mánudagur, október 22, 2007

RASISM OR REALISM??

þegar ég blogga ekki í langan tíma þýðir það beisikklí að ég djammi ekki, sem ég geri líka sárasjaldan...
en nú fór ég út, ég veit það er mánudagur, en ég er rétt að ná áttum í dag, gærdagurinn fór í þynnku.

ég er þeim leiða galla búin að vera alltaf korteri á undan sjálfri mér, það segir ásta frænka allavegana, flýttu þér hægt, slakaðu á, bíddu aðeins og fleira í þeim dúr er eitthvað sem ég hef oooft fengi að heyra um ævina.

andskotinn hafi það hvað maður getur drukkið mikið á korteri!!

á laugardaginn var ég að bömmerast yfir því að ég ætti ekkert til að fara í, búin að bæta á mig nokkrum kílóum sem ég hef reynt að afneita með því að segja að ég sé bara að fá sterkari rass og læri á því að labba alltaf uppá fjórðu hæð... hóst hóst... og blanka ég var næstum búin að fara í kringluna að kaupa mér eitthvað fínt, en á síðustu stundu rankaði ég við mér og fór frekar í bónus að versla í matinn. þegar ég kom heim hringdi ég í kötu til að tuða (uh, geri það amk tvisvar á dag) en datt í hug að troða mér í foxy foxy gallabuxurnar mínar úr ecko, þegar ér rann í þær fann ég sjálfstraustið mitt í vasanum, glennti mig aðeins fyrir framan spegilinn og skellti á kötu, víhú, ofurgellan er lifnuð við!

nýja hárið, ódýra ljósakortið mitt og flottu rauðu hælarnir unnu alla vinnuna, þegar ég labbaði til kötu seinna um kvöldið dillaði ég rassinum af hreinni og beinni trú um gelluskapinn...

þá var það breezerinn, ég stend alltaf í þeirri trú um að ég sé í kappdrykkju, eftir breezer tvö finnst mér ég vera ógeðslega kúl ef ég get drukkið þann þriðja hratt, eftir þriðja og fjórða finnst mér áhrifin ekki vera nóg, eftir sjötta og sjöunda kemur ó-mæ-gad-ég-er-svo-mikil-skvísa-fílingurinn upp og þá er ekki aftur snúið, malibu hjá kötu, rauðvín hjá sören og söndru, fleiri breezerar á barnum og síminn límdur við þumalputtann (sem nota bene kostaði mig panikk attack þegar ég fékk skrifkrampa í hendina í gær, rauk á ragga og spurði hvort ég væri að deyja eða verða spastísk)

af sökum alvarlegs skorts á karlmönnum í lífi mínu undanfarin tvö ár (já já ég veit ég var gift en það er það sama) fór höstlarinn í gang, og íslenska stelpu syndrómið, sem ég stæri mig nú ekki mikið af er auðvitað að eltast við eina gæjann sem vill ekkert af manni vita, sms, daðra meira, fleiri sms, ekkert virkar... fleiri breezerar til að hressa uppá sjálfsálitið, bara bannað að kíkja í spegil eftir þann áttunda því þú getur hvorteðer ekkert bjargað meiköppinu sem er að mestu komið niðrá kinnar. á vegamótum gafst ég upp henti mér á barinn með þeim afleiðingum að ég varla stóð í lappirnar um 3 leytið, settist út á stétt og fann einhverja norsara og fullyrti að ég talaði sænsku (minnir óneitanlega á nýársdjammið hennar kötu) eina sem ég sagði á þeim klukkutíma sem þeir reyndu að eiga eðlilegar samræður við mig var jag prattar svenska! með fullkomnum hreim! þegar ég brölti á fætur og fór inn aftur var ég búin að ná þessu korteri aftur, komin í ham og útá dansgólf, einhversstaðar á 17 breezer kom sjálfstraustið aftur, sérstaklega þar sem elskulegir ameríkanarnir færðu mér það á silfurfati, ég stóð og var að spá í hvað svörtu gæjarnir þarna höfðu það gott, ætli það hafi ekki verið um fimm gellur að eltast við hvern þeirra, strjúka á þeim bringuna, lyfta upp bolnum, skaka sér utaní þá á öllum köntum, jesúss kristur hvað íslensk kvenþjóð þarf að taka sig á! sumir þeirra skemmtu sér vel en hinir voru bara alveg afskaplega vandræðalegir, snerust í hringi og reyndu að komast undan, þeir lögðu á flótta uppí stigann til mín, og höfðu allir sömu söguna að segja, ég skelli hló (bitur af minni reynslu) og spurði af hverju þeir hefðu áhuga á að tala við mig þegar þeir væru með flestar ljóskurnar á staðnum í vasanum, og þeir svöruðu allir því sama "cause your not after me" ég sagðist vera búin með svarta pakkan, væri ekki ein af þessum sem lægi flöt fyrir þeim, gæinn reyndi meira og vildi símann minn, ég hló og neitaði pent og fór út, og gaurarnir á eftir mér "please girl, u seem to be cool, all those girls in there are easy" ég svaraði auðvitað, þú ert svartur og á íslandi, þið eruð allir eins! eigið konur heima og komið til íslands að höstla ...

það varð þögn, ég velti fyrir mér hvað ég hafði sagt, ég sagði ekki negri, ég sagði svartur, ég sagði ekki...

"THATS JUST RASISM GIRL! YOU GONNA STEREOTYPE ME?"

"HELL YEAH, THAT´S NOT RASISM, THAT´S REALISM!"

mánudagur, júlí 16, 2007




























þriðjudagur, febrúar 13, 2007

framhaldsþættir og íþróttaálfar

sko, ég er sjónvarpssjúklingur, þar sem ég hef orðið að sætta mig við þann bitra veruleika síðastliðin ár að vera ekki smástelpa sem ræð mér sjálf og má hlaupa út að leika hvenar sem ég vil, þá hef ég bundist sjónvarpinu órjúfanlegum böndum, ég á í opinberum ástarsamböndum við skjá einn, skjá einn plús, stöð tvö og stöð tvö plús! ég skipti kvöldunum mínum bróðurlega á milli þeirra allra; sko, ef ég horfi á oc á skjá einum, þá hef ég tíma til að hlaupa upp þegar það er búið og skipta yfir á stöð tvö plús, þá næ ég grey´s anatomy sem er akkúrat búið þegar csi byrjar á skjá einum...
svona get ég þulið upp alla vikuna
svo er það tölvan, ég er búin að horfa á alla seríuna af dexter, allt sem er komið út af heroes, prison break og phsych, og það sem ég er að undra mig á akkúrat núna, er þessi furðulega ánægja sem maður fær útúr sjónvarpsglápi, á svona spennandi framhaldsþætti, sem að skilja mann eftir öskureiðan eftir hvern einasta þátt, því að það var "akkúrat" að fara að gerast eitthvað massa spennandi!!!! ég meina, hvernig dettur þeim í hug að enda þættina á svona spennandi stöðum, sjónvarp flokkast undir "entertainment" ekki satt, af hverju er ég þá alltaf "annoyed" yfir að fá ekki að sjá bara ca. 15 sek í viðbót????
grr
svo er það íþróttaálfurinn
á öld útlitsdýrkunar og heilsufaraldurs sem herjar á vestræna kvenmenn kom íþróttaálfurinn.
strumpurinn minn er fjögra ára, eða fjögra og hálfs fullyrðir hann reyndar, hann á mömmu sem tilbiður skyndibitamat og predikar gegn öllu sem heitir megrun eða "ég-get-ekki-farið-út-svona-ég-gæti-hitt-einhvern-syndrome", sem skilur ekki af hverju það er alltaf lítil skeið í rjómaskálinni þegar maður fær sér pönnukökur, og finnst ekkert betra en rjóminn og sykurinn þegar maður er búinn með jarðaberin... mmmm
þá sat hann við matarborðið í gær og dró upp bolinn sinn og spurði mig afhverju hann væri svona feitur, ég strauk á honum bumbuna og sagði við hann að hann væri með æðislega barnabumbu, og að börn ættu að vera með smá bumbu svo að allir viti að þau fái nóg að borða (drengurinn er nota bene ekki með örðu af fitu á sér). svo í dag var ég að segja honum að enskuskólinn byrji í næstu viku, og einhverra hluta vegna mundi hann eftir að ég og mamma vorum að tala um að það væri íþróttanámskeið á sama tíma, og hann spurði mig hvort að hann mætti fara á það líka, en ég sagði honum að þar sem það væri á sama tíma þá yrði maður að velja annað hvort, það kom örstutt þögn og hann lyfti upp bolnum sínum og horfði á magann á sér og sagði "mamma, ég held ég velji íþróttanámskeiðið frekar svo að ég geti lært að gera svona æfingar til að fá maga með svona línum eins og íþróttaálfurinn"!!!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Bölvuð Beljan!!

Litli strumpurinn minn á að minnsta kosti helmings heiður á móti mér af öllum þeim skemmtisögum sem hafa komið hérna inn; ég sé um að koma mér í vandræðalegar aðstæður og hann reytir af sér gullkornin, ég er ennþá að jafna mig eftir það nýjasta.

eftir hrakfallaför mína til bandaríkjana holaði ég mér bara niður í forstofuherberginu hjá mömmu útí nesi, og honum finnst það ekkert leiðinlegt, bara fleiri til að láta snúast í kringum sig, í fyrrakvöld var ég að reka hann í rúmið,og fór svo inná bað, og mamma sagði honum að fara inn í rúm nokkrum mínútum seinna, samtalið sem fór þeirra á milli í kjölfarið er eitt það fyndnasta síðan "day brightenerinn":

mam: farðu inní rúm viktor orri
vo: en þú verður að koma með mér og lesa fyrir mig
mam: lestu bara sjálfur elskan
vo: en amma ég kann ekki að lesa
mam: þú verður að fara að læra það þá
vo: þá verður þú að kenna mér stafina
mam: já kanntu ekki stafrófið
vo: jú...
hann byrjar að syngja nokkrum nótum of hátt : ABCD...
og amma tekur undir EFG eftir kemur HIÍJK, LMNO einnig P, ætli Q þar standi hjá
vo: ooooh amma, ég þoli þetta ekki!!!
mam: nú hvað?
vo: þú syngur þetta vitlaust!!!
og þau byrja uppá nýtt, og alltaf endur tekur þetta sig, amma fullyrðir að hún syngi þetta alveg rétt, en á alltaf sama stað stappar viktor orri niður fætinum og skammast, á endanum segir hann í uppgjafartón "OOOOH, amma! það er engin KÚ í stafalaginu!!!
mam: hvað meinaru, auðvitað er q í stafrófinu....?
vo: AMMA NEI!!! ÞAÐ ER ENGIN BELJA Í STAFALAGINU!!!! KÚ ER BELJA!!

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

WELCOME TO THE U.S.

ég játa mig sigraða, annaðhvort er draugagangur í kringum mig, eða þá að það er eitthvað óeðlilega mikið af furðulegum tilviljunum að hrella mig...

ég ætlaði til amríku, en ég er ennþá heima, ég fór í stystu ferð sögunnar, eða stoppaði í usa í ca 2 tíma, fékk ekki einu sinni tíma til að fá mér starbucks, urr, mér sem hlakkaði svo til (já MÉR)

þetta byrjaði allt saman á fimmtudeginum, þegar bíllyklarnir mínir hurfu, gjörsamlega gufuðu upp, ég hljóp um allt eins og sækópaþ og leitaði en allt kom fyrir ekki, átti að mæta í flug á föstudeginum sem var síðan seinkað um marga klukkutíma vegna veðurs, svo ég sá framm á að missa af tengifluginu mínu svo ég breytti fluginu mínu yfir á laugardag, nema hvað, að veskið mitt með öllum kortunum mínum var læst inní bílnum mínum og lyklarnir fundust hvergi, og ég þurfti að staðfesta kortanúmerið mitt í síma við northwest airlines til að geta breytt fluginu, fluginu sem ég nota bene borgaði 240 dollara fyrir og þurfti að borga 350 dollara í viðbót til að breyta!!! eftir stapp og frekju við bankakonurnar í íslandsbanka klukkan fimm mínútur í sex tókst mér að draga uppúr þeim númerið á kortinu mínu og hringja og breyta öllum flugunum, hjúkket, svaka glöð...
þannig að á laugardeginum klukkan þrjú dröslast ég útá flugvöll, með eldsnöggu stoppi uppí kirkjugarði hjá pabba, ég bað hann í fljótu bragði að passa uppá okkur á ferðalaginu, ég get svarið að ég held að hann hafi tekið mig aðeins of alvarlega, því að þegar ég kem uppá flugvöll og tékka mig inn, sem tekur sinn tíma, og daman réttir mér boarding passana, þá úbbs, nei, þetta er ekki rétt... ALLT VITLAUST BÓKAÐ!! hún þurfti að byrja uppá nýtt því allur farangurinn var vitlaust bókaður, þó svo að vélinni hafi verið seinkað um hálftíma enda ég á hlaupum útí vél, með monsu á öðrum handleggnum og strumpa á harðahlaupum tókst okkur að dröslast aftast og hlamma okkur niður, það er svo æðislegt þegar maður finnur vélina lyfta nefinu, þá kemur alltaf svo góð tilfinning "ég er að fara til útlanda" nema hvað PLONK nefinu skellt niður aftur og snarbremsað og skransað útá brautarenda "góðir farþegar, það er flugstjórinn sem talar..." bölvuð maskínan var biluð!! sem betur fer var laus ein vél og 0kkur er "umpakkað" yfir í hana, viktor orri var ennþá hress og kátur og á meðan við biðum eftir að komast inn tókst honum að starta hópsöng á guttavísunum með fullt af grunnskólakennurum frá smábæjum um allt land, svaka stuð, ef þú ert ekki búin að þurfa að hlusta á guttavísur mörgum sinnum á dag í mánuð.
o jæja, við komumst allavegana í loftið, lendum í minneapolis, og sitjum föst "góðir farþegar, það er flugstjórinn sem talar..." raninn er bilaður, það þurftu að koma trukkar og draga vélina með öllum farþegum og farangri á annað gate, alltílagi svosem, nema það að nú er seinkunin orðin rúmir þrír tímar, og ég orðin soldið stressuð að missa af áframfluginu, ferðalagið nú þegar orðið um tíu tímar, svo að þegar við komum að passport controlinu, labba ég uppað öryggisverði og brosi (hefur alltaf virkað voða vel) og spyr hvort það sé einhver séns að flýta eitthvað fyrir mér því ég sé ein með börnin og hafi innan við klukkutíma til að ná fluginu, gaurinn bregst ekkert smá illa við svo ég segi bara ok ok og labba í burtu, en eins og sönnum íslendingum sæmir ákvað kennarahópurinn í einni röðinni bara að hleypa mér frammfyrir, en þá fýkur eitthvað í öryggisverðina, og það kemur kelling á túr, með reytt aflitað hár og rauðar neglur og spyr mig hvort ég hafi fengið leyfi "face to face" hjá öllum úr röðinni til að fara framfyrir, og ég neita, svo hún segir mér að fara aftast í röðina, ég spurði sjokkeruð hvort hún væri nú ekki að djóka, "MAAM, i´m a federal officer and i´m telling you to step back and go back in the line, NOW" ég þorði ekki öðru, hugsaði bara skítt með flugið, svo kemur hún aftur og segir að ég eigi að koma að tala við sig í græna herberginu þegar ég er komin í gegnum passport controlið, þar enda ég inni, sitjandi á gólfinu að reyna að troða snuðinu uppí monsu, og að reyna að draga viktor orra undan einhverjum bekk, með fimm vopnaða verði í kringum mig, spurjandi mig spjörunum úr, þeir spurðu mig fáránlegra spurninga eins og hver gaf mér hringinn sem ég var með, hvað eru margar rendur á búningnum hans jasons, og so on so on, BULL. þarna sat ég í yfirheyrslum í þessa tvo tíma sem ég stoppaði í bandaríkjunum, ég stamaði og hökti, og gat ekki svarað helmingnum af því sem þeir spurðu mig, því ég var orðin massa þreytt, og þeir þjálfaðir í að taka mann á taugum, þeir endurtóku aftur og aftur að ég væri að ljúga um allt, og það sem gerði útslagið var að það náðist hvorki í jason né lenu, lenu símanúmer var að skiptast á milli kerfa akkúrat þennan dag, og jasons sími var að skiptast á milli svæðisnúmera akkúrat þessa tvo klukkutíma, svo það var enginn til að bakka upp söguna mína, fyrir þeim var ég bara einhver kelling sem var að reyna að komast ólöglega inní landið (uuuh, í ólöglegt jólafrí hlýtur að vera þar sem ég átti skráð flug heim í janúar)
það endaði með því þegar þeir voru búnir að vera að grilla mig þarna í einn og hálfan tíma að ég sagði bara já við öllu, að ég væri að ljúga öllu sem þeir sögðu að ég væri að ljúga og ég kinkaði bara kolli, vildi bara komast útúr aðstæðunum.
nú er ég skráður glæpamaður í bandaríkjunum, er ekki velkomin þar næstu þrjá mánuðina, ég endaði í lögreglufylgd útí flugvél, í sömu vél og sömu sæti...
mér finnst ekkert voða skrýtið að þeim gangi illa að stoppa terroristana fyrst þeir eyða öllum þessum mannafla í stelpu með tvö lítil börn, því það voru átta manns með mér í herberginu allan tímann, hinir þrír voru við borð þarna hjá...

aumingja jason sat á flugvellinum og beið eftir mér í fjóra tíma, ég náði ekki í hann fyrr en ég kom aftur til íslands, búin að leigja bílaleigubíl og alles til að koma okkur heim...

slap me or something, því ég get samt ekki beðið eftir að komast aftur út, nema næst fer ég í gegnum JFK þar sem þeir eru actually að reyna að bösta fólk sem er að gera eitthvað af sér
LOL

þriðjudagur, júní 06, 2006

hæ aftur ;)

ég veit ég er búin að vera svaka lengi í burtu, og ég hef svosem ekkert spennandi að segja, en ég er búin að verða fyrir svo miklu aðkasti frá fólki undanfarið, nefnum engin nöfn, að ég varð að taka rauðu og grænu stafina burtu...

tumi litli átti afmæli um daginn, nú er hann orðinn fjórir puttar, og hann spurði alla gestina sína hvort þeir væru með pakka handa sér áður en hann heilsaði...

vel upp alið barn! greinilega búið að kenna honum hvað það er sem máli skiptir í lífinu
hehe

föstudagur, desember 30, 2005

gledileg jol og allt tad

er uti a miami i hita og sol og eg veit ad tid elskid mig mikid, eg lofa ad skrifa fullt um leid og eg kem heim, viktor orri er buinn ad vera gangandi brandari og allt a milljon i rugli

verd bara ad segja fra gubbuhestinum...

viktor orri talar algerlega stanslaust i bilnum, og tad eru lagmark svona 30 til 40 minutur a milli stada herna, sama hvert vid erum ad fara, og herra orri talar linnulaust...

puff

um daginn vorum vid ad keyra og hann byrjar:

i gaer (sko allt lidid er i gaer) var eg hja ommu siiirunu, og eg var voda veikur og var ad aela i klosettid heima hja ommu siiirunu, og ta var eg veikur med gubbuhest!!

vid misstum okkur ur hlatri, grenjudum gjorsamlega, eg vard blind tvi augun a mer fylltust af tarum, og turfti ad beita mer allri vid ad sja hvar ljosastaurarnir voru til ad keyra ekki utaf veginum..

svona er barnid buid ad vera naestum alla ferdina, plus meira rugl sem er buid ad vera....

annars elska eg ykkur oll alveg svaka, og gledileg jol og nytt ar og til hamingju med paskana og svo framvegis, ekki gleyma ad eg a bradum ammali og allt tad, eg kem heim a manudaginn

pis at