja, ég er farin að sofa, þarf að mæta eldsnemma í vinnuna á morgun og er úrvinda eftir skemmtun dagsins ;)
sjáumst á innipúkanum um helgina pæjur

miðvikudagur, júlí 27, 2005

OK sagan um hýenurnar
ég skal blogga oftar ef ég fæ svona mörg komment!! það er bara ekki rassgat að gerast hjá mér, ekkert sem er í frásögur færandi allavegana, helgin síðasta var brill, ég og kata og lóa kíktum út á lífið á föstudagskvöld, svaka skutlur, amanda var á árshátíð hjá vinnunni sinni og kom að hitta okkur þegar leið á, og var ekki vinkona okkar þessi freknótta rengla þarna á oliver líka, alveg spes, mig langar svo að böggast í henni, en kata leyfir það ekki, hún virðir greyið stelpuna ekki viðlits, og það virðist hafa heví áhrif á hana, því gellan stillti sér upp hluta úr kvöldinu á stað þar sem hún hafði beint útsýni á kötu, sko róleg í minnimáttarkenndina, ég réð samt ekki við mig, því þær eru svo fyndnar, sko, þetta er svona vinkonuhópur, þar sem að eina manneskjan sem þykist ekki sýna nein viðbrögð við neinu, er renglan sjálf, en um leið og einhver svo mikið sem lítur í áttina að henni þá eru vinkonurnar mættar eins og misheppnaðar hýenur, reyna að senda manni eitthvað augnaráð sem ég held að eigi að þýða stay away, eða eitthvað álíka ógnandi, hehe, við vorum allar bara hressar á því, sérstaklega amanda...
það var samt fyndnast við kvöldið, að það var einhver gaur, að höstla nínu þarna fyrirsætuna, það slitnaði ekki slefan á milli þeirra, og stefndi í goooott kvöld hjá gæjanum, nema hvað, rýkur hann ekki alltíeinu upp og ælir og ælir á gólfið!! við vorum ekki lengi að forða okkur frá þessu borði, og allur staðurinn gjörsamlega angaði, og þá kemur renglan akkúrat labbandi framhjá, það var nebbla sko einhver svona social gullfiskafílingur á crewinu hennar og þær löbbuðu hring eftir hring allt kvöldið, það vantaði bara appelsínugulu vestin, svona band með hringjum á, og móðursjúka fóstru með þeim, allavegana fer viktor orri alltaf í svoleiðis field trip.. allavega þá labbar crewið akkúrat framhjá og það skríkir í renglunni: "ooooj hvaða fýla er þetta?" það lá svo vel við að ég pikkaði í öxlina á henni og svaraði: "ég held þetta sé af þér" BAMM hýenurnar allar komnar í árasarstöðu, mætir þá ekki amanda akkúrat, og sendir heilaga puttann uppí loft með tilheyrandi svipbrigðum, hýenurnar stækkuðu allar um nokkra sentimetra og urðu enn grettnari í framan, og freknótta yfirhýjenan var komin í startholurnar, en það var eitthvað sem dró athygli okkar annað, ég man ekki hvað það var...
svo á lau fórum við á grundó, góðir dagar, alveg brilliant skemmtilegt og vel planað smábæjarfest, mér fannst þvílíkt sniðugt hvernig þeir skiptu svona litlum bæ niður í 4 hluta, sumir tóku það alvarlegar en aðrir.. en bara gaman
það er samt eitt sem ég er mikið að velta fyrir mér, á ég að taka því sem hrósi eða móðgun þegar ég er beðin um skilríki þar sem er 18 ára inn...?
þetta er nefninlega orðið soldið mikið af því góða, ég er of gömul til að þurfa að passa upp á að taka skilríkin mín með hvert sem ég fer er það ekki?
pís át

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Mmmmm.... góð pizza!!
sonur minn var að koma frá pabba sínum, og sá að mamma sín hafði notað tækifærið og fengið sér dominos pizzu á meðan, því ég vissi að hann fengi hollan heimilismat hjá ömmu sinni...
þannig að um leið og hann kom inn þá rauk hann á kassann og vildi pizzu, en málið er að þetta var red hot chili pizza, hann byrjaði á að koma til mín og láta mig plokka alla paprikuna af, ekki laukinn nota bene, svo settist hann við borðið sitt og byrjaði að borða hana, það fyndna við þetta var það að þanna situr hann og talar við sjálfan sig og segir "mmm.. góð pizza" á milli þess sem það koma ýmis kokhljóð og blástur því greyið er að kafna því hún er svo sterk... hehe, hafiði nokkurntíman kynnst svona þrjósku hjá mér...?
hann er búinn með pizzuna, og er farinn að rústa öllum púðunum og pullunum úr stofusófanum því hann týndi víst járnsmiðnum í honum, það er nýjasta áhugamálið, járnsmiðir, því það er einhver faraldur í gangi, koma inn nokkrir á dag og labba á veggjunum hjá mér, þangað til að viktor orri kemur auga á þá og fer að leika sér með þá, ég er hætt að henda þeim út, því að hann er alveg þvílíkt upptekinn af þessu nýja áhugamáli og ég vil ekki skemma það... makes u think, hvað verður um svona karakter þegar hann kemst á gelgjuna...?