föstudagur, nóvember 18, 2005

aumingja ég

ég vorkenni sjálfri mér mjög mikið núna, ég er ekki búin að fara útúr húsi síðan á mánudaginn...

sko, það tækist þetta engum nema mér, ég er tuttugu og fimm ára nóta bene, og ég er búin að næla mér í einhvern sjúkdóm sem að fólk fær ekki fyrr en það er orðið sextugt! pabbi sagði oft við mig að ég ætti að lifa hægar, ég yrði búin að öllu fyrir fertugt með þessu áframhaldi, en kommon, ég hélt hann ætti við ferðalögum og námi og djammi og fjöri, ekki sjúkdóma, ég ætti kannski að fara að láta tékka á kólestrólinu við tækifæri...
nú verð ég að sætta mig við það að liggja í rúminu að minnsta kosti frammað mánaðamótum, ég hef ekki verið svona dugleg að lesa skólabækur síðan...
síðan..
(rifj upp-rifj upp-brak-brestir-hugs ógeðslega fast-doink!)
ALDREI!
hversu súrt er það? ég hef aldrei lesið svona mikið, af skólabókum, jújú, ég las harry potter, hann gerist í skóla...
þetta eru örlögin, ég er viss um það, örlögin og pabbi er komin með einhvern díl, þetta gerðist allt í réttri röð, fyrst lendi ég í endalausri karla vitleysu, og allir gaurarnir sem ég er ýmist búin að vera að deita eða fokka í undanfarið lentu saman á djammi..
ok
this requires some explinations..
þetta er ekki eins slæmt og það hljómar, eins og þið vitið var ég að hitta cliff, þarna einhverntíman fyrir löngu, vil helst láta sem minnst fyrir því fara, en þegar ég hætti að hitta hann, þá hitti ég þennan gæja þarna sem er í einu postinu fyrir neðan, og ég, svoooo dugleg, er ennþá að hitta hann, en þarna í millitíðinni kynntist ég strák sem vinnur með terry, sem kom daginn sem terry fór, og hann er voða krúttlegur og allt það, bara soldið ungur... en ég er búin að vera að kreista uppúr honum upplýsingar, gegn voða fögrum loforðum um að fara með honum út að borða og svona, svo um daginn var ég að djamma með söndru, og sá ég þá ekki bara cliff og D vera að tala saman, ég panikkaði, reyndi að gera mig ósýnilega, (stutt síðan ég las harrý potter) en passaði samt uppá að sandra sæi allt sem framm fór á meðan ég gretti mig og kreisti, það eru allir hálf berrasaðir þarna inni og pottþétt enginn með neitt sem gæti verið svona invisibility clouge... daginn eftir var ég að tala við jenný, í þvílíkri geðshræringu sagði ég henni frá þessu, þá fór hún að spurja útí hann, já hann er með tattú á framhandleggnum... já, já... átti cliff þá ekki mynd af honum! damnit, þar fór sá möguleiki að þeir þekkist ekkert og hafi bara óvænt verið að tala saman á djamminu...jenný bauðst til að senda mér hana á meilið mitt, jebb, kúl, alltaf gaman að hafa myndir af sætum strákum á tölvunni sinni til að skoða á dimmum rigningardögum;) það tók svona viku, og þegar ég fékk helvítis myndina, haba haba, ekki bara D heldur annar sætur strákur... uhh, voða kannast ég við hann...var hún þá ekki af D og uppljóstraranum mínum!!
annað panikk attakk, það er kannski ekki skrýtið að ég sé komin með einhvern gamlingjasjúkdóm, tvö væg hjartaáföll á viku, ...ég lifi greinilega hratt...
D var á æfingu þannig að ég hringdi í uppljóstrarann, jú jú, þeir eru vinir, "ég er á leiðinni til hans núna"
e: "öööh... ekkert vera að nefna mig, né myndina, né neitt.. ööö WE NEVER HAD THIS CONVERSATION!!"
þetta var svona eins og í bíómyndunum þar sem er í rauninni boðið uppá tvær mismunandi atburðarrásir, þetta ár er búið að vera þannig, þá kemur súr spurning...af hverju í ósköpunum vel ég alltaf þá atburðarrás sem leiðir til vandræðalegra mómenta, engra svara og sprenginga?
af hverju er barbapabbi bleikur?
og hver skildi teletubbies eftir eina í heiminum?

svo (í frmahaldi af þessu fyrsta sem krafðist soldið langra skýringa af sökum lélegs bloggs, en þetta hérna skýrir þessa löku frammistöðu mína í bloggheiminum)
netið mitt aftengdist um daginn, ég get ekki skrifað afhverju á netið, því ég ætti á hættu að vera kærð 0r sum, en ég skal svara þessari spurningu, NEI, það er ekki því að ég borgaði ekki símareikninginn.

svo þriðja, verð ég fárveik og má ekki fara út, get ekki einu sinni þrifið eða breytt íbúðinni minni, eina sem ég má og get gert er að liggja uppí rúmi og lesa bækur! SKÓLABÆKUR!

allt er þá þrennt er, pabbi og örlögin hafa komið sér saman um að láta allt sem þau gátu gerast til að ég liggji yfir skólabókunum,

þumbs up!

ykkur tókst það!

(takið eftir því að þeim hefur greinilega líka tekist að gera mig endanlega geðveika fyrst að ég er farin að blogga til dáins fólks og örlaganna!!)
KRÆST

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Anda inn anda út

Ég er netlaus, netið mitt dó um daginn, ég get ekki bloggað, ég get ekki talað á msn, ég kemst ekki í póstinn minn...

anda inn anda út

ég lofa að lifa af...

ég kem með hrakfallasögu helgarinnar um leið og ég kemst á internetið í meira en þrjár mínútur í einu...

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

yfir öll velsæmismörk!!!
ok, nú er þetta orðið einum of! ég játa að ég hef ekki mikið álit á íslenskum karlpeningi nú til dags, eða í augnablikinu karlmönnum almennt, ég hef orðið fyrir mikilli gagnrýni vinkvenna minna og enn meiri gagnrýni "male" vina minna fyrir að beisikklí "gefa ekki íslenskum strákum séns" ég ber það fyrir mig að ég veki ekki athygli íslenskra karlmanna, það er auðvelt að vera sæt inni á opus, þar sem sæt þýðir ekkert frekar að vera mjó og ljóshærð eins og á flestöllum öðrum skemmtistöðum í rvik, þú mátt vera með stóran rass og hrista hann eins og þú getur!


einhver sem ég veit ekki ennþá hver er ákvað þá að reyna að sannfæra mig um að ég hafi ekki rétt fyrir mér, og sendi mér sms af netinu; "ég er skotinn í þér" stelpurnar þvertaka allar fyrir að hafa sent mér þetta, en ég sé hvernig hlakkar í þeim, hver sú sem sendi þetta, be a man og komdu framm!

en nú fór einhver yfir limmið, einhverra hluta vegna fékk ég e mail, frá einhverri deitsíðu sem heitir www.blackmatch.com the ultimate dating site for black singles! kommon, ok, ég játa, þetta er pínulítið fyndið, samt ekkert til að grenja úr hlátir yfir, allavegana ekki ef þú heitir eva dögg... ég er ekki SVONA mikið wannabe...

ég þarf greinilega að fara að taka hegðunarmynstur mitt til athugunar, en á meðan, hver sem er að missa sig yfir mér, keep up the good work, u might actually manage to crack a joke soon!
urrrr

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Djók dagsins

í framhaldi af day brightenernum, þá datt mér ekki í hug að cliff mundi nokkurn tíma hafa samband við mig aftur, en jú... hann verður að vita hvar hann hefur mig ef ske kynni að hann standi uppi einn með enga gellu, þetta er eitt skemmtilegasta samtal sem ég hef átt í langan tíma:


C:hey i need my movies

E: unlucky u

C: unlucky me nothing so ur going to steal my movies?

E:U think u can call me a bitch and a liar and then i´ll let u near me cause of some movies?

C:i don´t have to come near u just leave them outside or something and i can come pick them up

E: that´s too close

C:look i can send somebody to get them

E: no thank u i´m cool

C:cool or not i want my stuff so ur going to have to deal with it, all i want is my movies

E: deal with what? LOL! u got issues man and i´m the least of ur problems

C:i don´t have any problems besides getting my movies

E:the power of denial...mmmm, ignorance is a blizz isn´t it

C:whatever man i will be by one day this week so just give me my movies so we can move on

E:i´m way beond all this so just leave me alone and spread ur mess somewhere else darling

C: ok i will, just have my movies when i come

E:i gave u an awnser, maybe u should browse throug ur txts again, i understand that ppl like u
sometimes don´t get things the first time, so just take ur time, and read it over a couple of times baby