mánudagur, október 31, 2005

here´s a day brightener

spurning dagsins:
hvernig tekst Evu að enda laugardagskvöld sitt afturí bíl hjá pari, sem hún þekkir svo gott sem ekki neitt, og er að taka eina af sínum lokarifrildissyrpum?
kommon, það tækist þetta engum nema mér!!

ég hef fengið formlegt leyfi hjá jenný til að posta þessari sögu, þetta er afskaplega áhugavert ævintýri, en fær mann til að velta vöngum hvort að ég leiti uppi þessa gæja eða hvort að þessir gæjar elti mig uppi...
ok, ok, þið hafið trúlega ykkar álit á þessu en leyfið mér að lifa í mínum heimi og velta þessu fyrir mér framm í rauðan dauðann...

þegar terry fór í september ætlaði ég að vera geðveikt lónlí gella og taka mér frí frá körlum í bili, en fór út að djamma með kareni frænku og þessi ákvörðun var gleymd fyrir miðnætti, það var einhver gaur þarna sem ég talaði aðeins við og nennti svo ekki að standa og láta öskra í eyrað á mér svo ég gaf honum símann minn og kvaddi. Eftir einum of brjálað kvöld endaði ég fárveik uppí rúmi allan sunnudaginn, með hræðilega gubbupest, það eru komnar sex vikur og ég er ekki enn búin að voga mér aftur á mamas tacos, og við erum að tala um manneskju sem át þar einu sinni í viku!
ég smsaðist við þennan gæja allann sunnudaginn, hann sagðist ekki eiga kæröstu og væri ólmur í að fá að hitta mig, hann kom í heimsókn daginn eftir og svo framvegis, kúl gæji, skemmtilegur og hress, og allt gekk eins og þetta deit period gengur, svo fór ég að heyra spúkí sögur, og kemur ekki bara í ljós að maðurinn hafði bara alveg steingleymt að nefna það við mig að hann ætti jú kæröstu og 3, trúlega 4 börn! jæja, ég sem þarf yfirleitt að gera hlutina á óhefðbundna háttinn hafði uppá stelpunni og sagði henni hvað maðurinn væri að aðhafast þegar hún var ekki nálægt, hún var ekki lengi að sparka honum, skiljanlega, og við tvær skemmtum okkur vel og lengi við að rugla í honum til skiptis, og gaurinn sem virðist ekki hafa eitt einasta bein í líkamanum sem sér um eftirsjá (já já, líffræði smíffræði) bauð okkur í heimsókn til skiptis og skildi svo ekkert í því afhverju við létum eins og bjánar.

allavegana, eftir alveg endalausa sápuóperu og botnlaust drama þá enduðum ég og jenný úti á djamminu á laugardaginn, honum cliff ekki til neitt voðalega mikillar ánægju, ég mundi allavegana ekkert vera neitt rosalega ánægð ef að ég mundi rekast á einhverja tvo gæja sem væru hvor öðrum reiðari útí mig saman á djamminu, ég væri farin að heyra í huganum hvernig þeir bölvuðu mér í bak og fyrir og skiptust á humiliating sögum um mig, en ég er náttla frekar sækó, en það var nákvæmlega það sem við gerðum allt kvöldið! hann var svo pirraður að í eitt skiptið sem að við löbbuðum framhjá honum gerði hann sér lítið fyrir og reif í hárið á jenný, gellan var ekki lengi að snúa sér við og bitchslappaði hann fyrir framan alla! pínulítil ljóshærð skvísa stelur kúlinu big time af svona gæja sem getur ekkert gert til baka, á þess að eyðileggja orðspor sitt endanlega!

í góðmennsku minni fengum við jenný hana öldu litlu til að leika smá leik með okkur, manneskjan á skilið orðu fyrir frammistöðu sína í þessu, hún fór til cliffs og fór að daðra við hann, það tók hana ekki 3 mínútur að fá hann til að biðja um símann hennar, og stuttu seinna voru þau komin í hörku dans útá gólfi, og við erum að tala um hörku dans, og það er ekkert lítið þegar þú ert útá dansgólfi á ópus! eftir smá stund þegar að við vorum farnar að sjá það á öllum svipbrigðum hans cliffs að hann var nokkuð viss um að hann þyrfti ekki að redda sér einhverri gellu klukkan korter í þrjú, þá labbaði ég til hans, hann var ekkert búinn að vera sá ákafasti í að tala við mig um kvöldið, þannig að hann tók aðeins í öldu með svona "fuck off, i´m busy" attitúd, heví kúl á því, með herkjum náði ég samt athygli hans... let me introduce u to my little cousin! ég hélt að andlitið ætlaði af honum, og það eina sem hann kom upp var það sem að ég held ég hafi heyrt hann segja uþb fimm hundruð sinnum á síðustu viku, "i´m cool" riiight, u look lika an asshole right now! við grenjuðum úr hlátri, massa ánægðar með árangur okkar í þessu máli, cliff fullyrti að honum væri meira en sama um þetta allt, samt greinilega ekki meira en svo að hann lenti í slagsmálum stuttu seinna og var hent út.
þannig atvikaðist það að ég og jenný fórum á eftir honum stuttu seinna því hún þurfti að ná í eitthvað drasl í bílnum hans, fuss, þarna sat ég eins og illa gerður hlutur í 40 mínútur, ekki svo að segja að ég hafi ekki notið þess í botn að geta fengið hann til að fronta allt sem hann var búinn að segja og gera, hann var búinn að ljúga jenný fulla og þurfti að standa fyrir öllu sem hann sagði, ég var orðin massa pirruð, reif af honum húfuna, og ég held að ég hafi slegið öll met sem til eru í að fara í taugarnar á fólki, ég er bara stolt af því, hann átti alveg skilið að eiga smá miserable kvöld, því við skvísurnar skemmtum okkur vel.

quote dagsins:
don´t mess with eva, þú gætir tapað húfunni þinni, og kærustunni!

sunnudagur, október 23, 2005

Bitter gella...

eins og svo oft áður þarf ég að losa eftir helgina, eins og karlmennirnir sem hlaupa um allt og reyna að finna sér lauslátan kvenmann til að losa UM helgina, þá sest ég hamingjusöm við litlu tölvuna mína og losa eftir helgina, það er mjög umdeilt hvort að það sem fram fer fyrir framan tölvuskjá sé framhjáhald eða ekki, í mínu tilviki er það framhjáhald, ég get setið með þessari litlu vinkonu minni tímunum saman og hún segir mér allt sem ég vil vita, vegna þess að vinkona hennar, hún google.com veit allt, allt, allt! það er alveg botnlaust hvað ég fæ uppúr þeim stöllum, og þið vitið að ég eeeeelska slúður, hvort sem það er um mig eða þig eða jón jónson þá lifna ég öll við þegar einhver hringir eða kemur og segir með hneykslunartón: "Eva, veistu hvað ég var að heyra?" ég verð eins og lítill krakki, byrja að iða, ræð ekki við brosið, og ef þú hljómar extra spennandi byrja ég að hoppa um og toga í ermina eins og til að flýta fyrir ferlinu, þetta eru algerlega ósjálfráð viðbrögð, eins og blómin þurfa á sólinni að halda, og teygja sig á móti henni þegar hún sýnir sig, ég er blóm, vökvið mig með slúðri...!

ég og amanda erum víst mest desperate gellurnar í hópnum, við gátum ekki beðið eftir að það kæmi laugardagur til að djamma, á föstudadseftirmiðdegi réðum við ekki við okkur lengur og skelltum okkur á tjúttið, við vorum heima hjá mér að gera okkur til og sötra, frekar lónlí gellur en við skemmtum okkur vel, einhverntíman um kvöldið hringdu bjarni og sverrir og skelltu sér í heimsókn, þótt það hljómi ótrúlega þá náðum við 4 alveg endalaust vel saman, öll komin á trúnó ársins og varla að nenna að fara niðrí bæ, okkur fannst við svo skemmtileg, eitt af hitamálum kvöldsins var túristagædinn ég, kannski var ég gæd í fyrralífi, ég hef bara alveg endalaust gaman af útlendingum, og ég fæ svona "mömmu-fíling" fyrir þeim, langar alveg rosalega mikið til að sýna þeim hálft ísland og vera viss um að þeir lendi nú ekki á einhverjum stað eins og langabar eða eitthvað og haldi að ísland sökki, svo skemmir ekki að geta sýnt þeim hvað ég á sætar vinkonur og þeir sannfærast um að íslenskt kvenfólk sé það fallegasta í heimi, gamall orðrómur sem við reynum mikið til að halda gangandi...
við komum inná vegamót og það eru ekki liðnar 3 mínútur þegar ég er komin í hörkusamræður við EINU útlendingana inni á staðnum, það var bara til að toppa kvöldið fyrir strákunum sem skemmtu sér meira en lítið yfir þessari snörpu frammistöðu minni, auðvitað varð ég að sýna þeim ópus... við skulum samt ekkert vera að nefna það að ég dreg hvern þann sem ég næ taki á á ópus, það hefur meira að segja gengið sú saga að ég helli vinkonur mínar fullar í þeim eina tilgangi að lokka þær inná ópus þegar þær eru orðnar of fullar til að mótmæla, meira að segja sagt að ég safni liði til að sannfæra þær allt kvöldið um ágæti þessa staðar og tónlistarinnar sem er spiluð þar...
hands up fyrir andra sem er með mér í skólanum og er dj á ópus... ;)

jæja, bitter gellan mætt á ópus, í rauða rauða kjólnum sínum með bínurnar til sýnis marsera ég þar inn, var ekkert rosalega lengi að losa mig við gæjana sem nenntu að koma með mér þangað og borga mig inn, í hörkuafneitun yfir því að egóið mitt hafi verið sært af ómerkilegum karlmanni í vikunni, rak ég nefið uppí loftið og reyndi mitt besta til að trúa því að ég væri alveg ómissandi beib á svona stað! svo samhliða áfenginu sem rann af mér rann egóið af mér, og ég hlammaði mér á stól og sendi honum sms, þegar ég var búin að sannfæra sjálfa mig um að ég væri sko bara að því til að hann vissi að ég væri ennþá úti klukkan 4, "ég er sko úti að djamma ekki velta mér uppúr fávitaskapnum í þér!" my ass! ég held að það væri spennandi issue fyrir félagsfræðinga að ganga um með videokameru á djamminu, því þegar ég var sest lenti ég í einum furðulegasta klukkutíma lífs míns, það var einhver gæji þarna sem var búinn að gera nokkrar tilraunir til að nálgast mig en ég var ekki alveg í stuði fyrir eitthvað svoleiðis, en þegar ég er sest, með símann í hendinni (spennandi gella..?) notar hann tækifærið og kemur til mín og fer að spjalla, svona uppað því marki sem hægt er að spjalla inná svona stað, það tók trúlega svona 4 endurtekningar að ná nafninu hans og enn fleiri að fá þessar beisikk upplýsingar, aldur og "what the fuck r u doing in iceland" nema hvað, á þessum stutta tíma sem ég sat og talaði við hann, komu svona fimmtíu litlar stelpur að tala við hann, knúsa hann, kyssa hann á kynnina eða skaka sér uppvið hann á einhvern annan hátt, og ég í mínu bitter stuði lá frammá borðið og grét úr hlátri, gerði endalaust grín af þessu, honum fannst þetta fyndið í svona korter, svo næstu tuttugu mínúturnar var hann farinn að pæla hvort ég væri bara í massa vondu skapi, eftir um fjörtíu mínútur var kominn svona.. er-manneskjan-geðveik-svipur á hann, en hann þraukaði samt að sitja þarna alveg lengi eftir að við vorum orðin uppiskroppa með umræðuefni, en hann stökk upp um leið og jesse kom að tala við mig, trúlega frelsinu feginn, hefði maður haldið, en alda litla var þarna inni, sá hann labba í burtu, og vitandi af öllu kjaftæðinu sem er búið að ganga á, vorkennir hún mér og rýkur á eftir honum útí dyr og otar að honum símanúmerinu mínu... alveg gegn mínum vilja (hóst hóst) en ég var víst ekki leiðinlegri en svo að gæjinn var búinn að hringja í hádeginu daginn eftir, er það ekki kommon regla hjá amríkönum að bíða í svona átta daga? kannski er þetta eitthvað thing að safna saman stelpum til að fjölmenna á leikina hjá þeim, en dísúss, mér finnst körfubolti leiðinlegur, ég er léleg í að horfa á svona, og enn lélegri í að láta eins og mér finnist þetta spennandi, og guð forði mér frá því að þurfa að fara að hoppa og klappa bara af því að það er einn hot gæji á vellinum, kannski ég ætti að reyna að ímynda mér líkamsþyngd þess gæja af slúðri, og þá gæti ég kannski verið pínu sannfærandi í klappinu...

þegar ég kom heim daginn eftir, ég gisti ss útí nesi, þá angaði allt af reykingarlykt, jukk, það var reykt inni allt kvöldið og íbúðin mín er ennþá gegnsýrð af fýlu!

svona í framhaldi af útlendingum og útleskum reglum og tónlist og rassadillum á ópus, ákváðum ég og kata að það væri 30 stiga hiti í rvik! við fórum í sund á litlu sætu bikíníunum okkar og veltum okkur um í svona tvo klukkutíma, og svo eins og maður gerir á heitum dögum á íslandi (í þessu tilviki rétt undir frostmarki) þá fórum við og fengum okkur ís í álfheimunum, þarna stóðum við, sjúskaðar frá hell, hökkuðum í okkur ísinn og skulfum af kulda, í orðsins fyllstu merkingu, ég stóð varla í fæturnar þegar við löbbuðum út, settumst uppí bílinn, setti á mig ullarvetlinga og miðstöðina í botn, ég er snillingur í að vera hallærisleg... næst sleppi ég ísnum, my vote for heitt kakó í næstu þynnku, og rjóma með... mmmm

fimmtudagur, október 20, 2005

sjísúss

næstum mánuður síðan ég bloggaði, búin að móttaka margar kvartanir og læti, það bara hættu að gerast fyndnir hlutir fyrir mig, svo allt það fyndna sem er búið að gerast í kringum mig undanfarið, er ég vinsamlegast beðin um að segja ekki frá... hvað er fjörið við það?

eina sem er fréttnæmt er að viktori orra tókst að fá 3 höfuðhögg á innan við viku, fyrst sparkaði einhver í hausinn á honum á leikskólanum, og hann fékk lítið gat á hausinn, svo tveim dögum seinna, á laugardegi datt hann á hornið á tölvuborðinu og fékk ágætis gat á hnakkann og ég og mamma brunuðum með hann uppá slysó og það þurfti að sauma það, svo á mánudeginum kom ég að sækja hann í leikskólann og þá var hann nýbúinn að detta, þá var hann að hlaupa til að klaga í fóstruna að einn krökkunum var að strjúka yfir girðinguna, en þegar hann hljóp fyrir hornið rennur hann eitthvað til og lendir með kinnbeinið beint á horninu á sandkassanum, þetta leit ekki svo illa út þá, en daginn eftir var augað á honum horfið í bólgu, ég hef held ég aldrei á ævinni séð eins ljótt glóðarauga á litlu barni...
en sem betur fer er þetta búið að hjaðna fljótt...

jú annars, ég get sagt ykkur eina fyndna sögu, ég held ég hafi kynnst leiðinlegasta manni sem ég hef á ævinni kynnst, ég átti að fara að fljúga en kennarinn minn var kallaður út í vinnu, ég veit ekki við hvað annað hann er að vinna, en það er alltaf verið að kalla hann eitthvað út. o jæja, þannig að ég fer með einhverjum öðrum gæja, svona frekar sætur fyrst, og þið sem þekkið mig vitið hvernig ég get einfaldlega dottið útúr heimi hinna lifandi þegar ég kemst í of mikið návígi við fallega karlmenn... o jæja, þetta byrjaði ekkert svo illa, en með hverri mínútunni sem leið varð ég pirraðari og pirraðari, hann var svona þessi týpa sem var kannski voða sætur í tíunda bekk, og á fyrstu árunum í framhaldsskóla, og er að lifa á því ennþá, með þetta leiðinlega fyrirlitningar attitúd og stæla, við td setjumst inní flugvélina og það eru svona belti sem þú getur spennt bara þvert yfir þig og svo geturu tekið þriðja bandið sem kemur svona yfir öxlina og krækt því í hitt beltið, nema það að við notum það eiginlega aldrei, en gaurinn í sínu leiðinlega skapi sagði þegar ég var að fara að starta vélinni "þú ert ekki tilbúin!!" "öööö..jú" "NEI, þú ert ekki tilbúin!" "öööh, hvað?" "þú ert ekki komin í öll beltin!! þú ferð ekkert í loftið án þess að vera með öll beltin spennt, tilhvers helduru annars að það sé verið að setja belti í vélinni ef maður notar þau ekki? helduru að þetta sé bara þarna afþví bara eða?" ...
þetta er bara áður en ég startaði vélinni, klukkutíminn sem ég var í lofti var helvíti.. ekki helvíti á jörð..helvíti uppí lofti, föst á einum og hálfum fermetra með hræðilega leiðinlegum gæja!! ég þarf að láta hann kvitta í loggbókina mína en ég nenni því ekki... liggur við að ég beili á þessum eina tíma bara til að þurfa ekki að hitta hann aftur..jukk

það er formlega búð að banna mér að segja frá síðustu tveimur djömmum, og nýjasta dramað í ástarlífinu mínu sem er alltaf soldið skrautlegt, get ég ekki bloggað um af virðingu við þriðja aðila...eiginlega fyrsta aðila, þar sem ég er þriðji aðili, flókið mál...

ég lofa að reyna að lenda í einhverju skemmtilegu á næstunni sem inniheldur bara mig og fólk sem mér sama um svo ég geti sagt ykkur frá því...

skál fyrir því,
sérstakt skál i botn í tequila fyrir söndru mína
pís át