föstudagur, desember 30, 2005

gledileg jol og allt tad

er uti a miami i hita og sol og eg veit ad tid elskid mig mikid, eg lofa ad skrifa fullt um leid og eg kem heim, viktor orri er buinn ad vera gangandi brandari og allt a milljon i rugli

verd bara ad segja fra gubbuhestinum...

viktor orri talar algerlega stanslaust i bilnum, og tad eru lagmark svona 30 til 40 minutur a milli stada herna, sama hvert vid erum ad fara, og herra orri talar linnulaust...

puff

um daginn vorum vid ad keyra og hann byrjar:

i gaer (sko allt lidid er i gaer) var eg hja ommu siiirunu, og eg var voda veikur og var ad aela i klosettid heima hja ommu siiirunu, og ta var eg veikur med gubbuhest!!

vid misstum okkur ur hlatri, grenjudum gjorsamlega, eg vard blind tvi augun a mer fylltust af tarum, og turfti ad beita mer allri vid ad sja hvar ljosastaurarnir voru til ad keyra ekki utaf veginum..

svona er barnid buid ad vera naestum alla ferdina, plus meira rugl sem er buid ad vera....

annars elska eg ykkur oll alveg svaka, og gledileg jol og nytt ar og til hamingju med paskana og svo framvegis, ekki gleyma ad eg a bradum ammali og allt tad, eg kem heim a manudaginn

pis at

þriðjudagur, desember 13, 2005

mr. klein (svona eins og í calvin klein ekki sehr klein)

við erum öll með svona "innsláttarvillu " einhversstaðar í okkur, svona nettar meinlokur eða eitthvað sem við gerum aftur og aftur þó að við vitum fullkomlega að það sé alveg massa heimskulegt, svona eins og sumir karlmenn geta ekki lært hægri og vinstri, kalla það vinstri og hitt vinstri, ég get ekki lært hvort er hvað hveiti og sandur á spænsku, það er alveg sama hvað ég reyni, hvað ég baka mikið, ég get ekki munað hvort er hvað (harina vs. harena), meinlokan hans viktors orra er að fara í krummafót, sko, svona tölfræðilega séð ættu að vera fifty fifty líkur á að hann fari rétt í skóna, en það er í uþb 99,9% tilvika sem hann fer í krumma...

svo er það fólk eins og amanda...

amanda á við vandamál að stríða...

ef að amanda kemst í innan við fimm metra radíus við stiga, tröppur, þrep, eða hvað annað sem má flokka í þessa fjölskuldu, þá dettur hún, flýgur á hausinn með þvílíkum glæsibrag að meiraaðsegja fúll á móti fengi illt í magann af hlátri!
í kvöld sátum ég og amanda og sandra heima hjá mér og drukkum blush og borðuðum alveg maaaaassa gott salat, með fetaosti, graskersfræjum, steiktum sveppum kúrbít og nýrnabaunum og hunangsgljáðum kjúklingalundum (mmm.. kannski ég skreppi fram og borði afganga þegar ég er búin að þessu), okkur amöndu fannst blush-koolaid blandan með klakakrapinu ógeðslega góð, en sandra fékk bara "illt í munnin"...
allavegana, eftir matinn sátum við í stofunni og höfðum það heví næs og spjölluðum, en á svona fjórða glasi fór amöndu að vanta sígarettur, það er nota bene sjoppa í innan við mínútu fjarlægð frá húsinu mínu en amanda nennti ekki ein, svo að ég sem er alltaf góðmennskan uppmáluð fylgdi ég auðvitað litlu prinsessunni uppeftir, við erum varla komnar útum dyrnar, þegar amanda, uppádressuð í kjól og kúrekastígvélum, tekur eina af sínum margfrægu dífum, svífur með þvílíkum tilþrifum á hausinn, massa harkalega, ég hélt hún væri stórslösuð því hún stóð ekki upp strax, neii, hún réð sér ekki af hlátri, við gjörsamlega öskruðum, reyndum að hafa ekki mjög hátt samt því að ég veit að fólkinu sem á garðinn sem við vorum að stelast í gegnum er ekkert rosalega vel við að vera notuð sem göngustígur, þau hafa örugglega komið þessum steinhnullungum fyrir til að hindra för mína þar í gegn, ef við værum í amríku gætum við kært þau fyrir morðtilraun eða meinta líkamsáras... af annarri gráðu að minnsta kosti...

einhverra furðulegra hluta vegna kom brúðkaupið hennar amöndu upp í hugann á okkur báðum (sem er ekki á dagskránni í bili nema einhver óraunverulega frambærilegur karlmaður með calvin klein fyrirsætu look og háskólapróf og eigin rekstur, detti bókstaflega í fangið á einhverri af okkur vinkonunum og segi í bænartón "take me to amanda")
við gerðum formlegan díl þarna, að ef að í þessu meinta framtíðarbrúðkaupi hennar, að ef að hún meikar það alla leið að altarinu, og upp þessi tvö eða þrjú þrep sem eru í átt að blessun guðs, þá stöndum við upp klöppum fyrir henni, vonum að það sé ekki slæmur fyriboði að brjóta venjur... (má segja það? þið vitið... break a habit... taka sturtu og svona...)

föstudagur, desember 09, 2005

Viktor Rose

sko, þegar ég vil fá vilja mínum framgengt, þá eru mér engin takmörk sett, ég er forvitin frammí fingurgóma og there is no saying no þegar ég á hlut, þannig hef ég alltaf verið, frá því að ég man eftir mér... einu sinni kynntist ég meirisegja tveim nýjum stelpum hérna í hverfinu, þær bjuggu bara hérna stutt, systur, (nei það hafði ekkert með mig að gera að þau fluttu burt) fröken eva dögg ákvað að okkur langaði í heitapottinn heima hjá mér, kunnandi taktíkina á mömmu og pabba hafði ég engar áhyggjur af því hvort við mættum það eða ekki, sendi ég stelpurnar framm til að spurja um leyfi frá foreldrum sínum, þær komu beint aftur og sögðu að þær mættu ekki fara, ég hneyksluð niðrí tær sagði hátt og snjallt í viðeigandi tón "SPURJIÐI AFTUR!!!" þannig var það hjá mér, spurðu bara aftur og aftur og aftur þangað til að fólk er orðið nógu pirrað að það öskrar óóókeiiii þáááá!!! þær voguðu sér ekki að spurja aftur, sögðu að mamma mundi sko alls ekki segja já þá, þannig að það var plan B, sannfæringarkrafturinn, mér tókst að fá þær til að fara í sundfötin innanundir fötin og segjast bara ætla að skreppa út, svo var það mamma, ég suðaði og suðaði heillengi, með systurnar tvær fyrir aftan mig því að það var mjög sniðugt, meiri líkur á að mamma gæfi eftir, svo loksins þegar við fengum "ókeiiii þáááá-ið!" rukum við útí garðhús, við komumst aldrei í pottinn, mamma þeirra sá í gegnum okkur og kom og sótti þær áður en hann var fullur...
ég hef alltaf fullyrt að þetta sé uppeldið, að mamma og pabbi hafi ekki notað réttu aðferðirnar og so on, allt til að firra mig ábyrgðinni, en málið er að ég játa mig sigraða, því að ég er failurið sama hvort það er uppeldinu eða karakternum að kenna, því sonur minn er alveg eins, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum hentar! og hananú (sagði hænan)
í morgun nennti ég ekki að vakna, ég sendi greyið frammí eldhús að ná sér í jógúrt, sem hann auðvitað opnaði fyrst og hristi svo, urr, ekki gaman í morgunsárið, svo vildi hann klæða sig, en ég nennti enn ekki frammúr svo hann skreið uppí rúm til mín að kúra, svo alltíeinu heyri ég eitthvað útundan mér.. við hvern er barnið að tala?... hann rausar og rausar og ég ákveð mitt á milli svefns og vöku að hann sé bara búin að tapa því endanlega, svo alltíeinu segir hann, "mamma, það vill einhver tala við þig" whaat? hver, er þá ekki krakkinn búinn að taka símann minn og hringja í gaur sem er ekki einu sinni í símaskránni minni! vin minn úr flugskólanum, sem hlýtur reyndar að hafa að verið í call registerinu því hitt er alltof random, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar! þarna lá hann bara og spjallaði "það kom ljót hendi og togaði í fótinn minn í mínu rúmi í nótt, hún var með klær, og bólur og svört"
ég ætla að fara að sjá þarna emily rose myndina og gá hvort að ég get sært þessa furðulegu anda úr barninu mínu :s