miðvikudagur, júní 29, 2005

KOMMENT

eins og þið kannski tókuð eftir þá fór ég í fýlu því að þið eruð svo léleg að kommenta hjá mér, og ákvað að skrifa ekkert, ég bjóst kannski við að einhverjir mundu fara að kommenta eitthvað þá, þó það væri ekki nema að segja mér að skrifa eitthvað, en nei, tölvuvæddu vinir mínir HRINGJA frekar og segja mér að blogga!! hvað er að??
nú legg ég fram formlega beiðini svo hljóðandi að hver sá sem kemur inná þessa síðu skilji eftir sig komment!!
kærar þakkir

svo ætla ég að segja ykkur sögu
um kerlinguna rögu... sem skellti rennandi blautum þvottapoka framan í börnin sem báðu hana að segja sér sögu...

neinei
ég ætla að segja ykkur frá Söndru Svertingjastelpu

hún er soldið klikkuð

við fórum uppí sumarbústað um helgina...
æ þetta er svo löng saga, ég segi seinna, fyrir utan það að ég er örugglega búin að segja öllum sem að lesa bloggið mitt þessa sögu hvorteðer, því mér fynnst hún svo fyndin...
allavegana, íbúðin mín er alveg að verða tilbúin, þannig að þegar hún er orðin fín aftur þá ætla ég að halda partý, ég lofa, til að gera hana soldið heimilislega skítuga aftur...

btw... ég er að vinna hjá sóma þessa viku... jibbíííí

sunnudagur, júní 05, 2005

Týpískt ég!
ég hélt uppá afmælið hans viktors orra (og mömmu) á laugardaginn, loksins, og tók ekki við mér fyrr en á föstudagsmorgunn að fara að undirbúa, bara svona eins og ég er, það þarf alltaf allt að vera á deadlineinu til að maður komi einhverju í verk, svo að ég blikkaði ingu rún, sem var sú eina sem var einhver séns á að fá til að hjálpa mér að baka og hún var massa dugleg, hún var með mér meira og minna í 15 klukkutíma í eldhúsinu!!! tusund tak luv
allavegana, þá ákvað ég, til að vera viss um að þetta væri ekki of einfalt að gera sörur, sem btw eru þvílíkt erfiðar og óóógeðslega tímafrekar, og... ég var alveg á milljón og sautján að gera krem á þær, búin að þeyta hvorki meira né minna en 12 eggjarauður, sjóða saman sykur og vatn og búa til sýróp, rétt búin að hella því útí rauðurnar og þá kom að smjörinu, það er brotinn teinn á hrærivélinni, smjörið lenti akkúrat á honum, losaði teininn og þeyttist hring eftir hring í skálinni, og mokaði um leið eggja og sýrópsblöndunni uppúr skálinni, og þar sem mín ósjálfráðu viðbrögð voru ekki beinlínis að stökkva inn í bununa komst tég ekki að skálinni til að slökkva á henni fyrr en að það var allt komið útum allt! bókstaflega! roarr! tólf eggjarauður farnar til spillis, svo ég þurfti að taka aðrar tólf til að gera kremið, þeas þegar ég var búin að vera að þrífa í hálftíma til að actually komast inn í eldhúsið aftur, þannig að ég sat uppi með 24 eggjahvítur!!
hvað gerir maður við 24 eggjahvítur? bakar meira...? ekki í bili!
ætli það sé ekki eitthvað svona sem hefur gerst fyrir þann sem fattaði uppá orðatiltækinu að baka vandræði?
(það er mynd af þessu í albúminu afmæli viktors orra á www.fotki.com/tirutona )

fimmtudagur, júní 02, 2005

MYNDIR
Búin að setja inn fullt af myndum á netið, kann samt ekki að gera link, geri það seinna, njótið vel og endilega kommentið ef þið nennið
theink jú
pís át
www.fotki.com/tirutona