miðvikudagur, september 15, 2004

augnbrýr....

oh my friggin god!!
ok, eins og þið vitið þá er ég soldið skrýtin og hef alltaf verið það, málið er að ég og baddi fórum í danstíma í gær, og ég geðveikt fín, máluð og gelluleg, var í svona hálftíma að gera mig til því maður verður nú að gera gott first impression á liðið sko, hehe, allavegana, þá setti ég svona glært mascaragel í augnbrýrnar á mér, sem þið stelpur vitið hvað gerir en fyrir strákana sem vita það ekki, þá er þetta svona drasl sem festir augnbrýrnar, svo þær fari ekki að standa í allar áttir. Þegar ég kom heim fór ég að hanga í símanum (sem ég geri náttla aaaaldrei) og ég er með kæk, þegar ég er að tala í síman þá á ég það til að vera að toga í augnbrýrnar á mér, svona í nokkur hár í einu, og stundum dettur eitt og eitt hár af og það er allt í læ, nema hvað, ég er að gera þetta á meðan ég tala í símann, og alltí einu dettur bara massíft mikið af hárum af!! ég veinaði og hljóp frammá bað, og vantar ekki bara næstum hálfa augabrúnina!!!!!!!
mér líður heví asnalega, en ég get samt ekki annað en hlegið, þetta minnir mig svo mikið á það þegar ég fór í andlitsbað til tælensku kellingarinnar og hún plokkaði á mér augnbrýrnar í "tælensku-konu-stíl"

þriðjudagur, september 14, 2004

Geitungar!!!

darn hvað ég þooooli ekkki geitunga, það mætti einn félagi hérna inn áðan, og ég að reyna að baka, með hendurnar á kafi í eggjaskálinni, og hrærivélin og allt borðið útúr sykri svo að hann sveimaði í kringum mig, ég náttla hljóp af stað og náði í ryksuguna og ætlaði að veiða hann, og þá datt hann akkúrat oní skál í vaskinum sem var full af vatni, ég bara jess! og slakaði aðeins á, en hann flaug bara uppúr aftur, þá rakst ég með ryksuguna í vatsbununa, og geitungurinn var orðinn reiður og byrjaði að elta mig!! ég hljóp gargandi út, sleppti ryksugunni einhversstaðar á leiðinni, skíthrædd því það heyrðist eitthvað hljóð í henni, eins og að hún væri að kafna á vatninu sem fór örugglega í hana, ég hljóp útá götu, og sá bara húsið mitt fyrir mér springa í loft upp, útaf skammhlaupi í ryksugunni, en geitungurinn hefði allavega drepist!!! svo sá ég hann innum stofugluggann, svo ég fór aftur inn og ryksugaði hann, geðveikt stolt, ég sigraði skrímslið sem gerði innrás á heimili mitt, þá kom annar inn um gluggann, og þá sá ég könguló líka sem er að byrja að vefa í glugganum mínum... við skulum ekkert vera að fara útí það hvað ég þooooli ekki köngulær!!!!